Gapuxi

Gapuxinn, Dr. Ragnar Árnason prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands ætti að hafa vit á því að halda kjafti. Því að gapa um ágæti núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis er ekkert annað en öfug mæla vísa.

Hann minnist ekki á að atvinnugreinin er nánast gjaldþrota sem slík, með skuldir upp á 600-700 milljarða.

Hann minnist ekki á að fiskistofnarnir eru allir í sögulegu lágmarki.

Hann minnist ekki á að sjávarbyggðirnar, hringinn í kringum landið eru nánast í rúst.

Hann minnist ekki á brottkast, framhjálandanir og það svindl og svínarí sem hafa fylgt kerfinu.

Hann minnist ekki á þau félagslegu vandamála sem fjölskyldur í sjávarbyggðum hafa og eiga við að  glíma vegna þessa kerfis. Meðal annars vegna gjaldþrota, hjónaskilnaða, sem leitt hafa til ýmissa félagslegra vandamála.

Hann minnist ekki á atvinnufrelsi sjómanna og ekki talar hann um bort á mannréttindum gagnvart íslenskum sjómönnum.

Hann minnist ekki á þátt sægreifanna í bankahruninu og hvernig þeir hafa veðsett auðlind fólksins í landinu með eigin hagsmuni í huga.

Stundum er betra að halda kjafti en að láta hafa eftir sér tóma vitleysu, þó maður hafi prófessors nafnbót.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stundum á við að segja "heyr heyr" þetta er eitt af þeim skiptum

Gísli Foster Hjartarson, 1.9.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður kallinn

Bið að heilsa frænku.

Níels A. Ársælsson., 1.9.2009 kl. 12:14

3 identicon

Grétar ,Þú veist að það er akkúrat ekkert sem bemdir til þess að þessi maður gangi heill til skógar,og alveg með ólíkingu að hann og Hannes H skuli starfa við Háskóla Íslands,og verið þar aðal kennarar (prófessorar) í svikum og prettum,sem hefur eins og þú veist ,verið aðal námsefni HÍ undan farin ár.

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 12:33

4 identicon

Heill og sæll; Grétar Mar - líka sem, aðrir hér á síðu !

Þakka þér; mjög rökvísa og vel orðaða grein.

Ragnar Árnason; er einn þeirra uppskafninga, hverjir farið hafa, í mínar fínustu taugar, alla tíð.

Dæmgerður; Reykvízkur kerfis þurs.

Með beztu kveðjum; sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lýsi mig sammála ykkur öllum og sendi baráttukveðjur til allra sjómanna. Nú er Guðjón Arnar kominn til starfa í Sjávarútvegsráðuneytinu.

Þó fyrr hefði verið.

Árni Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 14:21

6 identicon

Sæll félagi.

Gott að sjá að þú ert enn kjaftfor skratti.  Mér líkar það vel. Aldrei þessu vannt er ég nánast sammála því sem þú skrifar í þennann pistil.

byltingarkveðjur

Ragnar

Ragnar Marinósson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 15:06

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gapuxar hafa ekki vit á að skammast sín og síst af öllu þeir sem skreyta sig með doktorsnafnbót í fræðum sem þeir hafa ekki hundsvit á.  Þetta er því miður reyndin.

Sigurður Þórðarson, 1.9.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk fyrir innlitið strákar.  Já stundum þarf að tala tæpitungulaust þegar manni ofbíður vittleystan.

Já Ragnar og þið hinir "lifi byltingin".

Grétar Mar Jónsson, 1.9.2009 kl. 18:19

9 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Einnig þarf að taka rannsóknir á atferli fiska, lífríki og fiskstofnum til rækilegrar endurskoðunar. Stórefla þarf rannsóknir, byggja upp meiri þekkingu og setja landgrunnið í umhverfismat og skilgreina alveg upp á nýtt með hvaða veiðarfærum fiskurinn er veiddur.

Fara eftir niðurstöðum þó kvalarfullar kunni að verða. Stefna að því að bera af á þessu sviði og selja svo rannsóknarþekkingu út um allan heim. Vísindin efla alla dáð.

Sigurpáll Ingibergsson, 1.9.2009 kl. 20:36

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Sigurpáll, það er sjálfsagt að efla rannsóknir á lífríkinu og vísindi. Það er alveg sjálfsagt að taka undir hið fornkveðna að "Vísindi efla alla dáð".  Vandinn er sá að efling gervivísinda vinna gegn raunverulegum vísindum rétt eins og illgresi kæfir æskilegan nytjagróður.

Stundum kemur það fyrir að doktorar reyna að koma sér hjá málefnalegri rökræðu við ómenntað fólk sem þekkir mun betur til þess málaflokks sem þeir eru doktorar í, þegar þeir eru rökþrota, á þeirri forsendu að þeir séu yfir það hafnir. 

Þetta er eitthvað sem vel meinandi og akademískt þenkjandi menn  í Háskóla Íslands ættu að huga að.

Sigurður Þórðarson, 1.9.2009 kl. 21:11

11 identicon

Verð aldrei hissa á prófessor Ragnari Árnasyni eftir að ég sat fyrirlestur hjá honum fyrir nokkrum árum. Það var þá sem ég áttaði mig á að til eru háskólalagengin fífl - jafnvel með doktorsgráðu.

 Haukur Brynjólfsson

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 00:43

12 identicon

Haukur,,.Kunningi minn einn þurfti eins og þú bara að fara á einn fyrirlestur hjá umræddum prófessor,til að komast að nákvæmlega sömu niðurstöðu og þú.reindar sat hann ekki allt bullið,gekk út,og sagði sig úr framsóknarflokknum,með það sama.

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:35

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurpáll. Jafn flókið og forvitnilegt sem atferli fiska er og lífríki hafsins þá er atferli vísindamanna svonefndra þó enn óskiljanlegra. Það gæti orðið mjög erfið vísindagrein að komast til botns í.

Árni Gunnarsson, 2.9.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband