15.7.2009 | 08:02
Nýting auðlinda
Það er alveg á hreinu að þjóðin þarf á því að halda að þjóðartekjur aukist ef við eigum einhvern tíman að komast af þeim strandstað sem við erum enn á og höfum verið á frá því í október á síðasta ári.
Eina leiðin sem er fær núna er sú að við nýtum þær náttúruauðlindir sem við eigum til lands og sjávar.
Fiskurinn í sjónum er ein þeirra auðlinda sem við þurfum að nota og nýta til þess að afla tekna fyrir þjóðarbúið og fólkið í landinu.
Þetta er staðreynd sem núverandi stjórnvöld verða að fara að átta sig á.
Það er samdóma álit þeirra sem sækja sjó að óhætt sé að veiða mun meira en nú er gert.
Það er löngu tímabært að stjórn fiskveiða taki mið að hagsmunum þjóðarinnar allrar en sé ekki í þágu fárra.
Þessi frétt er í dag á vísi.is: Rýrnun útflutningsverðmætis um 10 - 15 milljarða
Kveðja,
Grétar Mar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.