Vinstri Grænir og sjálfbær nýting auðlinda

Forsenda blómlegs atvinnulífs, góðs velferðakerfis og góðrar menntunar fyrir alla, óháð efnahag, er að það komi peningar í kassa ríkis og sveitarfélaga.  

Peningar þessir verða til fyrir tilstuðlan þess að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til atvinnusköpunar. Vinstri Grænir viðast ekki alveg átta sig á þessari staðreynd og kemur það berlega í ljós þegar núverandi Umhverfisráðherra leggst gegn leit og nýtingu á olíu, ef hún finnst á Drekasvæðinu.

Umhverfisráðherra talar um sjálfbæra nýtingu en virðist ekki alveg vera með það á hreinu hvað það þýðir í raun eða er viljandi að nota þá stefnu gegn sinni eigin þjóð.

Sjálfbær nýting náttúruauðlinda þýðir að þjóðir mega og eiga að nota þær auðlindir sem þær eiga með þeim hætti að nýtingin skerði ekki möguleika komandi kynslóða til að geta lifað af auðlindunum.

Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að olía sé þannig auðlind að hún endurnýjist ekki þegar á hana er gegnið. En á hitt ber að líta að forsenda þess að hér á landi sé mannlíf með blóma og komandi kynslóðir hafi tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi, er að við notum þær auðlindir sem við eigum með það að markmiði að skapa skilyrði til þess.

Það er nú eiginlega komin tími til þess nú korteri fyrir kosningar að Vinstri Grænir segi kjósendum hvaða stefnu þeir hafa í atvinnumálum og í nýtingu náttúruauðlinda og hætti að slá um sig með frösum sem þeir eru ekki búnir að hugsa til enda. Það er ekki nóg að veifa bæklingum á kostningafundum um atvinnumál og græna framtíð, því það hefur nú sýnt sig að allt er fallt þegar menn fá tilboð um ráðherrastóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband