Lýðræðið og framtíðin

Í október 2008 hrundi bankakerfið á Íslandi og eftir þann atburð hafa verið uppi háværar kröfur frá almenningi um að nýtt lýðveldi verði stofnað.
Það lýðræðis fyrirkomulag sem hefur verið við lýði virðist ekki hafa verið til þess fallið að tryggja hag almennings í landinu. Kerfið hefur stuðlað að því að  sérhagsmunarhópar hafa geta komið ári sinni þannig fyrir borð að þeirra hagsmunir hafa verið hafðir að leiðarljósi. 


Þingið á að fara  völd fólksins á milli kosninga og tryggja að hagur alls almennings sé hafður að leiðarljósi. Völd virðast hafa skipt stjórnmálamenn eða flokka þeirra meira máli en að ná fram þeim stefnumálum sem fólkið í flokkunum hefur tekið þátt í að semja, til dæmis á flokksþingum þeirra.


Sem dæmi þá seldi Samfylkingin samþykkt síns eigin flokksþings um aðild að Evrópusambandinu fyrir ráðherrastóla eftir síðustu kosningar.

Sama er upp á tengingunum nú þegar Vinstri Grænir eru komnir í stjórn. Öll fallegu loforðin eru horfin og þeir hafa meira að segja selt umhverfistefnu flokksins sem hefur verið þeirra helsta stefnumál. Eftir að Steingrímur J. Sigfússon komst í ráðherrastól er hann hættur að láta eins og byltingaforingi. Hann er orðin ljúfur og góður pólitíkus, brosandi út að eyrum, til í að selja allt.

Það virðist því vera svo að það sé ekki markmið stjórnmálaflokka að standa vörð um eigin stefnumál sem samþykkt eru á flokksþingum þeirra, heldur hitt að komast til valda.

Það vita allir eftir atburði síðustu mánuðum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa haft það eitt að markmiði með setu sinni á Alþingi að selja flokksgæðingum eignir ríkisins fyrir lítinn pening til að tryggja sér og sínum völd. Þessir flokkar hafa einnig staðið dyggan vörð um hið spillta fiskveiðistjórnunarkerfi sem talið er vera grunnur þess að bankakerfið hrundi.

Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei selt sín stefnumál hvorki fyrir völd né peninga.

Við munum áfram berjast fyrir því að mannréttindi séu ekki brotin hér á landi.

Við höfum atvinnustefnu sem byggir á því að nýta þá þekkingu sem er til staðar í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og á þeirri þekkingu viljum við tryggja tækifæri til nýsköpunar.

Við bjóðum ekki upp á neinar töfralausnir heldur raunhæfa kosti í atvinnumálum landsmanna.

Setjum X við F


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband