Sérhagsmunir eða almannahagsmunir

Það er sorglegt að horfa á stjórnarandstöðu þingmenn úr sjálfstæðis- og framsóknarflokki þar sem þeir standa í pontu á Alþingi Íslendinga og verja sérhagsmuni útgerðarmanna geng hagsmunum almennings.

Skötuselsfrumvarpið skapar 150 mönnum atvinnu, gjaldeyristekjur upp á 1,2 milljarða og leigutekjur upp á 240 miljónir ef 2000 tonnum  af skötusel verður úthlutað. Hafnarsjóðir, sveitarfélög og ríkið koma til með að fá auknar tekjur.

Það er einnig furðuleg afstaða hjá S.A. og A.S.Í. að vera á móti því að skapa fleiri störf og auka tekjur. Það virðist skipta þessi félög meira máli hver fær að skapa störfin heldur það að þau verði til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Það er aumt að horfa á forseta A.S.Í. í hlutverki vikapilts afturhaldssömustu afla í röðum verkkaupenda.

Pjetur Hafstein Lárusson, 23.3.2010 kl. 20:46

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Grétar.Þar sem þú hefur setið þing,get ég ekki annað spurt.Hvað er fólk að gera á Alþingi.

Þú komst inn á það,að þú skyldir ekki stjórnarandstöðuna.Ég held að þjóðin gerir það ekki heldur.Hvað eru margir þingmenn,sem hafa séð skötusel,þá á ég skötusel,eins og hann kemur úr hafinu? Hvað vita þingmenn um lífsskilyrði hans?Hvað vita þingmenn um ránfisk,sem getur jafnvel útrýmt öðrum nytjastofnum.Á þetta fólk að greiða atkvæði um það,án þess að vita ekki nokkurn skapaðan hlut.Jú,þau greiða atkvæði af því að þeim er það uppálagt.Og þeim er líka sagt,hvort það á að vera nei eða já.Þetta virðist vera venjan.Forustumenn flokkana skipa sínum flokksmönnum fyrir,og þeir taka við skipunum frá hinum svokölluðu styrktaraðilum flokkana.

Ég vil vekja athygli á því,að útbreiðsla skötusel kann að vera skaðvaldur,samanber krabba þann,sem er að breiðast yfir öll grunnsævi í Noregi,og gerir mikinn óskunda þar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 23.3.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Já Pjetur mér hefur líka þótt það aumt að horfa og hlusta á forseta A.S.Í verja sérhagsmuni L.Í.Ú. og er afstaða hans óskiljanleg.

Ingvi það er nú bara þannig að sumir þeir sem sitja á Alþingi eru komnir langt frá uppruna sínum. Nei, ég skil það ekki að fulltrúar fólksins á Alþingi láti hafa sig í að verja sérhagsmuni fárra á kostnað almenning.
Það eru fáir þingmenn sem hafa raunverulega þekkingu á skötusel eða bara almennt á fiskveiðum og mikilvægi þeirra fyrir land og þjóð.

Grétar Mar Jónsson, 24.3.2010 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband