Er mesti glæpur íslandssögunnar í uppsiglingu?

Nú er í uppsiglingu mesti glæpur íslandssögunnar gagnvart almenningi í landinu. Ríkistjórnin virðist ætla að láta undan þrýstingi frá LÍÚ klíkunni og festa í sessi til fimmtán ára núverandi kvótakerfi.

 

Ríkisstjórn Íslands hefur að því virðist látið undan þrýstingi frá LÍÚ því nú hefur verið afráðið að fara hina svokölluðu pottaleið. Þetta þýðir að áfram verður brotin mannréttindi á almenningi í landinu.

 

Vanþekking stjórnmálamanna á fiskveiðistjórnunarkerfinu er algjört ef þeir telja að pottaleiðin frí stjórnvöld af því að brjóta mannréttindi. Þeir verða að átta sig á því að það eru núverandi handhafar kvótans sem nýta og koma til með að nýta bróðurpartinn af pottunum. Þeir gera það nú þegar úr pottum sem áttu að auka frelsi og nýliðun í greininni.  Þeir nota og nýta bróðurpartinn  af þeim veiðiheimildum sem eru í pottum tengdum línuívilnun, byggðarkvóta, rækjukvóta, strandveiðikvóta og skötuselskvóta.

 

Það var slæmt að setja gjafakvótann á 1984. Það var mjög slæmt að það voru vinstri menn settu á frjálsa framsalið sem tók gildi 1991. En þessi gjörningur er verri af því leiti að þessi lög eiga að gilda til 15-20 ára. Því á nú að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni og leiða til áfram haldandi mannréttindabrota.  

 

Þetta er versta slys íslandssögunnar í lagagerð ef af verður. Hafa einhvern tíma verið ástæða til að grípa til vopna hér á landi þá er það núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tel að hver sú Ríkisstjórn, ráðherra eða þingmaður sem samþykkir að Stjórnarskrá Íslands sé brotin, á að sæta ábyrgð gjörða sinna og einnig að missa öll áunnin réttindi til launa frá ríkinu.

Héllt satt að segja að þetta væri skýlaust, og hvet ég alla sem eru sama sinnis að krefjast þess að þetta fólk verði látið sæta ábyrgð gjörða sinna

Það finnst gott um pláss á AUSTURVELLI.

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 08:18

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kvótakerfið staðfestir að Íslandi er stjórnað af glæpagengi. Það þarf að fara að gefa þessum glæpasamtökum eitthvað nafn...

Óskar Arnórsson, 29.4.2011 kl. 10:05

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Óskar; þau hafa nafnið LÍÚ.

Þórður Már Jónsson, 30.4.2011 kl. 11:03

4 identicon

Hvað ert þú að rífa þig Grétar. Er ekki Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður þinn og verndari í gegnum árin einn helsti höfundur þessa frumvarps? Er hann ekki búinn að vera að vinna þetta með Jóni Bjarnasyni? Svo kemur þú æpandi um að þetta sé mesti glæpur Íslandssögunnar og hvetur til ofbeldis og beitingar á skotvopnum. Er þetta trúverðugt? Nei.

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 11:44

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það stefnir allt í að þetta ástand á Íslandi þróist út í vopnuð átök. Svo er helst að heyra á fólki í dag. Þessi kvótageggjun og glæpamennska á fólki í embættismannakerfinu á svona stórkostlegu plani getur bara endað á einn veg...

Óskar Arnórsson, 30.4.2011 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband