Varðhundar sægreifanna funda

Á bb.is er í dag fréttatilkynning frá sambandi ungra sjálfstæðismanna sem boða til fundar um sjávarútvegsmál í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 25. september 2009.

 

Það sem vekur furðu er að framsögumenn á þessum fundi eru aðal varðhundar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Menn sem búsetu sinnar vegna hafa horft á byggðirnar lagðar í rúst vegna núverandi kerfis. Þeir ætla samt að reyna enn og aftur að sannfæra sjálfan sig og nú unga sjálfstæðimenn um að þetta sé besta kerfi sem fundið hefur verið upp.

 

Kerfið hefur ekki bara lagt sjávarbyggðir á vestfjörðum í rúst heldur hefur það einnig rústað efnahagskerfi landsins.  

 

Almenningur á vestfjörðum hefur horft á eftir sægreifunum yfirgefa byggðirnar í rjúkandi rúst. Þeir hafa selt þann kvóta sem þeir fengu vegna dugnaðar þess fólks sem vann fyrir þá, til sjós og lands. Sumir þeirra hafa friðað samvisku sína með því að gefa kvótalausum byggðarlögum einn og einn gamlan snjósleða eða tekið 1.000.000 upp úr töskunni til að sýna samfélagslega ábyrgð eða friða slæma samvisku.

 

Halldór Halldórs ætti að vita manna best hvaða áhrif fiskveiðistjórnunarkerfið hefur haft fyrir fjárhagsstöðu Ísafjarðarbæjar eða ætlar hann einn og óstuddur að taka á sig slæma stöðu bæjarfélagsins.

 

Einari Guðfinnssyni ætti að nægja að fá sér bryggjurúnt í sinni heimabyggð til að sjá afleiðingar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis og Teitur Björn Einarsson ætti að gera hið sama.

 

Þessu kerfi fylgja mannréttindabrot, vilja menn virkilega vera mannréttindaníðingar áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Það eina sem mun heyrast á þessum fundi er: "Halleljúja, guð blessi kvótakerfið". Svo svarar salurinn: "Húrra, húrra, húrra, húrrrraaa"

Þórður Már Jónsson, 24.9.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Við ættum að fjölmenna á fundinn og gera hróp að þessu liði !

Níels A. Ársælsson., 25.9.2009 kl. 08:16

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú hefðir nú átt fullt erindi Grétar, á þennan fund. En auðvitað kæra þeir sig ekki um skoðanir þínar.

Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband