Afleiðing geymslurétts milli ára.

Síðastliðið haust voru sett lög frá Alþingi þar sem sægreifunum var veitt heimild til að geyma kvóta í sjónum á milli ára.

Þessi lög eins og önnur sem varða fiskveiðistjórnun voru sett vegna þrýstings frá L.Í.Ú..

Afleiðingar þeirra eru þær að minna er veitt af fiski. Þetta skaðar að sjálfsögðu almannahag þar sem þetta leiðir til minni afla og lægri tekna fyrir þjóðarbúið.

Önnur afleiðing er sú að leiga á veiðiheimildum hefur hækkað sem hindrar þá sem ekki eiga kvóta til að leiga sér hann. Þetta leiðir til þess að færri sjá sér fært að stunda sjósókn.

Þetta leiðir til þess að færri geta haft atvinnu af sjávarútvegi en ella hefði verið ef lögin hefðu ekki verið sett.

Á vísi.is í dag er eftirfarandi frétt: Verðmæti heildaraflans minnkaði um 10% í maí. Í þessari frétt er ekki leitað skýringa á því hvers vegna heildarafli hefur minnkað.

Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing eins anga núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis.

Kveðja,
Grétar Mar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband