Tilboð í aflaheimildir frá Samtökum íslenskra fiskimanna.

Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) afhentu Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra tilboð samtakana um leigu á aflaheimildum frá ríkinu föstudaginn 11.nóvember 2011.

 

Í tilboðinu kom fram að SÍF óskar eftir að leigja af ríkinu 10.000 tonn af þorski og borga 100 kr. í leigu fyrir hver kíló, 5. 000 tonn af ýsu og borgar 75 kr. í leigu fyrir hvert kíló og 5.000 tonn af ufsa og borga í leigu 50 kr. fyrir hvert kíló.

 

Samtals myndi þetta leiða til þess að ríkið fengi 1.6 milljarð í leigutekjur á ári fyrir þessar aflaheimildir. Fyrir þessa upphæð væri m.a. hægt að koma í veg fyrir lokun líknadeilda og frekari niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Ef allar veiðiheimildir í þorski, ýsu og ufsa væru leigðar út fyrir sömu upphæð á hvert kíló gæti það skilað ríkinu um 25 milljörðum í ríkiskassann.

 

Nú bíða samtökin eftir svari frá stjórnvöldum varðandi tilboðið og þá kemur í ljós hvort það eru heildahagsmunir sem skipta stjórnvöld máli eða það að verja sérhagsmuni fárra.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Grétar. Nú fáum við að sjá heilindi þessarar ríkisstjórnar. Samfylkingin var kosin út á þessi loforð, og kemst ekki með nokkru móti hjá því að grípa þetta gullvæga tækifæri, til að standa við sín loforð.

Þið hetjur hafsins og allir aðrir sem stóðu að þessu þjóðþrifaverki eigið heiður og þakkir skildar fyrir

Við þurfum ekki Kínverja á fjöllum, heldur fleiri Íslendinga á sjóinn. Ætli hann Össur blessaður viti af þessari einföldu lausn á stóra atvinnuvandanum á Íslandinu hans og okkar allra?  Handan hafsins er grasið ekkert grænna en við fjöruborðið á Íslandi. Þetta vita allir sem vilja vita, jafnvel Össur og co.

Nú duga engin órökstudd undanbrögð Samfylkingar og hluta VG-manna, heldur fjölbreyttari og betri aflabrögð fleiri Íslendinga, og þótt fyrr hefði verið!!! Ekki vill þetta fólk í stjórninni bera ábyrgð á meiru óþörfu hungri og atvinnuleysi og landflótta landa sinna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2011 kl. 15:27

2 identicon

Vonandi tekst að brjóta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi upp og auka handfæra veiðar stórlega og efla þannig atvinnuástand á landsbyggðinni.Strandveiðarnar gefa landsmönnum vonir um að tækifærin séu handan við hornið.LÍÚ mafíuna þarf að knésetja,hún er orðin of ríkjandi í þessu þjóðfélagi og miðað við auglýsingar þeirra þegar á að hreyfa við umræðum opinberlega við kvótakerfinu þá er útgerðin ekki eins mikið á hausnum og þeir vilja meina. Sem betur fer hlusta fáir á bullið í þeim og margir hlæja að þessum skrípaleik útgerðarmanna.Þjóðin sér í gegnum blekkingu elítunnar.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband