Rannsóknarnefnd um brot á lögum um stjórn fiskveiða.

Nú nýlega lögðum við Guðjón Arnar Kristjánsson fram frumvarp til laga um að sett verði á fót rannsóknarnefnd á vegum Alþingis er fari ofan í saumana á meintum lagabrotum, laganna um stjórn fiskveiða hér landi. Við teljum það mjög mikilvægt og löngu tímabært að nefnd á vegum þingsins leiti upplýsinga um þá annmarka sem til staðar eru, með það að markmiði að betrumbæta aðferðir til framtíðar við fiskveiðar hér á landi.Má í því sambandi nefna að úttekt í Kompásþætti í sjónvarpi í mai 2007 dró fram dökka mynd af ástandi mála, m.a. meinta löndun framhjá vigt og fleira. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram.Allt frá því að svokallað kvótakerfi var tekið upp í íslenskum sjávarútvegi hafa komið fram alvarlegar ásakanir um að reglum þess hafi ekki verið réttilega fylgt .Um fátt hefur verið meira deilt í þjóðfélaginu á liðnum árum en íslenska kvótakerfið. Vegna þeirra takmarkana sem kvótakerfið setur hefur því verið haldið fram að útgerðarmenn og sjómenn hafi sniðgengið reglurnar til að auka möguleika til tekjuöflunar og betri afkomu. Ekki aðeins hefur því verið haldið fram að þeir sem stunda fiskveiðar hafi gerst sekir um slíka hegðun heldur einnig þeir sem fylgjast eiga með að reglunum sé eða hafi verið fylgt. Nefna má í þessu sambandi ásakanir um brottkast á fiski, löndun fram hjá vigt, rangar nýtingarprufur, rangar upplýsingar um tegundir, misnotkun á leyfi til heimavigtunar, ranga úrtaksvigtun og annað.
    Sumir hafa ekki viljað gera mikið úr sögusögnum um þess háttar brot á kvótareglum. Hafrannsóknastofnunin hefur til að mynda látið hafa eftir sér að lítið sé um brottkast á fiski og ekki fallist á staðhæfingar sumra sjómanna um annað. Flytjendur telja að mat Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand fiskstofna geti ekki talist áreiðanlegt nema leitt verði í ljós hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér.“
 Nefndinni er einungis ætlað að safna upplýsingum um stöðu mála, og skal hún skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og skila þinginu niðurstöðum.

Von okkar er sú að stuðningur við þetta mál geti orðið víðtækur því brýna nauðsyn ber til að hefjast handa við þetta verkefni nú þegar.

 

Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.

(greinin birtist í Suðurglugganum)  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband