Það þarf vilja!

Það má ekki gerast að Eva Joly hætti að sem ráðgjafi sérstaks saksóknara.

Hún hefur getu, þekkingu og vilja til að tryggja að þessi rannsókn verði gerð með þeim hætti að öll spil verði lögð á borðið. Það er eitt af því sem gefur möguleika á að sátt náist í þjóðfélaginu um að koma því á réttan kjöl.

Stjórnvöld þurfa að tryggja nægilegt fjármagn til að rannsóknin gagni hratt og vel fyrir sig.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Ein mikilvægasta rannsóknin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er ALVEG ÚTILOKAÐ fyrir íslensk stjórnvöld sem vilja halda einhverskonar andliti að losa sig við hana með því að svelta embættið út á gaddinn.

Alveg útilokað.

Það sér hver maður sem skoðar þetta...

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.6.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Grétar Mar. Það þýðir ekki að bera fyrir sig samdrátt og niðurskurð þegar kemur að rannsókn hrunsins. Að knýja fram réttlæti og mögulega sakfellingu á hendur þeim sem til þess hafa unnið er hluti að sáluhjálp landsmanna í þessari skelfingu.

Guðmundur St Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Já það má bara ekki gerast að peningar komi í veg fyrir að réttlætið nái fram að ganga. Ef það vantar pening má stoppa byggingu tónlistahússins. Þetta mál verður að hafa forgang.

Grétar Mar Jónsson, 11.6.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband