Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af heimasíðu ASÍ

Mótmæli á Austurvelli kl. 13 í dag

Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna.  Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu.  ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin.

Í tilkynningu frá samtökunum Nýir tímar segir m.a.:  "Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú “Skjaldborg” sem slá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.

Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna landsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar."

Mætum,
Grétar Mar


Sumar og grill

Þessi mynd var tekin af mér að grilla. Á grillið fer alltaf lambakjöt. Vinkona mín er farin að spyrja hvort við förum ekki að fá sérstaka viðurkenningu frá sauðfjárbændum fyrir mikinn stuðning við greinina.Wink
Þessi mynd er nú sett hér inn, vinum mínum til ánægju þar sem þeir hafa ekki haft mikla trú á mér, hingað til, þegar kemur að matreiðslu. Smile
Af vél 293


ESB eða ekki ESB

Það er mín skoðun að það á að sækja um aðild um ESB til að komast að því hvað er í boði? Hvað kostar það okkur og hvað fáum við í staðinn?
Það er orðin spurning um framtíð þessa lands að þetta mál verði leitt til lykta í eitt skipti fyrir öll. 
 

Nú er að koma í ljós að núverandi stjórnarflokkar ætla að tala málið í hel. Það á að leyfa þinginu að þrugla í einhverjar vikur um hvort sækja eigi um aðild eða hvort kjósa eigi um það hvort sækja eigi um aðild með þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Það eru mörg mál brýnni sem þingið þarf að fjalla um sem varða hag almennings og fyrirtækjanna í landinu sem meiri þröf væri að ræða í þingsölum. Umræða um hvort sækja á um aðild að ESB eða hafa þjóðaatkvæðisgreiðslu um það er ekki eitt af þeim málum.
Sækjum um og kjósum síðan um aðild. 

Þjóðaratkvæðisgreiðslu um það að sækja um er firra því það skiptir ekki nokkru máli. Það sem skiptir máli er að þjóðin taki ákvörðun um inngöngu eða ekki þegar það er komið á hreint um hvað á að kjósa.

Kveðja,
Grétar Mar


Stjórnarsáttmálinn

Færsla mín í morgun um fyrningarleiðina byggði á forsíðufrétt í blaði allra landsmanna Morgunblaðinu. Í þessu ágæta blaði, sem aldrei fer með fleipur, var einnig notuð heilsíða, inn í blaðinu, til að útskíra af hverju ekki væri hægt að fara fyrningaleiðina.  

En nú hefur Heilög Jóhanna komið fram og sagt að fyrningarleiðin verði farin. Gott ef satt reynist. Ég bíð með öndina í hálsinum.

Kveðja,
Grétar Mar


Svikin kostningaloforð - áfram mannréttindabrot

Eitt að því sem Vinstri-Grænir og Samfylking lofuðu fyrir ca. hálfum mánuði síðan var að byrja að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Kerfi sem er grunnur þess að bankakerfið hrundi og að efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst. 

Kosningarnar áttu að marka kaflaskil í sögu lýðveldisins. Það átti að tryggja hag almennings og koma í veg fyrir að sérhagsmunaaðilar gætu haldið áfram að skara eld af eigin köku.

Nú er að koma í ljós að þeir flokkar sem kenna sig við velferð og lofuðu að standa vörð um hag almennings þora ekki að hrófla við núverandi fiskveiðistjórnarkerfi. Þeir ætla að halda áfram að brjóta mannréttindi á þegnum landsins og taka sérhagsmuni fram yfir hagsmuni almennings. Áfram fá sægreifarnir að hafa í hirð sinni leiguliða sem eiga allt sitt undir því komið að fá að veiða fisk þegar greifunum hentar.

Það sýnir sig að enn er þörf fyrir það að halda baráttunni áfram fyrir því að afnema núverandi kvótakerfi. Ég mun leggja mig áfram fram um að gera það bæði í ræðu og riti og gefst ekki upp fyrr en mannréttindi verða virt hér á landi.

Kveðja,
Grétar Mar

 


Takk

Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu í aðdraganda kosninganna við að koma stefnumálum Frjálslynda flokksins á framfæri.

Takk fyrir ykkar stuðning,
Grétar Mar


Setjum X við F

Í dag 25. apríl 2009 verður kosið til Alþingis og hvet ég alla til að mæta á kjörstað og nýta þetta tækifæri til að hafa áhrif á það hvernig stjórn landsins verður háttað næstu fjögur árin.

Það skiptir miklu máli að rödd Frjálslynda flokksins heyrist áfram á Alþingi. Við erum eini flokkurinn sem höfum látið okkur varða óréttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi. Kerfi sem hefur leitt af sér spillingu og ójöfnuð hér á landi. Við munum áfram berjast fyrir því að þetta kerfi verði aflagt. Við getum ekki unað því að brotin séu mannréttindi hér á landi.

Því hefur verið haldið fram að þetta sé okkar eina stefnumál en það er rangt. Við í Frjálslynda flokknum berum hag fólksins í landinu fyrir brjósti. Við viljum standa vörð um velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfið með það að leiðarljósi að allir fái sömu þjónustu óháð efnahaga og búsetu.

Frjálslyndi flokkurinn hefur sett fram stefnu um frystingu verðtryggar sem á að tryggja það að fólki missi ekki húsnæði sitt vegna hennar.

Við viljum standa vörð um fyrirtækin í landinu vegna þess að við vitum að öflugt atvinnulíf sem byggir á grunnstoðunum þremur, sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði er forsenda blómlegs mannlífs.

Látum þá hugsjón ráða í kjörklefunum í dag að allir þegnar þessa lands eiga þann rétt að sitja við sama borð þegar kemur að því að nota auðlindir landsins sér og sínum til lífsviðurværis.

Skinsamleg nýting auðlinda landsins er einnig forsenda þess að við komust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem við glímum nú við, á þann hátt að lífskjör þurfi ekki að skerða með þeim hætti að það bitni á þeim sem minnst mega sín.

Setjum X við F.

Baráttukveðjur,
Grétar Mar

 


Fjölmenni á kostningaskrifstofum

Í gær var mikið um að vera á kosningarskrifstofum okkar í Suðurkjördæmi.

Félag Frjálslyndra í Grindavík bauð upp á fiskisúpu seinni partinn í gær og féll hún í góðan jarðveg þeirra fjölmögru sem lögðu leið sína á skrifstofuna þar.
Í Keflavík var opið til kl. 22 og þar var margt um manninn og þar var boðið upp á grillaðar pylsur.
Sömuleiðis var opið hjá okkur á Selfossi, Vestmannaeyjum og á Höfn.

Ég vil nota tækifærið hér til að þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda þessara kosninga.

Kveðja,
Grétar Mar


Leið Frjálslynda flokksins varðandi verðtrygginguna

Frjálslyndir leggja til að verðtrygging lána verði afnumin frá og með síðustu áramótum. Verðbætur umfram 5% verði ekki innheimtar heldur settar inn á biðreikning sem leyst verður úr með almennum hætti, s.s. afskriftum eða lengingu lána. Með þessu er slegin skjaldborg um heimilin.

Stefna Frjálslynda flokksins í velferðar- og heilbrigðismálum

Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að félagslegt öryggi sé forsenda þess að fólk fái notið mannsæmandi lífs og njóti sín sem einstaklingar.

Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir raunverulegri velferð. Í því felst að þeir sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda, fái hana. Flokkurinn leggur ríka áherslu á að fólki sé hjálpað til sjálfshjálpar.

Góð heilbrigðisþjónusta er mikilvægur þáttur velferðarkerfisins. Hana teljum við að eigi að verja með ráðum og dáð.

Við teljum að taka þurfi stjórnkerfi heilbrigðiskerfisins til endurskoðunar og tryggja að þeir miklu fjármunir, sem varið er til heilbrigðismála, nýtist sem best.


Úr samþykkt Landsþings Frjálslynda flokksins 13. – 14. mars 2009

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband