Tortryggni

Það er nú ekki einkennilegt að þjóðin sé tortryggin þegar kemur að því að treysta ráðherrum landsins. Það var fyrir rúmu ári síðan að Ingibjörg og Geir sögðu þjóðinni að allt væri í himna lagi. Það yrði mjúk lending í efnahagsmálum og bankarnir væru traustir.

Nú ætlast Jóhanna og Steingrímur til þess að þjóðin treysti því að hagsmunir hennar hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar drög að samningi vegna Icesave reikningana var gerður. Jóhanna talar um að nýtt lögfræðiálit bendi eindregið til að rétt leið hafi verið valin.

Á Vísi.is segir Sigurður Líndal lagaprófessor að það sé óskiljanlegt af hverju ekki er búið að leggja það fyrir dómstóla hvort Íslendingar eigi að borga Icesave skuldirnar. Aðalatriðið sé að fá réttarstöðu þjóðarinnar gagnvart Bretum og Hollendingum á hreint áður en skuldirnar verði greiddar (Vísir.is).

Krafan hlýtur að vera sú að fyrst verði fundið út hvort þjóðin á að borga áður en samþykkt verður að hún borgi.

Kveðja,
Grétar Mar

 


mbl.is Tortryggni í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Er það nema von að fólk sé tortryggið.....   Hvað er með hana Jóhönnu er hún ekki með fulla fimm. ? Velkominn Grétar.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.6.2009 kl. 18:29

2 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sæl Sóldís. Já það er ekkert skrítið að við séum tortyggin og viljum fá að vita hvað við erum að skrifa upp á.  Velkomin sjálf..........

Grétar Mar Jónsson, 23.6.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband