29.9.2010 | 09:40
Landeyjahöfn
Þessi grein var birt í Eyjafréttum á "góðum" stað þegar Landeyjahöfn var vígð. Við undirritaðir vorum kallaðir svarsýnismenn og að höfnin væri hönnuð af okkar færustu sérfræðingum.
Landeyjahöfn
Það er full ástæða til að óska íbúum Vestamannaeyja og öðrum landsmönnum til hamingju með að búið er að opna Landeyjahöfn. Þetta er mikil samgöngubót fyrir íbúa Vestmannaeyja sem gæti gefið mikla möguleika þegar til framtíðar er litið. Höfnin mun geta leitt til eflingar í ferðamannaiðnaði í eyjunum. Samstarf sveitarfélaga á svæðinu gæti aukist á öllum sviðum hvað varðar mennta-, heilbrigðis-, og atvinnumálum.
En það gæti verið galli á gjöf Njarðar sem við reyndir skipstjórnarmenn höfum haft og höfum enn miklar áhyggjur af og það er að ekki verði hægt að nota Landeyjahöfn fyrir Herjólf þegar tíðarfar er slæmt.
Það er rif 300 metra fyrir utan innsiglinguna sem brýtur á í 4. metra ölduhæð og oft getur brotið á þessu rifi þegar vindur er að ganga í norðan og norðaustan áttir. Við höfum talið að varnagarðarnir hefðu þurft að ná út fyrir rifið til að koma í veg fyrir grunnbrot. Þessa skoðun byggjum við á reynslu okkar sem skipstjórnarmenn úr Sandgerði og Grindavík þar sem oft brýtur undir norðanáttum og þá getur verið varhugavert að sigla á grunnsvæðum með suðurströndinni.
Vegna þessa teljum við að það sé nauðsynlegt að Þorlákshöfn verði varahöfn fyrir siglingar Herjólfs, í að minnsta kosti eitt ár, þar til ljóst verður hvernig samgöngur ganga til Landeyjahafnar.
Grétar Mar Jónsson, skipstjóri Sandgerði.
Ólafur Sigurðsson, skipstjóri Grindavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.