21.4.2009 | 07:32
Samfylkingin og kosningaloforðin
Er hægt að treyst Samfylkingunni nú korteri fyrir kosningar?
Samfylkingin seldi stefnu flokksins um Evrópusambands aðild eftir síðustu Alþingis kosningar fyrir nokkra ráðherrastóla. Þeim þótti það í lagi þá, þrátt fyrir að þeir segi nú að það hafi verið mistök. Nú segjast þeir ekki vera tilbúnir að selja þá stefnu og eru tilbúnir að sögn Björgvins fyrrverandi Bankamálaráðherra að vera utan ríkisstjórnar í stað þess að selja þá stefnu flokksins aftur fyrir ráðherrastóla.
Samfylkingin seldi ekki bara Evrópusambands stefnu flokksins til að fara í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum. Þeir voru líka tilbúnir að slá af stefnu sinni í velferðarmálum og gáfu Sjálfstæðismönnum frítt spil í því að einkavæða heilbrigðiskerfið. Kerfi sem á að tryggja öllum þegnum landsins sama rétt til þjónustu. Nú segjast þeir ætla að standa vörð um velferðarkerfið og hag fjölskyldnanna í landinu. Það er vert að kjósendur spyrja sig að því fyrir hvað marga ráðherrastóla Samfylkingin er tilbúin að slá af þeirri kröfu, ef þeim stæði til boða að vera í ríkisstjórn eftir þessar kosningar.
Fulltrúum Samfylkingarinnar á Alþingi virtist vera umhugað um að gera breytingar á Stjórnarskránni með þeim hætti að hún tæki af allan vafa um að auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar. Hún er samt ekki tilbúin að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi strax, heldur á það að gerast á 10 árum sem þýðir að þeir er tilbúnir að brjóta mannréttindi á þegnum landsins í 10 ár í viðbóta.
Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei selt og mun ekki selja stefnu sína hvort heldur það er stefna okkar í auðlindamálum þjóðarinar né önnur þau stefnumál sem við vitum að eru til þess fallin að standa vörð um velferð og mannréttindi fólksins í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.