Aðgerðir strax

Það eru hörmuleg vinnubrögð að Landsbankinn skuli fella niður skuldir af útgerðum á sama tíma og ekkert er hægt að gera fyrir fólkið í landinu. Í gær var fjallað um það í Kastljósi að bankinn hafi fellt niður 2.6  milljarða skuld af smábátaútgerð sem er í eigu Skinney-Þinganes. Útgerðar sem á sínum tíma fékk gjafakvóta frá ráðherra sem jafnframt var hluthafi í fyrirtækinu.  

Fjölskyldurnar í landinu eru að missa heimili sín og ekkert virðist vera hægt að gera fyrir þær. Stjórnin sem nú er við völd og kallar sig velferðarstjórn situr með hendur í skauti og horfir upp á gjaldþrot heimila fjölga frá degi til dags án þess að bregðast við með.  Þessu verður að linna.

Frjálslyndi flokkurinn lagði til fyrir síðustu þingkosningar að vísitöluhækkun lána yrði ekki hærri en 5% á ári og það sem væri fram yfir það færi inn á biðreikning og yrði afskrifað ef greiðslugeta yrði ekki fyrir hendi hjá fjölskyldunum í landinu.

Það verður að verja heimilin í landinu með einum eða öðrum hætti og það verður að gerast strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Lagði ekki Framsókn til 20% lækkun, Tryggvi 20 eða 30%, vildi ekki einhver spóla til baka til ársins 2008 o.s.frv.? Hefði þetta bjargað einhverju?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.10.2010 kl. 19:40

2 identicon

Tókstu eftir því að Eyjablaðið (hið nýja) birti ekki stafkrók um þetta mál? 

Manni (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband