Er eitthvað einfalt í dag!

Það hefur alltaf verið einfalt að halda niður launum hjá þeim sem eru á lægstu laununum. Þeim hefur verið haldið niður með þeim formerkjum að það varði þjóðarhag.

Það hefur aldrei náðst að hækka laun þeirra lægst launuðu þannig að þau séu mannsæmandi vegna þess að það var sagt stefna efnahagslífi þjóðarinnar í voða.

Nú segir þingmaður Samfylkingar að ekki sé einfalt að lækka laun þeirra sem hafa meira en milljón á mánuði. Það væri kannski ráða að bera við þjóðarhag!

Það er komin tími til að þeir sem hafa haft sjálftökurétt á launum og þeir ríkisstarfsmenn sem hafa haft margföld laun verkamanns sýni þjófélagslega ábyrgð.

Það er kominn tími til að hætta að röfla og fara að koma sér í gegnum snjóskaflinn áður en það fer að fenna aftur.

Það var hægt að setja neyðarlög á einum degi og það ætti að vera hægt að setja lög um laun ríkistarfsmanna sem hafa meira en miljón á mánuði á sama tíma.

Þjóðin hefur ekki efn á að borga þessi laun.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is „Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt.  Ég skil ekki af hverju þetta fólk var að gefa kost á sér til starfans úr því að allir hlutir vaxa því svona í augum.  Ég hefði unun af því sem jafnaðarmaður að skera niður ofurlaun og jafna kjör fólksins í landinu.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband