Ice-slave

Það er með ólíkindum að Össur hafi stungið áliti Mischon de Reya undir stól.

Þetta álit gefur fullt tilefni til að draga það í efa að þjóðin sé skuldbundin til að binda sig í skuldaklafa til framtíðar.

Þetta varðar þjóðarhagsmuni en samt sá hæstvirtur Össur ekki ástæðu til að birta álitið.

Það hefur verið talað um að þau samningsdrög sem nú eru til umfjöllunar séu þess eðlis að þeir sem stóðu að því að gera þau fyrir hönd þjóðarinnar séu hænufeti frá landráði. það virðist sífellt vera að fjölgi í þeim hóp.

Össur sá ekki ástæðu til að birta þetta álit og væri gott að vita hvað liggur þar að baki. Hverra eða hvaða hagsmuni er verið að verja, okkar eða ESB? 

Mikið var rætt, í aðdragandi kosninga af núverandi stjórnarflokkum um opið stjórnkerfi og allt þyrfti að vera upp á borðinu þegar kæmi að því að huga að velferð og hagsmunum fólksins í landinu til að byggja upp nýtt Ísland sem byggði á opnu lýðræði.

Enn er allt við það sama, fólkið fær bara að sjá og vita það sem ráðamenn telja eða vilja að það fái að vita.
Fólkið sem ráðamenn tala síðan um sem menntað, duglegt og áræðið. Fólkið sem á að vinna að því að byggja upp nýtt Ísland.
Fólkið sem á bara að borga.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.

Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.

Þetta eru föðurlandssvik !

Við NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA um Icesave !

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Hvernig er með þessa blessuðu "bankaleynd". Skatturinn gat flett upp í öllum mínum bankaleyndum. Hversvegna er t.d. fjárhæðir sem tengjast tónlistarhúsinu ekki opinberaðar, er þetta ekki opinber samningur. Hvernig dirfast þeir að komast upp með svona leynilegar upplýsingar í jafn viðamiklum málum eins og endurreisn Ísland,, ja ég bara spyr ?

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 7.7.2009 kl. 11:04

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú liggja Danir í því.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 11:42

4 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Ég er sammála þér Loftur í því að það sé hægt að líta svo á að Össur sé hænufeti frá föðurlandssvikum og hann ætti alla vega að sjá sóma sinn í því að biðja þjóð sína afsökunar til að byrja með.

Já Jóhann ég hef verið að furða mig á þessum samning sem búið er að gera um Tónlistarhúsið sem við eigum ekki að fá að sjá samkvæmt samtali við Hæstvirtan menntamálaráðherra fyrir helgi. Þjóðinni virðist ekki koma við hvað hún er að borga. Hún á bara að borga þar til búið er að blóðmjólka hana.

Liggur ekki Össur i því Sigurjón og það illa.

Grétar Mar Jónsson, 7.7.2009 kl. 12:39

5 identicon

Ganga frá Ice-slave sem fyrst hlæjandi landinn er vanur kúgurum sínum og á ekki að vera skipta sér af sérrídrykkjuveröld landráðamanna er Össur að leyna.

Lúðvík (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 13:45

6 identicon

Sæll félagi.

Það gæti verið rökstuddur grunur um að það finnist einn til tveir óspilltir stjórnmálamenn ennþá á Íslandi. Vonandi finnast þeir. Þeir eru sennilega, því miður ekki starfandi á alþingi Íslendinga.

Stjórnmálamenn á Íslandi hafa komið ævarandi óorði á pólitík þessa guðsvolaða lands.

Ég er um það bil að senda mínum viðskiptabanka tilboð, sem hlóðar svo:

"Undirritaður gerir hér með ............ (nafn viðskiptabankanns) svohljóðandi tilboð í skuldir mínar við stofnunina: Ég er tilbúin að greiða ca 50% af skuldum  mínum  að því gefnu að bankinn afskrifi það sem út af stendur. Tilboð þetta stendur til kl. 12.00 mánudginn 20. júlí 2009. Komi ekki svar fyrir þann tíma lít ég svo á að þögn sé sama og samþykki".

Ragnar Marinósson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Flott hugmynd félagi og þú er alveg örugglega ekki sá eini sem ert að hugsa um að gera þetta. Legg einnig til að þú sendir fréttatilkynnngu um tilboðið til fjölmiðla.

Grétar Mar Jónsson, 8.7.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband