Skandall

Nú heldur forseti F.F.S.Í.  því fram að kjarasamningar sjómanna séu í uppnámi vegna óvissu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þetta eru fáránleg rök hjá forsetanum vegna þess að staðreyndin er sú að undanfarin 50 ár hefur aldrei hefur verið hægt að gera kjarasamninga á milli sjómanna og útgerða. Við sjómenn höfum oftast þurft að sætta okkur við að vinna eftir kjarasamningum sem settir hafa verið á okkur með lögum frá Alþingi.

 

Þó hafa verið gerið kjarasamningar á milli útgerða og sjómanna í tvö síðustu skipti. Þeir samningar urðu til þess að laun sjómanna lækkuðu.

 

Það er sorglegt til þess að vita að forsvarmenn sjómanna séu komnir í grátkór L.Í.Ú.. Það væri betra fyrir sjómenn þessa lands að þeir beittu sér fyrir því að allur fiskur færi á fiskmarkað því þá fengist fullt verð fyrir fiskinn en ekki hálfvirði eins og er í dag. Það að allur fiskur færi á fiskmarkað myndi leiða til launahækkunar til handa sjómönnum og aukningar á skatttekjum til ríkis og bæja.

 

Sjómannasamtökin eiga að sjá sóma sinn í að setja fram kröfu um að mannréttindi séu virt gagnvart íslenskum sjómönnum og berjast fyrir því að  núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði afnumið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Grétar Már.

Þetta er nú með endemum þessi sífelldi undirlægjuháttur í þessari voluðu sjómannaforystu þessa dagana.

Geta þeir bara ekki orðið sérstök undirdeild hjá LÍÚ apparatinu.

Farnir í þennan grátkór með LÍÚ klíkunni.

Íslenskir Sjómenn eiga betra skilið en þessa vesælu aftanóssa ESB klíkunnar og þú ættir að gera íslenskum sjómönnum þann greiða að berjast fyrir því að koma þessum mönnum frá og þú þarft að komast aftur í forystu sjómannasamtakanna !

Bestu kveðjur og gleðilegt ár.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 18:29

2 identicon

Þetta eru orð i tíma töluð Grétar Már og með eindæmum hvernig Árni getur ekki lengur dulið það að hann dansar erfit kenjum Þorsteins Más. Undirlægju háttur sjómanna verður eingöngu skýrður með því að menn þora ekki lengur öðru en að standa og sitja eins og útgerðamenn boða svo mikil er heiftin og hræðslan hjá þessu fólki.

Hlutskipti forystumanna sjómanna á að sjálfsögðu að vera að berjast gegn kvótakerfinu og nota áhrif sín þannig til að taka þátt í að hér verði byggt nýtt land sem byggir á réttlæti og heiðarleika þar sem mannréttindi eru virt. 

Olafur Jonsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 18:39

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Gleðilegt ár Grétar.Ég tek undir orð þín.Þegar maður er búinn að starfa á þriðja áratug í félagsmálum,og oftast lútað lægra höfði í samninga viðræðum vegna afskipta stjórnvalda,eftir að grátkór útgerðarmanna hefur hafið sitt frekjuöskur,og biðlað til þeirra.

Núna eftir að útgerðarmenn hafa náð samkomulagi við forustumenn sjómannasamtakanna um að standa með sér í endurskoðun á fiskveiðistjórnun,er stéttin verðlaunuð með því,að ekkert verði gert að koma á móts við þá í samningaviðræðum.Þetta sýnir það,sem jafnan að útgerðarmenn vilja fá allt fyrir ekkert.

Ingvi Rúnar Einarsson, 2.1.2011 kl. 20:40

4 Smámynd: Snorri Gestsson

Gleðilegt ár strákar, hélt þú værir hættur í þessu þrasi Grétar, hélt líka að löngu væri ljóst, að sjómenn í dag vilja ekki breytingar, annars væru þeir búnir að skipta um forystu, já annars ótrúlegt hvað menn festast í þessu starfi (atvinnuformennogforsetar), sjómannaafsláttur fýkur, engin blaðaviðtöl útaf því, ruggað veðböndum kvótans, Frikki lætur í sér heyra og þá mæta hinir líka, held þeir séu búnir að vera fulllengi á toppnum !  

Snorri Gestsson, 2.1.2011 kl. 20:56

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Formaður LÍÚ sagði eftir ráðstefnu þeirra í haust,að stór hluti kvótans hafa nú þegar farið frá stórútgerðum yfir á smábátaútgerðir.En hann minntist eðlilega ekkert á að stórútgerðirnar eru eigendur á ehf-félögunum,sem eiga smábátana.

Eins og kom fram í sumar að afskrifaðar voru 2,6 milljarðir á smábátaútgerðinu Nónu ehf,sem var eigu Skinney/þinganes,þar voru tvær trillur.Þá spyr maður hvernig gat litil smábátaútgerð skuldað slíka upphæð.Varla hefur sá kostnaður verið til kaupa kvóta fyrir trillurnar.Nei þarna er stofnað fyrirtæki til að fá lán til að kaupa kvóta.Sem sagt skuldirnar og kvótinn geymdur í ehf-félaginu,því að kvótinn þurfti að geymast á skipi,hvort sem það er lítið eða stórt,það skipti ekki öllu,heldur að það hefði veiðileyfi.Svona er sjálfsagt háttað hjá öðrum útgerðum.En alla vega má ætla að þetta sé ástæðan fyrir því,að kvótinn hefur flutst yfir á smábátaútgerðir.Gleymum ekki því að útgerðirnar skulda 600-700 milljarða.Þær verða óhuganlega afskriftirnar,þegar dæmin verða gerð upp.Þetta veit ríkisstjórnin,og þetta vita útgerðamenn.Þetta er þumalskrúfan sem herðir að fingrum ríkistjórnarinnar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 2.1.2011 kl. 23:13

6 identicon

Sæll Grétar, ég er nú búinn að vera aðili að FFSÍ í ein 13 ár og þar á meðal á meðan þú sast þar sem formaður og ekki man ég nú til þess að þú hafir verið til neinna stórræðra þar.

Eins þýðir ekkert að alhæfa að fiskverð hækki og þar með laun sjómanna ef allur

fiskur væri settur á markað.

Menn hljóta að gera sér grein fyrir því að framboð og eftirspurn ræður verðum og ef framboð er

of mikið þá lækkar verð.

Og eins varðandi flutning kvóta frá stórútgerðum til smábáta þá veit ég að þorskkvóti var tekinn

af fyrirtækinu sem ég starfa hjá og afhentur aflóga trillukörlum sem flestir voru búnir að selja kvótann sinn allavega einu sinni og sumir tvisvar, sömu kallar og sitja svo í 15 miljóna króna jeppunum sínum og væla hæst allra.

Theodor Haraldsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 11:36

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Theodór.Ég hef alltaf haldið því fram,að þegar leyft var að veðsetja kvóta,var andskotinn laus.

Það er víða maðkur í mysunni,í sambandi við fiskveiðistjórnuna,sem ber að uppræta.Því ætti hvert einasta útgerðarfyrirtæki,að fara í skoðun á rekstri,allt frá árinu 1993.Þá á ég við að eigendurnir,þar sem margir hafa viðhaft kennitöluflakk á árunum,og skilið eftir skuldir í þeim sem fóru á hausinn,þar með talin laun sjómanna,sem voru engan veginn rétt,sökum þess að sjómenn voru látnir taka þátt í kvótakaupum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2011 kl. 15:00

8 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk strákar það er þörf umræða að ræða málefni sjómanna og hagsmuni þeirra því sjómannasamtökin eru ekki að standa sig í því að verja hagsmuni sinna manna.

Grétar Mar Jónsson, 3.1.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband