Við vorum sett að veði.

Samkvæmt orðum Indriða í þessari frétt var Íslenska þjóðin sett að veði í útrás víkinganna. Indriði telur ekki óeðlilegt að gegnið verði að veðum sem eru eignir þjóðarinnar svo fremi sem það stangist ekki á við stjórnarskrá.

Það þarf að aflétta leynd af Icesave samningunum þannig að þjóðin fái upplýsingar um það hvað henni er ætlað að borga og hvernig. Einnig er nauðsynlegt að fá það á hreint að hvaða eignum þjóðarinnar, Hollendingar og Bretar geta gegnið ef það verður samþykkt að ganga að þessum samningi.

Þjóðin er ríkið og ríkið er þjóðin.

Kveðja,
Grétar Mar

 


mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Það eru engar hömlur á því í Icesave samningnum á hvaða eignir íslenska ríkisins má ganga, aðrar en þær að það verður að vera leyfilegt skv. íslenskum lögum (kemur stjórnarskrá ekki við). Þetta er fyrir breskum rétti. Frumvarp Steingríms J. sem yrði að lögum, þarf þá að takmarka eignirnar sem ganga má að. Það verður áhugaverður listi, því að ella verður m.a. gengið að fiskinum í sjónum skv. samningnum.

Flettið upp orðinu „property“ (sem er í afarsamningnum) í  Ensk- íslenskri orðabók Örns & Örlygs. Þar sést nr. 4. „einkaréttur, lagalegur réttur: property in coastal waters“!

Steingrímur kveður þetta fráleita túlkun, en hálærðir lögfræðingar og fyrrverandi hæstaréttardómari eru öllu færari í lögum en hann og telja fráleitt að geta lesið nokkuð annað út úr skýrum afsalstexta.

Ljóst er að  réttarafsalið var með ólíkindum, bókstaflega enginn fyrirvari fyrir Ísland:

„Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér...

„... er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi

„... gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.“

 

Ívar Pálsson, 18.6.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband