Spilling og mútur

Enn er að koma undan teppinu hverjir hafa í raun stjórnað landinu undanfarin ár. Í frétt á Vísir.is í dag kemur fram að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group hafa greitt um 2 milljónir til einstakra frambjóðenda sem þeir hafa notað í prófkjörsbaráttu sinni.

Prófkjör eiga að vera lýðræðislegt form og flokksmenn eiga að geta haft áhirf á það hverjir eru í forsvari fyrir þá á Alþingi. Nú virðist það vera svo að stórfyrirtæki hafi ekki bara keypt velvild flokkanna heldur hafa þeir líka keypt sér velvild einstakra frambjóðenda þeirra.

Það hlýtur að vera krafa kjósenda að fá að vita hverjir voru keyptir.

Nýtt Ísland sem byggir á lýðveldi og jöfnum rétt allra þegna kallar á að öll fjármál stjórnmálaflokkanna séu upp á borðinu og það á einnig að gilda um framlög tengd prófkjörum einstaklinga innan flokkanna.

Fjármál Frjálslynda flokksins hafa alltaf verið upp á borði og okkur hefur hvorki verið mútað né við keyptir til að tryggja sérhagsmuni einstaka fyrirtækja né einstaklinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband