22.2.2009 | 16:43
Við þurfum að verja grunnþjónustu samfélagsins.
Núverandi stjórnvöld munu þurfa að huga að því í tíma hvar og hvernig verður skorið niður þannig að standa megi sem mest vörð um grunnþjónustuþætti í heilbrigðis, mennta og félagskerfi.
Við í Frjálslynda flokknum höfum lengi lagt það til að skorið verði niður í utanríkisþjónustunni, og teljum að nú þegar, skuli þar hafist handa.Jafnframt þarf að koma hjólum atvinnulífs í gang til dæmis með skipulagsbreytingum í sjávarútvegi, þannig að tekjuinnkoma hins opinbera sé fyrir hendi.
Frelsi til veiða með handfæri eins og við höfum lagt til er eitt skref í átt að þeim skipulagsbreytingum.
Það er ljóst að við þurfum að tryggja rekstur bráðasjúkrahúsa í landsfjórðungum, og heilsugæslu á landinu öllu. Þar gildir að viðhafa faglegar forsendur mála um grunnþjónustu á landinu öllu.
Það er einnig ljóst að við þurfum að standa vörð um grunnskólanna og félagsþjónustuþætti sveitarfélaga. Sama máli gegnir um almannaþjónustu eins og toll og löggæslu.
Mikilvægt er að niðurskurðarhníf verði ekki beitt með handahófskenndum aðgerðum heldur lagt í vinnu við að samræma aðgerðir með heildaryfirsýn yfir alla þætti. Samvinnna og samráð við aðila í almannaþjónustu er grundvöllur sátta um aðgerðir.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
grein birt í Mbl.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.