Ég á mér draum!

Ég á mér draum um að fiskveiðistjórnun á Íslandi verði í framtíðinni byggð á jafnrétti, réttlæti, frelsi og heiðarleika. Ég tel að besta leiðin til þess að svo geti orðið væri að ríkið leigði sóknardaga til útgerðarmanna og að þeir greiddu leiguna jafnóðum og þeir nýttu dagana. Þetta er leið sem Færeyingar fara þó svo að þeir leigi ekki dagana. Það væri samt nauðsynlegt að tryggja að ekki væri hægt að framselja þessa daga til annarra, til að koma í veg fyrir brask. En ef menn eru ekki tilbúnir að fara leið Færeyinga þá tel ég að hinn kosturinn sé sá að ríkið leigi út allar veiðiheimildir í tonnum og kílóum. 

Núverandi stjórnvöld lofuðu í stjórnasáttmálanum að farin yrði  fyrningarleið á fiskveiðiheimildum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir 5% fyrningu á ári. Ég tel að það eigi að fyrna hraðar og ætti fyrningin að vera 25% á ári og ætti hún að  hefjist í síðasta lagi 1. september 2010.  

Ókostir núverandi kerfisins eru margir. Þeir helstu eru að núverandi gjafakvótakerfi þar sem heimilað var frjálst framsal eftir 1991. Þetta er ekkert annað en ríkistyrkur og því er sjávarútvegur hér á landi með hæsta ríkistyrk sem um getur á byggðu bóli. Prófessor Þorvaldur Gylfason heldur því fram að braskið með veiðiheimildir í formi leigu, veðsetningar eða sölu sé grunnur bankahrunsins.

Einnig ber að nefna það enn og aftur að Mannréttindanefnd Sameiniðuþjóðanna áliktaði fyrir tveimur árum síðan að fiskveiðistjórnunarkerfið brjóti í bága við mannréttindi vegna þess að það skerðir atvinnufrelsi íslenskra sjómanna. 
 

Þjóðin þarf á því að halda að tekjur aukist og sérstaklega þarf að huga að gjaldeyrisöflun. Við getum haft miklu meiri tekjur af sjávarútvegi en við höfum nú. Við getum veitt meira í flestum tegundum. Það ætti að setja vinnsluskildu á makríl, síld og loðnu. Það ætti að setja lög sem skylda frystitogara til að koma með allan afla í landi í stað þess eins og nú er gert að henda hluta hans í hafið. Þetta er nauðsynlegt, ekki bara til að auka tekjur ríkisins heldur verður einnig að horfa til þess hvernig auka megi tekjur sveitarfélaganna með betri nýtingu sjávarafla vegna þess að litlar líkur er á því að yfir skuldsettar útgerðir borgi skatta á næstu árum vegna skuldastöðu þeirra.  

Einnig er mikilvægt að allur fiskur sem veiddur er á íslandsmiðum fari á fiskmarkað því það myndi einnig leiða til þess að auka tekjur sveitarfélag í formi hærri hafnargjalda og útsvars. Kosturinn við það að allur fiskur færi á markað myndi jafna stöðu fiskvinnslufyrirtækja sem í dag búa við það að fá ekki nægan fisk til vinnslu.  

Samfélagslegar afleiðingar af fiskveiðistjórnunar kerfinu eru miklar og mörg vandamál hafa orðið til vegna þess. Sjávarbyggðum landsins hefur blætt og blæðir enn vegna núverandi kerfis. Það hefur leitt til fólksflutninga, atvinnuleysis, gjaldþrota og félagslegra vandamála. 

Við búum í góðu landi sem á nægar auðlindir eru til að brauðfæða þjóðina og með réttlátari skiptingu á nýtingu þeirra getum við byggt upp samfélag sem byggir á jafnrétti, jöfnuður og jafnræði. Grunnur þess er að gerðar verði breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll ,Grétar Mar.

það er margt gott í þessari grein þinni.

Ég sé fyrir mér að þetta takist,

en til þess þarf fólk úr öllum "þjóðfélagsstöðum " landsins að standa saman og segja skýrum orðum.

þetta er sameign okkar allra " Hlúum vel að henni " !

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 10:00

2 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sammála því Þórarinn að fólkið í landinu þarf að standa saman og krefjast yfirráðaréttar á auðlindum sínum.

Grétar Mar Jónsson, 4.3.2010 kl. 10:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp til að setja enn eina bótina þá þetta götótta og marg staglaða kerfi, í stað þess að hrinda fram stefnu stjórnarinnar.

Það vakti undrun mína þegar Jón valdist í þetta embætti, maður sem ekki getur haft sömu skoðun tvo daga í röð, maður sem vill gera öllum til hæfis. Í þetta ráðuneyti þarf sterk bein, ef einhverju á að breyta.

Annars getur Friðrik J Arngrímsson stýrimaður annast þetta áfram.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég velti fyrir mér nýja frumvarpinu.Þar segir,ef útgerðarfyrirtæki fer á hausinn,skal koma ég veg fyrir,að kvótinn verði seldur úr héraði.En ennþá er það opið fyrir útgerðarmenn að selja kvótann úr héraði,ef þeir halda haus.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.3.2010 kl. 15:25

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er eitthvað mikið að þessu kerfi þegar LÍÚ hirðin talar eins og hún sé úr öðrum heimi ef rökræða fer í gang.

Nú fara varðhundarnir hringinn í kringum landið og kalla til funda fólkið í þeim sjávarbyggðum þar sem kvótagreifarnir landa aflanum ennþá.

Og erindið er að hóta fólkinu því að ef það reki ekki upp sameiginlegt angistaróp og krefjist þess að kerfið verði óbreytt verði engum ugga landað þar framar.

Því ef fólkið sjálft fái að veiða fiskinn óáreitt þá muni byggðarlagið leggjast í auðn!

Þessa tignarmenn vantar ekkert annað en skammbyssurnar.

Árni Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 19:49

6 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk strákar kerfið er glatað og það verður að breyta því og til þess þarf kjark, dug og þor.

Grétar Mar Jónsson, 4.3.2010 kl. 20:56

7 identicon

Grétar Mar það kemu margt gott frá þér , þú virðist nú vera maður með kjark dug og þor , ég tek mjög undir þetta  hjá þér , og hvað með að matfiskur Islendinga sé utan kovta,(allavega til sjúkra og atvinnulausra ) á árum áður var það svo að fiskur var ekki svo  , eiga þeir Islendingar sem minna meigasín að éta/borða loðnu (kíló verð) eða eithvað sem annars fer í bræðslu og ekki ætlað til manneldis ? allir sem nenna að hugsa vita að er dabbi og bóri rændu og einkavædu eða gmblvæddu fiskimiðin var það upphafið af því arðráni siðblindi,spillingu sem nú hefur veið í algleimi um áratuga skeið og ómmeni Islands stunda í boði dóra og dabba,og annað mér er ekki antt un neina flokka á Islandi og aldrei geta tekið ofan fyrir stjórnarfari okkar Islendinga því miður

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:17

8 identicon

Kanski getur þú með og öðru kjörkuðu,hæfilega göfugu,ósérhlífnu,ógráðugu duglegu(og fólki með smvisku ,snnfæringu  ) rifið þenna flokk ykkar uppúr meðalmenskuni ? kaski aukið á hann trúnað með þinglýstum kosningaloforðum, stífum reglum /aðhaldi viðurlögum undir skrifuð á hugsanlega þingmenn/svo kallaða ráðherra þjóna ,Byggja hann upp eftir gerð og breiskleka manneskjunar, því oftast/altaf virðist sem freka gráðuga siðblinda ómenska ómerkilega fólkið/sálirnar raði sér í Islenska pólitík/stjórnsýslu (ef dabbi og dóri eða svipaðar innrætar  sálir hefðu verið við völd alla síðusu öld væru allir Islendingar í torfkofum nema og þér og einkavinir þeirra ég tel dabba dýrasta grínista Islanssögunar ,útvarp matthildur) svo þarf að númera óvini þjóðar  og í tímaröð

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:43

9 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk Ásgeir það er margt satt og rétt sem þú segir og greining þín á íslensku samfélgi áhugaverð. Gaman væri að heyra í þér með símtali við mig. 

Grétar Mar Jónsson, 5.3.2010 kl. 09:57

10 identicon

 Takk fyrir. Fyrirgefið prentvillur , og það á að vera þeir en ekki þér ,  það er nú ekki í raun mikið er venjuleigir Islendingar fara frammá , aðeins að þeir hafi atvinnu geti séð   sér og sínum farborða menntað börninsín kent  þeim á hugansinn og að þau eigi sér einhverja frammtíð í þessu ágæta landi án niðurrífandi ómerkilegra auðróna, elítuvesalinga .Og ég spir hvað hefur einstakklingur að gera við miljarða, eða hundruðir miljóna ? eru þessir einstakklingar með marga munna,maga og rassgöt , af hverju þurfa þeir meira  svo miljörðum skiptir meira að éta en aðrir Islendingar verða þessir óþvera arðræningjar, elítan aldrei saddir ? Svo hef ég aldrei skylið því t.d  þingmenn/ráð þjónar og aðrir hluninda aðilar hálaunaðir og "góð sambönd" er búa  við öll fríðindi og getu til söfnunar fjár til elli ára , þurfi meira í sinn kjaft maga og rassgat   , en t.d sjómaður,verkamaður já og hver annar Islendingur ? jú við venjuleg þjónum nú samfélagin á einn eða annan háttin án verðlauna

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband