Austurvöllur

Í gærkvöldi var ég ásamt fjölda fólks á Austurvelli til að mótmæla því sem ekki hefur verið gert til að koma til móts við fólkið í landinu. Ég sá þar og talaði við  fólk, meðal annars, frá Suðurnesjum sem er að missa allt sitt vegna þess að það hefur misst vinnuna. Það fær ekki vinnu þó svo að það hafi starfsþrek og vilja til að vinna.

 

Ég og margir aðrir sem voru á Austurvelli vorum líka að mótmæla því að ekkert virðist eiga að gera til að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

 

Það að ekkert eigi að gera til að breyta kerfinu kom líka berlega í ljós í stefnuræðu forsætisráðherra sem ég hlustaði á eftir að ég kom heim af Austurvelli, sem var hörmuleg.

 

Í sambandi við breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem hún var búin að lofa að breyta talaði hún bara um að það þyrfti að setja á veiðigjald en áfram yrði stuðst við óbreytt kerfi, en almenningi er lofað að sett verði inn í stjórnarskrá að við, fólkið í landinu eigum auðlindana.

 

Forsætisráðherra og stjórnvöld virðist vera búin að taka ákvörðun um að farin verði svokölluð samningaleið(svikaleið) í tengslum við boðaðar breytingar á fiskveiðastjórnunarkerfinu, það á því að viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum og almenningur fær ekki arð af nýtingarréttinum.   

 

Ef samningaleiðin verður sett í lög er full ástæða til að draga þá ráðherra og þingmenn sem það gera fyrir Landsdóm því það væri ekkert annað en landráð.

 

Það þarf að breyta núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi sem er undirrót þeirrar spillingar og þess ástands sem fólkið í landinu er að mótmæla á Austurvelli.

 

Almenningur er líka að mótmæla því óréttlæti sem fellst í því að skornar eru niður milljarða skuldir af útgerðarfyrirtækjum sem hafa verið að fjárfesta í óskildum rekstri undanfarin ár og átt stóran þátt í að búa til bóluna sem sprakk framan í andlit almennings í landinu sem nú er ætlað að borga fyrir spillinguna og óráðsíuna sem viðgengis hefur í greininni án þess að nokkuð sé gert til að koma til móts við skuldavanda hans.

 

Almenningur er þegar búin að taka á sig nægar byrðar og þolir ekki meira. Óréttlætið sem birtist í þessum gjörningi bankanna (m.a. Landsbankans/banka landsmanna) í þessu sambandi var dropinn sem fyllti mælinn og það verða stjórnvöld að gera sér grein fyrir.

 

Mannréttindi allra þegna landsins er forsenda þess að Nýtt Ísland geti orðið að veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef sagt það áður og held áfram að segja það að LÍÚ virðist ráða öllu sem þeir vilja og skiptir þá engu máli hvaða stjórn er í landinu. Af hverju LÍÚ hefur þessi tök á stjórnmálamönnum og flokkum er rannsóknarefni. Mikill er máttur LíÚ.

Sigurður I B Guðmundsson, 5.10.2010 kl. 10:58

2 identicon

Ja mikill er máttur Líú

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:40

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Grétar þetta er góður pistill hjá þér. Vonandi hafa þessi mótmæli á Austurvelli komið þessu fólki sem ræður okkar landi til að hugsa sinn gang.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.10.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband