Pólitísku trúðarnir í Frammsókn

Það kom á daginn það sem allir vissu að pólitísku trúðarnir í Farmsókn urðu sér til skammar og að atlægi á alþjóðavettvangi með því að telja sjálfum sér og  þjóðinni trú um það væri hægt að fá lán hjá Norðmönnum án þess að það væri tengt deilu okkar við Breta og Hollendinga.

Þeir gerðu ekki aðeins sjálfa sig að fíflum heldur vöktu þeir upp von hjá þjóðinni um að hægt væri að fá lán hjá frændum okkar án þess að það yrði tengt AGS. Þeir fóru fram með lýðskrumi.

Forsætisráðherra Norðmanna Jens Stoltenberg var búin að lýsa því yfir fyrr á árinu að Norðmenn myndu ekki lána okkur pening nema í tengslum við AGS. Þessir ágætu framsóknarmenn töldu að hægt væri að fá lán vegna loforðs eins þingmanns úr systurflokk þeirra úr norska bændaflokknum. Þannig gerast bara ekki kaupin á eyrinni, því er nú ver.

Þeir eru með þessu að reyna að slá pólitískar keilur sem veldur því einu að skapa meiri óróa og deilur og vekja á sér athygli nú þegar við þurfum að fara að komast af standstað sem við erum búin að vera á í heilt ár.

Það sem þarf er samstaða og að menn horfi á það sem raunverulega er að gerast. Pólitískar keilur geta menn leift sér að slá í venjulegu árferði en í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu er það arfavitlaust.

Pólitísku trúðarnir í Framsókn eiga að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á þessu bulli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grétar,,, Þessir guttar hljóta að vera að hætta í pólutík..Held að þetta mál þurfi að rannsakast sem landráð ?

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:45

2 identicon

ætli þessir snillingar hafi leitt hugan að afhverju Norðmenn virðast hafa allar hirslur fullar fjár....það skildi þó varla vera að norska ríkið hagnist á að hafa ekki gefið auðlindirnar sínar-annað en fíflin hér. 

zappa (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:07

3 identicon

Vel mælt og hverju orði sannara!

Palli (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:14

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Og  svo kóróna þeir delluna með því að  taka með sér tvo fyrrum vinnumenn útrásarvíkinga, - vogunarsjóðs sérfræðinga í tengslum við gamla  Landsbankann. Er hægt að ganga lengra í  þjóðhættulegum vitleysisgangi?

Eiður Svanberg Guðnason, 10.10.2009 kl. 21:10

5 identicon

Kem nú ekki auga á glæpinn sem þeir eiga að hafa framið.

En Stoltenberg sagði NEI og þess vegna getum við verið kátir á ný, Íslendingar.

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:17

6 identicon

Burtséð frá efni pistilsins: hvað í ósköpunum merkir það að "slá pólitískar keilur"? Þetta er eitthvert líkingamál sem ég skil ekki og hef ekki heyrt frá öðrum en pólitíkusum. Ég bið þig því að svala forvitni minni. Af hverju er það dregið að slá keilur og hvernig kemst það inn í stjórnmálaumræðuna?

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:00

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Svara Grétar ,,, svara ... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.10.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband