Hitaveita Suðunesja

Það voru mikil mistök að mínu áliti þegar sveitarfélög á Suðurnesjum tóku þá ákvörðun að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja.  Þessi gjörningur hefur haft ýmsar afleiðingar fyrir íbúa Sandgerðisbæjar og mun hafa um ókomna framtíð.

Upphaf þessara mistaka var þegar fyrrverandi fjármálaráðherra Árni Mathiesen ákvað að selja 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og sveitarfélögin á Suðurnesjum tóku þá ákvörðun að kaupa ekki hlut ríkisins í hitaveitunni, sem þau hefðu að mínu mati átt að gera. Afleiðingar þessa er að í dag borga íbúar Sandgerðisbæjar hærra verð fyrir heita og kalda vatnið og fyrir rafmagnið. Ég tel að hagsmunum íbúa Sandgerðisbæjar hefði verið betur borgið ef bæjarfélagið hefði áfram átt sinn hlut í hitaveitunni sem í dag er rekið af einkaaðilum sem eðli málsins samkvæmt, hafa það eitt í huga að hámarka hagnað sinn.

Ég sagði fyrir fjórum árum að íbúar Sandgerðisbæjar myndu vera búnir að borga hagnaðinn af sölunni sem var ca. 2.5 milljarðar til baka á 10-15 árum með hærri þjónustugjöldum frá hitaveitunni og ég tel enn að svo verði.

Það sem er sorglegast við sölu bæjarfélagsins á sínum hluta í Hitaveitu Suðurnesja er að Sandgerðisbær fékk 2,4 milljarða fyrir sinn hlut sem virðast hafa gufað upp og ég spyr hvað varð um milljarðana?

Undirritaður veit að Fasteign ehf. fékk hluta af þessum pening að láni frá bæjarfélaginu til að byggja grunnskólann. Fasteign ehf. hefur að vísu greitt þetta lán til baka en það sem er umhugsunarvert er að bæjarfélagið láni félagi í eigin eigu, að hluta, peninga til að byggja skóla sem það þarf síðan að leigja af sama félagi.  Að teknu tilliti til fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á þeim tíma sem um ræðir hefði bæjarfélagið getað byggt skólann sjálft og átt hann skuldlausan í dag. Staðreyndin í dag er þannig að bæjarfélagið leigir grunnskólann sem það fjármagnið af félagi sem það á hlut í, sem trúlega er gjaldþrota.

Fyrrverandi meirihluti ber ábyrgð á þessum gjörningi og það þarf að kalla eftir því að þeir sem bera ábyrgðina axli hana. Einnig er nauðsynlegt að bæjarbúar fái að vita hvað varð um ca. 1.4 milljarða sem virðast vera horfnir.

Með bestu kveðju til íbúa Sandgerðisbæjar,
Grétar Mar Jónsson.

(Grein þess birtis á 245.is 25.02.2011)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Höfum við Sandgerðingar nokkurntíma kunnað að fara með peninga Grétar.

Sigurgeir Jónsson, 6.3.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband