Sá yðar sem syndlaus er......

Samkvæmt fréttum í gær hafnaði stjórn Byggðastofnunar því að Lotna ehf. fengi að kaup fiskvinnslufyrirtækið Eyrarodda á Flateyri. Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir að ástæða þess sé viðskiptasaga eigenda Lotnu.   

Byggðarstofnun hafnar því að lána fyrirtæki sem vill koma atvinnulífinu á Flateyri í gang á ný vegna viðskiptasögu manna sem hafa það eitt til sakar unnið að hafa þurft að byggja rekstur fyrirtækja sinna á því að vera leiguliðar kvótagreifanna í gegnum tíðina. Það hefur leitt til þess að þeir hafa lent í ógöngum með útgerð sína trekk í trekk vegna þess að þeir hafa þurft að leiga veiðiheimildir dýrum dómi af handhöfum gjafakvótans.  

Þeirra vandamál er vandamál allra þeirra sem hafa vilja til að stunda útgerð hér á landi og hafa ekki notið þeirrar blessunar að hafa fengið gjafakvóta á sínum tíma. Þetta sýnir líka að mannréttindi þessar manna eru brotin þar sem þeir hafa ekki fengið veiðiheimildir til jafns við aðra í greininni. Menn eins og Kristján sem er fiskinn og farsæll skipstjóri hefur þurft að búa við það að geta ekki með mannsæmandi hætti notað og nýtt þekkingu sína vegna fiskveiðistjórnunarkerfis sem er arfavitlaust.  Að fyrirtækinu standa duglegir menn sem hafa verið að reyna að ná fótfestu í útgerð og hafa notað til þess aðferðir sem eru landlægar. Það vita allir sem koma að útgerð að þar á sér stað brottkast, framhjálandanir, svindl með ísprufur, nýtingarstuðul,  heimavigtun og úrtaksvigtun.  

Byggðastofnun og bankarnir hafa verið að afskrifa skuldir af mönnum sem staðnir hafa verið af kvótasvindli og lent í gjaldþrotum í gegnum tíðina. Það væri því ráð að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á Byggðarstofnun til að almenningur fái upplýsingar um það hverjum hefur verið lánað og að þeir sem hafa fengið lán hingað til séu allir með hreinan skjöld þegar kemur að gjaldþrotum og kvótasvindli ef það er viðmið sem Byggðarstofnun hefur notað í gegnum tíðina vegna lánafyrirgreiðslu.

Ég skora á stjórn Byggðarstofnunar að endurskoða ákvörðun sína um lánafyrirgreiðslu til Lotnu ehf. því þessir menn eru fórnalömb kerfis sem þarf að breyta.  

Með því að Lotna ehf. fái byggðarkvóta, geri út á standveiðar og breytingar verið gerðar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi þannig að mannréttindi séu virt eru allar líkur á því að þeir geti spjarað sig og atvinnulíf á Flateyri nái að verða til hagsældar fyrir íbúa byggðarlagsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já var það ekki málið. Þessir menn hafa greinilega ekki fengið lán út á óveiddan fisk í sjónum eins og margir "auðmenn" hafa getað hingað til og ekkert þótt athugunarvert við það.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.2.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband