Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Georg Eiður Arnarson

Sjá; Vegna fyrirhugaðra strandveiða

Georg Eiður Arnarson er í  2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi


Guðjón Arnar á BB.is

Sjá; Vill leyfa frjálsar handfæraveiðar

Mútur

Sjá á DV.is í dag.

Ásakanir um mútuþægni verði rannsakaðar


Kvótakerfið og spillingin!

Í október 2008 hrundi bankakerfið á Íslandi og eftir þann atburð hafa verið uppi háværar kröfur frá almenningi um að nýtt lýðveldi verði til. Eitt af því sem talið er að hafi valdið bankahruninu er núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Kerfið átti að koma í veg fyrir ofveiði og var hugsað sem tæki til að vernda þá auðlind sem liggur í  fiskstofnunum. Alþingi ákvað að búa til kerfi sem átti að tryggja þetta og það var gefin út aflakvóti sem átti að hefta veiðarnar. Kvótinn var afhentur útvegsmönnum án endurgjalds.

Með þessu kerfi var búin til stétt auðmanna sem hafa haft það sér til lífviðurværis að selja og leigja kvótann sem Alþingi afhenti þeim án endurgjalds. Þeir sem hafa viljað hefja sjósókn og ekki verið svo heppnir að fá afhentan kvóta án endurgjalds frá ríkinu hafa þurft að leigja eða kaupa kvóta, á verði sem gerir það að verkum að þeir eru orðnir leiguliðar hjá þeim sem eiga kvótann. Sægreifarnir eru orðnir sannkallaðir greifar og það hér á landi sem hreykir sér að því að hér sé engin stéttarskipting og stjórnskipan sé með þeim hætti að hugað sé að heill allra þegna landsins.

Samkvæmt áliti Mannrétttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna eru þessi lög mannréttindabrot. Þau eru einnig brot á stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins vegna þess að þau fela í sér mismunun og skerðingu á atvinnufrelsi sem er stjórnarskrábundin réttur fólksins í landinu. Núverandi fjórflokkar hafa  hingað til ekki, verið tilbúnir að ljá máls á því að hrófla við þessu kerfi. Það þrátt fyrir það að sérhagsmunir fárra verðið teknir fram yfir heildarhagsmuni.

Því er oft haldið fram að við í Frjálslynda flokknum höfum ekkert annað fram að færa en baráttuna fyrir því að leggja af þetta óréttláta kerfi. Við erum stolt af því að hafa talað á móti kerfi sem meðal annars hefur leitt til þess að til varð stétt auðmanna sem höfðu ekki hag lands og þjóðar að leiðarljósi, heldur eignhagsmuni. Við erum stolt af því að stefna okkar varðandi kvótakerfið var ekki keypt né okkur mútað til að þegja. 

Fyrrverandi sægreifi núverandi auðkýfingur

í Sandkorni á DV.is í dag segir frá því þegar fyrrverandi kvótaeigandi kom í heimsókn í sína fyrrverandi heimabyggð um páskana. Þetta Sandkorn segir meira en mörg orð um þá spillingu sem viðgengist hefur í tenglum við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er við líði.

Steingrímur J. Sigfússon tvöfaldur

Sigurjón Þórðarson skrifar á bloggi sínu um tillögur Steingríms J..

Hvort eru það handfæraveiðar eða strandveiðar?

Það er nú alltaf gott þegar menn ná áttum korteri fyrir kosningar. Það hefur formaður Vinstri Grænna nú gert eftir að hans flokkur hefur komið í veg fyrir það að tillaga okkar um frjálsar handfæraveiðar verði leyfðar á komandi sumri. Nú vill hann leyfa frjálsar strandveiðar á litlum bátum.

Vinstri Grænir hafa ekki sýnt fram til þessa mikinn vilja til að standa fyrir breytingum á núverandi fiskveiðistjórnakerfi og meðal annars komið í veg fyrir að okkar hugmynd um frjálsar handfæraveiðar kæmist úr sjávarútvegsnefnd. Kannski vantar þeim núna haldbærar tillögur um atvinnuuppbyggingu aðrar en að lækka laun. En við í Frjálslynda flokknum fögnum því að sjálfsögðu þegar menn ætla sér að gera góða og gagnlega hluti fyrir land og þjóð.

Þetta kemur fram í frétt á Visir.is og mætti ætla að Steingrímur hafi gefið sér tíma til að lesa stefnuskrá Frjálslynda flokksins og gert hana að sinni. Það er gott að geta lagt Vinstri Grænum til stefnumál í komandi kosningum því ekki veitir þeim af. Samkvæmt þessum tillögum er samt raunaukning kvóta ekki nema um 2 þúsund tonn þar sem hugmyndirnar ganga út á tilflutning á milli kerfa.

 

 


Mútur

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking vilja meina að flokkarnir hafi fengið fjárstyrki í lok árs 2006 þegar vitað var að lögum um framlög til stjórnmálaflokka yrði breytt.

Ég sagði í gær á Alþingi um þessa svokölluðu fjárstyrki; „Ég segi mútur, og stjórnmálamenn vita upp á sig skömmina. Þegar um óeðlilega háar fjárhæðir er að ræða í styrkjum til stjórnmálaflokka er það ekkert annað en mútur“.

Það er ekki nóg fyrir Samfylkinguna að fela sig á bak við það að það hafi verið Jóhanna Sigurðardóttir sem barðist fyrir því í fjölda ára að breyta lögum um fjárframlög til flokkanna þegar siðferði annarra flokksmanna Samfylkingar er með þeim hætti að þeim finnist eðlilegt að taka á móti margra miljóna styrkjum rétt áður en lögunum var breytt. Það jafn siðlaust. Það skiptir ekki höfuð máli hversu margar miljónirnar voru heldur hitt að við þeim var tekið.

Viðbrögð Sjálfstæðimanna við mútunum er með þeim hætti að þeir líta svo á að það sé ekki fólksins í landinu að hafa skoðun á því ekki frekar en að það hafi skoðun á peningastjórn landsins undanfarin ár. Þeir vita best og formaður flokksins sakar fréttamenn um að hafa of mikinn áhuga á málinu. Hann gerir ekki ráð fyrir að fólkið í landinu hafi áhuga á að fá að vita sannleikann. Það er ekki nóg fyrir Sjálfstæðimenn að tala í örðu hverju orði um vel menntaða þjóð þegar forystumenn flokksins síðan trekk í trekk tala með þeim hætti við þjóðina að hún geti ekki hugsað heila hugsun sjálf. Fólkið í landinu veit að 25 eða 30 miljónir frá einu fyrirtæki til eins flokks er ekkert annað en mútur.

Framsóknarflokkurinn þegir og hefur ekki enn fengið leyfi frá öllum þeim lögaðilum sem styrktu flokkinn árið 2006 til að birta þær upphæðir sem þeir tóku á móti. Þeir aðilar styrktu flokkinn, að sögn formannsins, vegna þess að þeir töldu sig vera að gera góðverk og vilja ekki láta nafns síns getið. Út frá þessum orðum formannsins mætti ætla að Framsóknarflokkurinn sé góðgerðarfélag en ekki stjórnmálaflokkur í lýðræðisríki.

Kveðja,
Grétar Mar


Ó þjóð mín þjóð

Við í Frjálslynda flokknum höfum frá stofnun flokksins barist meðal annars fyrir því að núverandi fiskveiðistjórnunarrkerfi, sem átt hefur hvað stærstan þátt i því að gera þjóðina gjaldþrota, verði lagt af. Við höfum ekki fengið mikinn hljómgrunn fyrir því hjá fjórflokkunum. Við höfum samt ekki lagt árar í bát hvað það varðar og munum halda áfram að berjast til síðasta manns. Við höfum ekki verið tilbúin að selja þetta hagsmunamál okkar og þjóðarinnar, hvorki fyrir mútur né ráðherrastóla. Við viljum ekki að þjóðin hafi dóm Mannréttinda nefndar Sameinuðu þjóðanna á bakinu um að hér á landi séu brotin mannréttindi á fólki.

Þjóðin virðist vera á örðu máli og er leitt til þess að að vita þrátt fyrir háværar kröfur um nýtt Ísland í vetur komi það ekki fram í fylgi þeirra flokka sem stutt hafa sérhagsmunagæslu fyrir fáa útvalda hingað til.

Það verður ekki til nýtt Ísland nema því aðeins að fólkið vilji það því þeirra er valdið. Því skora ég á þjóð mína að skoða hug sinn vel áður en hún lætur leiða sig enn og aftur inn í kjörklefana til að x við áframhaldandi spillingu og sérhagsmunapot.

Kveðja,
Grétar Mar

 


Atvinna fyrri hluti

Fulltrúar núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna landsins tala fjálglega um að skapa mörg þúsund störf á næstu mánuðum. Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tala um að búa til kerfi til að styðja við atvinnuvegina. Forsenda þess að atvinnulífið blómstri er að þeirra mati kerfi. Þeir eru jú snillingar í að búa til kerfi sem hafa haft það eitt að markmiði að hygla sérhagsmunum og ekkert lát virðist eiga að verða á því. Vinstri Grænir vilja allt nema ekki stóriðju og lausnin á atvinnuleysinu á þeim bæ virðist vera að lækka laun þeirra sem vinna hjá ríki og bæ. það á líka að verða til þess að standa vörð um velferðarkerfið. Tillaga Samfylkingar er í anda þess þegar Framsóknarmenn höfðu það á stefnuskrá sinni á sínum tíma að Ísland yrði vímuefnalaust árið 2000. Sem sagt skýjaborgir sem settar eru fram til að slá ryki í augu kjósenda.

Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að við notum og nýtum þá þekkingu og reynslu sem þegar er til staðar í landinu. Með því komum við til með að nota og nýta þann mikla mannauð sem liggur í fólkinu í landinu sem hefur og ætlar sér að vinna í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þær tillögur sem við leggjum upp með eru ekki bara atvinnuskapandi heldur koma þær til með að leiða til aukinna tekna til ríkis og bæja. Tekjur þessara aðila eru forsenda þess að hægt sé að standa vörð um velferðarkerfið og þess að ekki þurfi að hækka skatta eins mikið og allt útlit er fyrir að þurfi að gera.Okkar tillögur eru í raun sáraeinfaldar og kalla aðeins á það að úreltum kerfum núverandi fjórflokks verði breytt.

Tillögurnar eru meðal annars þessar;
Nú þegar verði fiskveiðar auknar í flestum tegundum og með því teljum við að tekjur þjóðarinnar aukist um 70-80 miljarða.Við viljum af handfæraveiðar verði gefnar frjálsar fyrir þá aðila sem vilja fara á handfæraveiðar nú í sumar og með því gæti skapast tækifæri til atvinnusköpunar.

Við viljum að raforkuverð til garðyrkjubænda verði lækkað nú þegar. Raforkuverð til garðyrkjubænda var hækkað 30. desember 2008 þegar Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra tilkynnti þeim að niðurgreiðsla til þeirra yrði lækkuð sem olli því að rafmagnskostnaður þeirra hækkaði um 22.1% í þéttbýli en 29,7% í dreifbýli.

Við í Frjálslynda flokknum teljum að þessu þurfi að breyta til að hægt sé að auka framleiðslu á grænmeti og ávöxtum fyrir innanlandsmarkað. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að hægt sé að framleiða til útflutnings.
Með þess væri hægt að auka atvinnu í þessari grein og fá auknar samfélagslegar tekjur. Það sem er ekki síst mikilvægt er að þessi framleiðsala er gjaldeyrissparandi sem er lífsnauðsynleg nú þegar krónan okkar er með kút og kork.

Hættum að leita langt yfir skammt að lausnum. Notum og nýtum þær auðlindir sem við eigum núna til að skapa atvinnu og tekjur til heilla fyrir land og þjóð. Þekking okkar og reynsla liggur í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og það er þar sem við eigum að byrja og styðja við bakið á.
Það varð hér þjóðargjaldþrot þegar við ætluðum að fara að verða rík af því að stunda atvinnu sem við höfðum hvorki menntun né reynslu til að stunda.
Það getur vel verið að við verðum olíuveldi í framtíðinni og er það vel. Staðan er hins vegar sú að við þurfum að takast á við vanda dagsins og til þess þurfum við að bretta upp ermar gera það sem gera þarf, í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband