Svikin kostningaloforð - áfram mannréttindabrot

Eitt að því sem Vinstri-Grænir og Samfylking lofuðu fyrir ca. hálfum mánuði síðan var að byrja að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Kerfi sem er grunnur þess að bankakerfið hrundi og að efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst. 

Kosningarnar áttu að marka kaflaskil í sögu lýðveldisins. Það átti að tryggja hag almennings og koma í veg fyrir að sérhagsmunaaðilar gætu haldið áfram að skara eld af eigin köku.

Nú er að koma í ljós að þeir flokkar sem kenna sig við velferð og lofuðu að standa vörð um hag almennings þora ekki að hrófla við núverandi fiskveiðistjórnarkerfi. Þeir ætla að halda áfram að brjóta mannréttindi á þegnum landsins og taka sérhagsmuni fram yfir hagsmuni almennings. Áfram fá sægreifarnir að hafa í hirð sinni leiguliða sem eiga allt sitt undir því komið að fá að veiða fisk þegar greifunum hentar.

Það sýnir sig að enn er þörf fyrir það að halda baráttunni áfram fyrir því að afnema núverandi kvótakerfi. Ég mun leggja mig áfram fram um að gera það bæði í ræðu og riti og gefst ekki upp fyrr en mannréttindi verða virt hér á landi.

Kveðja,
Grétar Mar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband