Svar við grein ungs sjálfstæðismanns

Í tilefni að grein sem Haukur Andreasson skrifar og birtist hér á 245.is langar mig að vekja athygli Hauks og annars ungra sjálfstæðismanna á eftirfarandi atriðum.

Í lögum um stjórn fiskveiða er tekið fram að aldrei myndist eignarréttur á óveiddum fiski í sjónum. Þannig að eignarréttarákvæðið í 72. gr. í stjórnarskrár Íslands á ekki við í þessu tilviki. Útgerðarmenn eiga ekki fiskinn í sjónum heldur hafa aðeins nýtingarréttinn. 


Varðandi afleiðingar fyrningarleiðarinnar sem Haukur bendir á sem afleiðingu hennar ber að benda á að nú þegar eru flest útvegsfyrirtæki í landinu yfirskuldsett og verið er eða kemur til með að þurfa að afskrifa að þeim skuldir upp á milljarða. Þetta er vegna þess að sægreifarnir hafa farið með aflaheimildir á óábyrgan hátt með því að veðsetja þær. Með því hafa þeir tekið út úr greininni fjármagn og stendur útvegurinn eftir yfirskuldsettur.  Braskað hefur verið með veiðiheimildir og leiguliðar orðið til. Leiguliðar sem eiga allt sitt undir því að molar detti af borðum sægreifanna.

Einnig er hollt fyrir Hauk og aðra unga sjálfstæðismenn að lesa það sem Þorvaldur Gylfason hefur sagt um núverandi kerfi og afleiðingar þess fyrir þjóðarbúið og þeirrar kreppu sem við erum nú að fást við og set ég hluta af grein hans sem birtist í Fréttablaðinu 9.okt. 2009 hér með, þeim til fróðleiks;

"Einn angi vandans er lagaheimild frá 1997 til að veðsetja veiðiheimildir, þótt sjávarauðlindin eigi að heita sameign þjóðarinnar að lögum. Lögin leyfa mönnum beinlínis að veðsetja eigur annarra. Menn kasta höndunum til fjárfestingar fyrir lánsfé með veði í eigum annarra, enda ramba skuldum vafin útvegsfyrirtæki nú mörg á barmi gjaldþrots.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað, að kvótakerfið feli í sér mannréttindabrot, og skorað á stjórnvöld að breyta kerfinu”.

Einnig ber að benda Hauki og félögum á að núverandi kerfi hefur ekki orðið til þess að vernda fiskistofnana né hefur það orðið til þess að hægt væri að auka veiðar eins og upphaflegt markmið þess var. Kerfið hefur leitt til slæmrar umgengni um auðlindina sem fellst m.a. í brottkasti.

Framhjálöndum en einnig einn spillingar angi þessa kerfis og verður til þess að til er svart hagkerfi í sjávarútvegi sem bitnar á þjóðfélaginu öllu í formi minni tekna.

Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi á að leggja af og er það forsenda þess að hægt sé að byggja upp nýtt Ísland þar sem sérhagsmunir fárra er ekki látinn ganga fyrir heildarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Varnarbarátta sérhagsmunaaflanna er að ná nýjum hæðum. Manni verður flökurt að fylgjast með þessari baráttu sem byggist á löngu afsönnuðum og úreltum rökum, sbr. einnig næstu færslu þína fyrir neðan.

Þórður Már Jónsson, 9.10.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Gott svar til þessa unga manns. Nú er uppvaxin kynslóð sem þekkir ekki annað en kvótakerfi í sjávarútvegi. Kynslóð sem gleypir við LÍÚ-áróðrinum, um ágæti kerfisins.

Þetta unga fólk þarf að uppfræða um skaðsemi kvótakerfisins fyrir þjóðina og framtíð þess. Þetta svar þitt er gott innlegg í þá veru.

Bjarni Líndal Gestsson, 10.10.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk drengir og baráttan heldur áfram og höfum að leiðarljósi heildarhagsmuni frekar en sérhagsmuni.

Grétar Mar Jónsson, 10.10.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: L.i.ú.

Það er flott að þú skulir svara þessu bulli í sjálfstæðisstráknum. Þetta er reyndar magnaður andskoti að fylgjast með þessum peyjum koma fram einn af öðrum bullandi um eitthvað sem þeir hafa ekki hundsvit á. Manni dettur í hug að þetta sé skylda sem sé lögð þeim á herðar, svona svipað og að sverja klíkuforingja hollusteið. Sama þvaðrið í þeim öllum þeir dásama framsalið, benda á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar, 90% þvaðrið um kaup aflaheimilda og uppbyggingu og verndun fiskistofna.

L.i.ú., 13.10.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk fyrir þetta L.Í.Ú. það var ekki hægt að láta það vera að svara þessum ágæta ungliða.

Grétar Mar Jónsson, 14.10.2009 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband