1.5.2010 | 12:02
Í tilefni af 1. maí baráttudegi verkalýðsins.
Kvótahafar hafa í gegnum tíðina komist upp með það að leigja frá sér veiðiheimildir til þeirra sem hafa ekki heimildir. Með því hefur orðið til leiguliðakerfi í sjávarútveg sem ég ásamt fleirum hafa barist gegn.
Þegar núverandi sjávarvegsráðherra ákvað að gera breytingar á skötuselsveðum með þeim hætti að leigja beint frá ríkinu heimildir þá vakti það von hjá mörgum sem töldu að nú yrði eitthvað gert til að brjóta upp arfavitlaust kerfi. Menn sáu möguleika á að gera út án þess að vera háðir því að leigja gjafa kvóta frá útgerðarmönnum.
Það hefur mikið gegnið á við að koma lögum um skötuselsveiðar í gegnum þingið. Grátkór sægreifanna hélt því fram að verið væri að gera aðför að þeim og taka af þeim eitthvað sem þeir þó áttu aldrei.
Nú eftir mikla baráttu er búið að úthluta skötuselskvóta og viti menn allt sægreifastóðið sækir um kvóta. Þeir sem hafa verið að leigja frá sér kvóta fyrir 330 kr. kílóið fá nú eins og þeir sem engan kvóta eiga að leigja úr þessum potti á 120 kr. kílóið.
Það er hægt að færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé að gæta jafnræðist í þessu sem og örðu. En þá verður að vera jafnræði á öllum sviðum í kvótakerfinu.
Það vekur furða að eftir öll þau læti sem verið hafa í kringum þessar breytingar á kerfinu varðandi skötusel. makríl og strandveiðar að það er aðeins verið að tala um 2% af heildar úthlutun veiðiheimilda sem eru ca. 400 þúsund þorskígildi. Af þessum 2% munu sægreifarnir nýta 60-70% en nýliðar, kvótalitlir og kvótalausir munu koma til með að nýta 30% af þessum 2%.
Það má einnig geta þess að sægreifarnir fengu allan makríl kvótann til sín án þess að borga krónu fyrir og engin annar kemur til með að geta nýtt þau fáu þúsund tonn sem sett voru til hliðar fyrir kvótalausa eða þá sem ekki höfðu svokallaða veiðireynslu. Ástæðan er sú að til að geta stundað makrílveiðar þarf að vera til staðar meðafli í síld.
Þetta er brandari. Það er búið að gefa fólki vonir um breytingar með skötusel strandveiðum og makríl. En breytingarnar eru ekki að skila neinu. Öll loforðin hafa ýtt undir væntingar um að menn gætu aflað tekna fyrir sig og sína .Það verður ekki raunin með þessu fyrirkomulagi. Það er hægt að breyta þessu með breytingum á reglugerðum. Til dæmis að banna þeim sem hafa leigt frá sér kvóta að leigja til sín kvóta og ég mælist til að svo verði gert.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að skoða úthlutina er það hægt hér .
Ég sendi ykkur öllum baráttukveðjur.
Þegar núverandi sjávarvegsráðherra ákvað að gera breytingar á skötuselsveðum með þeim hætti að leigja beint frá ríkinu heimildir þá vakti það von hjá mörgum sem töldu að nú yrði eitthvað gert til að brjóta upp arfavitlaust kerfi. Menn sáu möguleika á að gera út án þess að vera háðir því að leigja gjafa kvóta frá útgerðarmönnum.
Það hefur mikið gegnið á við að koma lögum um skötuselsveiðar í gegnum þingið. Grátkór sægreifanna hélt því fram að verið væri að gera aðför að þeim og taka af þeim eitthvað sem þeir þó áttu aldrei.
Nú eftir mikla baráttu er búið að úthluta skötuselskvóta og viti menn allt sægreifastóðið sækir um kvóta. Þeir sem hafa verið að leigja frá sér kvóta fyrir 330 kr. kílóið fá nú eins og þeir sem engan kvóta eiga að leigja úr þessum potti á 120 kr. kílóið.
Það er hægt að færa rök fyrir því að nauðsynlegt sé að gæta jafnræðist í þessu sem og örðu. En þá verður að vera jafnræði á öllum sviðum í kvótakerfinu.
Það vekur furða að eftir öll þau læti sem verið hafa í kringum þessar breytingar á kerfinu varðandi skötusel. makríl og strandveiðar að það er aðeins verið að tala um 2% af heildar úthlutun veiðiheimilda sem eru ca. 400 þúsund þorskígildi. Af þessum 2% munu sægreifarnir nýta 60-70% en nýliðar, kvótalitlir og kvótalausir munu koma til með að nýta 30% af þessum 2%.
Það má einnig geta þess að sægreifarnir fengu allan makríl kvótann til sín án þess að borga krónu fyrir og engin annar kemur til með að geta nýtt þau fáu þúsund tonn sem sett voru til hliðar fyrir kvótalausa eða þá sem ekki höfðu svokallaða veiðireynslu. Ástæðan er sú að til að geta stundað makrílveiðar þarf að vera til staðar meðafli í síld.
Þetta er brandari. Það er búið að gefa fólki vonir um breytingar með skötusel strandveiðum og makríl. En breytingarnar eru ekki að skila neinu. Öll loforðin hafa ýtt undir væntingar um að menn gætu aflað tekna fyrir sig og sína .Það verður ekki raunin með þessu fyrirkomulagi. Það er hægt að breyta þessu með breytingum á reglugerðum. Til dæmis að banna þeim sem hafa leigt frá sér kvóta að leigja til sín kvóta og ég mælist til að svo verði gert.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að skoða úthlutina er það hægt hér .
Ég sendi ykkur öllum baráttukveðjur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Grétar.Enn og aftur kemur að því,sem ég óttaðist mest er fyrirfram úthlutaðum kvóta,þar sem öllum er heimilt að sækja um kvóta.Er að þeir sem þegar hafa veiðiheimildir mundu sækja um og drýgja sinn hluta.
Ég er enn á því,að allir greiði leiguverð til ríkisins af lönduðum afla,og yrði leiguverðið tekið af söluverði á fiskmarkaði.
Það geta t.d. orðið vandræði hjá grásleppukörlum.Þeir sækja ekki um fyrirfram kvóta,enda hafa þeir enga vissu að skötuselur gangi í netin á þessu vori,þó það hafi skeð í fyrra.Þeir gæti farið óvæntan afla inn á markað og greitt leiguverð við sölu.
Þeir sem eru handhafar veiðiheimildir eiga hafa eigi minna en 95% veiðiskyldu.
Ingvi Rúnar Einarsson, 2.5.2010 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.