Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Um skattamál


Standa ber vörð um ráðstöfunartekjur láglaunafólks, aldraðra og öryrkja.

Setja skal frítekjumark vegna lífreyristekna úr almennum lífeyrissjóðum.

Tryggt verði að þegar greiddur er út uppsafnaður lífeyrir frá lífeyrissjóðum, sé skattstjóra skylt að tekjudreifa greiðslum þannig að skattaafsláttur einstaklinga nýtist sem best.
 

Úr stefnuskrá Frjálslynda flokksins 2009.


Stefna Frjálslynda flokksins um nýting og vernd náttúruauðlinda


Frjálslyndi flokkurinn leggur ríka áherslu á að íslenskar náttúruauðlindir verði á forræði íslenskra borgara og erlendir aðilar nái ekki eignarhaldi á þeim.

Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir ábyrgri landnýtingu og vernd þannig að þjóðin búi í landi sínu í sem mestri sátt við náttúna.

Atvinnulífið ber samfélagslega ábyrgð á landnýtingu og náttúruvernd. Þessi ábyrgð lítur m.a. að því að varðveita náttúruauðlindir, gæta að sjálfbærri þróun og endurnýtingu auðlinda.


Stjórnlagaþing, aukið lýðræði og siðvæðing

Úr stefnuskrá Frjálslynda flokksins; 

Frjálslyndi flokkurinn styður eindregið stjórnlagaþingi.

Við teljum að grunnur lýðræðis sé einstaklingsfrelsi og möguleikar borgaranna til að hafa áhrif á þjóðfélagið og þær ákvarðanir sem teknar eru.

Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál skuli fara fram, innan 3 mánaða, krefjist a.m.k. 15% kjósenda þess. 

Við teljum að ráðherrar eiga aldrei að gegna þingmennsku.

Hertar verði reglur sem gilda um stjórnmálamenn. Gera á þær kröfur að þeir hagi störfum sínum í þágu heildarinnar.

Fjármál stjórnmálaflokka verða að vera opinber.


XF fyrir lífæð Vestmannaeyja

Þessi linkur er á bloggið hans Georgs Eiðs í Vestmannaeyjum.


Lausnir

Það sem við þurfum nú að tala um hér á landi eru lausnir í sambandi við það atvinnuleysi sem við nú eigum við að glíma. Atvinnuleysið felur í sér margvíslegan vanda bæði fyrir þá sem eru án vinnu en einnig hefur það í för með sér að tekjur til ríkis og sveitarfélaga munu dragast saman. Það er nauðsynlegt að við finnum leiðir til að auka tekjur til að draga úr þeim fyrirséða niðurskurði sem stefn er að í velferðarkerfinu. Við þurfum einnig að auka tekjur til að koma í veg fyrir að skattar verði hækkaðir. Það er einnig nauðsynlegt að nota öll þau ráð sem við eigum möguleika á að nota til að spara gjaldeyri. Það eru til lausnir á þessum vanda og við þurfum ekki að leita langt yfir skammt. Lausnirnar felast í að nota og nýta þær auðlindir sem við höfum yfir að ráða.

Við höfum möguleika á að auka fiskveiðar í flestum tegundum og með því ættu tekjur þjóðarinnar að geta aukist um 70-80 miljarða. Þetta mun leiða til aukinna skatttekna til ríkisins og útsvarstekna og hafnargjalda til sveitarfélaga. Og það sem er ekki síst mikilvægt ef þetta verður gert að fleiri störf koma til með að verða til í greininni.

Í landbúnaði eru miklir möguleikar fólgnir í því að auka til muna framleiðslu á grænmeti fyrir innanlandsmarkað. Með því mætti draga úr innflutningi á þessum vörum og með því væri hægt að spara gjaldeyri. Forsenda þess að hægt sé að auka framleiðsluna er að hún sé samkeppnishæf í verði við innflutt grænmeti. Forsenda þessa er að lækka orkukostnað til garðyrkjubænda. Það er einnig mikilvægt að stofna grasköggla og áburðarverksmiðjur sem annar innanlandsþörfum sem leið til gjaldeyrissparnaðar.

Við verðum að nýta orkuna sem finnst í iðrum jarðar og er til staðar í  fallvötnunum til raforkuframleiðslu. Raforku sem við getum nýtt til atvinnuuppbyggingar í tenglum við iðnað sem þarfnast mikillar orku. Í þessu sambandi má nefna álver, áliðngarða, álþynnuverksmiðjur og netþjónabú.

Það eru miklir möguleikar sem felast í auðlindunum okkar og þær ber að nota og nýta okkur öllum til góðs.

Grétar Mar Jónsson er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 24. apríl 2009.


Lundinn

Georg Eiður skrifar á Suðurlandid. is í dag;
Lundinn settist upp í Heimaklett í kvöld

Georg Eiður Arnarson er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.


Mútur

Fjármögnun Sjálfstæðisflokksins jaðrar við mútur

Vinstri Grænir og sjálfbær nýting auðlinda

Forsenda blómlegs atvinnulífs, góðs velferðakerfis og góðrar menntunar fyrir alla, óháð efnahag, er að það komi peningar í kassa ríkis og sveitarfélaga.  

Peningar þessir verða til fyrir tilstuðlan þess að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til atvinnusköpunar. Vinstri Grænir viðast ekki alveg átta sig á þessari staðreynd og kemur það berlega í ljós þegar núverandi Umhverfisráðherra leggst gegn leit og nýtingu á olíu, ef hún finnst á Drekasvæðinu.

Umhverfisráðherra talar um sjálfbæra nýtingu en virðist ekki alveg vera með það á hreinu hvað það þýðir í raun eða er viljandi að nota þá stefnu gegn sinni eigin þjóð.

Sjálfbær nýting náttúruauðlinda þýðir að þjóðir mega og eiga að nota þær auðlindir sem þær eiga með þeim hætti að nýtingin skerði ekki möguleika komandi kynslóða til að geta lifað af auðlindunum.

Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að olía sé þannig auðlind að hún endurnýjist ekki þegar á hana er gegnið. En á hitt ber að líta að forsenda þess að hér á landi sé mannlíf með blóma og komandi kynslóðir hafi tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi, er að við notum þær auðlindir sem við eigum með það að markmiði að skapa skilyrði til þess.

Það er nú eiginlega komin tími til þess nú korteri fyrir kosningar að Vinstri Grænir segi kjósendum hvaða stefnu þeir hafa í atvinnumálum og í nýtingu náttúruauðlinda og hætti að slá um sig með frösum sem þeir eru ekki búnir að hugsa til enda. Það er ekki nóg að veifa bæklingum á kostningafundum um atvinnumál og græna framtíð, því það hefur nú sýnt sig að allt er fallt þegar menn fá tilboð um ráðherrastóla.


Gleðilegt sumar

Kæru vinir,  ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars.

Sumarkveðjur,
Grétar Mar


Vísir.is

Sjá frétt á Vísi.is í dag;

ESB ekki að fara að taka upp íslenskættað kvótakerfi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband