Kosningaskrifstofur okkar í Suðurkjördæmi

Mikið líf hefur verið á kosningaskrifstofum okkar undanfarna dag.

Félagsmenn í Grindavík eru mjög sáttir við aðsóknina og telja að um helmingur bæjarbúa hafi þegar komið í heimsókn.

Í Vestmannaeyjum var mikið um að vera í gær. Um miðjan dag var boðið upp á vöfflur og kaffi og síðan var haldin kvöldvaka þar sem var spilað og sungið af hjartans list fram eftir kvöldi. Að sögn Georgs Eiðs var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu.

Í Keflavík var opið fram eftir kvöldi, í gær laugardag og var margt um manninn. Þar er opið alla daga frá 10-22 og boðið upp á kaffi og spjall.

Kosningaskrifstofa okkar á Selfossi er einnig opin daglega og í komandi viku verður hinn eini sanni Sægreifi staðarhaldari þar. Aldrei að vita nema hann bjóði upp á sína heimsfrægu humarsúpu.

Félagsmenn á Höfn hafa einnig opnað kosningaskrifstofu og munum við Georg Eiður fara þangað í heimsókn í vikunni.

Ég vil þakka öllum þeim félagsmönnum Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi kærlega fyrir þeirra framlag í aðdraganda þessara kosninga og veit að þeir munu ekki liggja á liði sínu, nú þegar minna en vika er til kosninga.

Baráttukveðjur,
Grétar Mar Jónsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband