18.4.2009 | 17:38
Skoðannakönnun í norðversturkjördæmi
Guðjón Arnar næði kjöri
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, nær kjöri á þing gangi ný skoðanakönnun í norðvesturkjördæmi eftir. Allar skoðanakannanir til þessa hafa sýnt að flokkurinn detti út af þingi en samkvæmt könnun sem gerð var í kjördæmi formannsins fyrir flokkinn mælist Frjálslyndi flokkurinn með 9,3 prósent atkvæða. Það dugar langleiðina til að koma að kjördæmakjörnum þingmanni.
Gallup gerði könnunina fyrir Frjálslynda flokkinn. Guðjón Arnar sagði frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar í þættinum Kosningagrillið á Útvarpi Sögu í dag. Hann rifjaði upp að fyrir síðustu kosningar hefði flokkurinn aldrei mælst með meira en um tíu prósenta fylgi í norðvesturkjördæminu en fengið sýnu meira fylgi og tvo menn á þing í kjördæminu.
Frétt af DV.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.