Umræða á villigötum

Í umræðunni um fiskveiðistjórnunarkerfið og fyrningu er talað um að ekki megi taka það af útgerðarmönnum sem þeir hafi keypt.   

Þetta er rangt, því það eru engar stórútgerðir sem hafa þurft að kaupa allar sínar veiðiheimildir eftir 1991 þegar það myndaðist verð á veiðiheimildum. 

Flestar stórútgerðir í landinu eru enn með sömu kennitölu og þær höfðu við upphaf kvótakerfisins og því byggja þau á nýtingarrétti sem þau borguðu ekki neitt fyrir.  

Sum breyttu úr hf í ehf og sameinuðust öðrum fyrirtækjum og eru því nú allt upp í níu kennitölur komnar inn í sum fyrirtækin. 

Það er því rangt eins og LÍÚ hefur haldið fram að útgerðarfyrirtæki sem starfa í dag hafi keypt aflaheimildir, í 90% tilfella.  

Ef farið er hringinn í kringum landið sést að það er enn sömu fyrirtæki og sama fólkið sem er enn í útgerð sem byggir á þeim gjafakvóta sem þau  fengu í upphafi.  

Hér verða flest þessara fyrirtækja talin upp. 

Í Vestmannaeyjum eru það; Vinnslustöðin, Ísfélagið, Glófaxaútgerðin, Bergur-Hugin útgerðin, Dala-Rafns útgerðin, útgerðin á Frá, Bergi, Hugin, Þórunni Sveinsdóttur og Bylgjunni, ásamt fleiri útgerðum í Eyjum.
Á Hornafirði sameinuðust Skinney og Þinganes og tóku yfir Kaupfélags útgerðina.
Það eru nánast  engar veiðiheimilir á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Reyðarfirði Það eru sömu aðilar í útgerð á Fáskrúðsfirði og voru og á Eskifirði þar sem  Eskja ehf  er og er hún rekin af afkomendum Alla ríka.
Það eru sömu  eigendur að Síldarvinnslunni á Norðfirði en þar eiga reyndar Samherjar orðið 30-40% hlut.
Á Þórshöfn er Ísfélagið komið inn í útgerðina með heimamönnum og Grandi er komin inn í útgerð með heimamönnum á Vopnafirði.
Á Siglufirði er Þormóður Rammi og hefur hann sameinast útgerð sem var á Ólafsfirði. Samherji og Brim eru á Akureyri.
Á Sauðarkrók eru sami aðili í útgerð og verið hefur og er það Kaupfélagið.
Á Grenivík er Gjögur.
Gunnvör á Ísafirði hefur sameinast nokkrum öðrum útgerðum þar.
Oddi er á Patreksfirði.
Á Snæfellsnesi er og hafa verið meðal annars útgerð Kristjáns Guðmundsonar, Hraðfrystihús Hellisands, Steinunnar útgerðin í Ólafsvík, Rakel Ólsen í Stykkishólmi, Guðmundur Runólfsson í Grundarfirði.
Í Reykjavík eru Grandi og Ögurvík.
Stálfrúin í Hafnarfirði.
Nesfiskur í Garði.
Happasæls, Arnars útgerðin og Saltver  í Keflavík. 
Þorbjörninn og Vísir í Grindavík.
Í Þorlákshöfn er útgerðir Einars Sigurðssonar og Hannesar Sigurðssonar. 

Öll þessi fyrirtæki hafa verið til frá því fyrir daga kvótakerfisins og hafa byggt starfsemi sína upp á gjafakvóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Grétar. Gott inlegg í gott málefni og ekkert að hika og kvótakerfinu þarf að breyta.

Valdimar Samúelsson, 22.1.2010 kl. 20:04

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Gott hjá þér að benda á þetta. Það væri gott ef þú gætir komið þessu á framfæri í fjölmiðlum þar sem LÍÚ klíkan fer mikinn þessa dagana og ver þetta ónýta kerfi með kjafti og klóm og lýgur að landsmönnum. Það mætti halda að ríkisstjórnin og LÍú væru nýkomin af hræðsluáróðursnámsskeiði

Helga Þórðardóttir, 22.1.2010 kl. 22:38

3 identicon

Skoðið vinsamlegast þessa grein á heimasíðu Samfylkingarinnar

http://www.samfylkingin.is/Fr%C3%A9ttir/articleType/ArticleView/articleId/812/PageID/579/Hagsmunir_joarinnar_a_leiarljosi

eða stutta leiðin:

http://bit.ly/83ZdzA

Vera Waage (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 11:49

4 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Þetta er góð afhjúpun á LÍÚ-lyginni.

Bjarni Líndal Gestsson, 24.1.2010 kl. 18:54

5 identicon

Grétar hver er ástæðan fyrir því að þú telur ekki upp fleiri fyrirtæki til dæmis í grindavík, er ástæðan kannski sú að þau hafa hafið útgerð eftir 1991, og Grétar hver er ástæðan fyrir því að þú setur það ekki á prent hvað þessi fyrirtæki hafa þurft að kaupa mikið af kvóta til að halda í horfinu og við þá niðurstöðu held ég að  mörg þessara fyrirtækja komi til með að eiga heiður skilið.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:09

6 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Magnús Stakkavík í Grindavík er fyrirtæki sem var stofnað eftir 1991 og þeir keyptu aðalega báta í litla kerfinu og keyptu bara þorskveiðiheimildir og þegar kerfinu var breytt og kvóttasettar voru allar aukategundir eins og ufsi, ýsa, karfi, steinbítur, langa og keila fékk Stakkavík úthlutuðum kvóta í þessum tegundum ókeypis.

Grétar Mar Jónsson, 25.1.2010 kl. 20:48

7 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Vera ég er búin að skoða heimasíðuna hjá Samfylkingunni og sakna þess að sjá þar hvergi minnst á að fiskveiðistjórnarkerfið brjóti gegn mannréttindum eins og Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna hefur ályktað um.

Helga það hefur ekki verið mikill áhugi hjá fjölmiðlum fyrir þessum upplýsingum en ég hef oft nefnt þetta í ræðu og riti.

Grétar Mar Jónsson, 25.1.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband