Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.4.2009 | 12:17
Georg Eiður Arnarson
Georg Eiður Arnarson annar maður á framboðslistanum okkar í Suðurkjördæmi, segir þetta meðal annars á Suðurlandið.is þann 10. apríl 2009;
"Það er gríðarlega mikilvægt að það sé tryggt að sjómenn haldi sínum fulltrúum á Alþingi Íslendinga, sérstaklega núna þegar vinstri flokkarnir eru allt í einu farnir að tala um það, að hægt sé að sækja fjármuni í pyngju undirstöðu atvinnugreinanna og bara svo það sé alveg á hreinu, ég er ekkert hrifinn af þessari svokölluðu fyrningarleið, enda hef ég engan áhuga á að láta úthlutun aflaheimilda í hendurnar á einhverjum vinstri flokkum, þar fyrir utan, þá uppfyllir sú hugmynd ekki álit Mannréttindanefndar. Þar fyrir utan ganga hugmyndir okkar Frjálslyndra út á það að tryggja að rétturinn til að veiða fiskinn haldist í byggðunum, og bara svo það sé alveg á hreinu, þegar nýjasta Ríkisstjórnin var mynduð fyrir ca. 2 mánuðum síðan, þá var haft samband við okkur Frjálslynda og sú hugmynd viðruð að formaður okkar yrði sjávarútvegsráðherra, með því skilyrði að við styddum við þessa minnihluta stjórn. Hins vegar var okkur líka tilkynnt, að við mættum ekki gera neinar breytingar á kvótakerfinu til lengri eða skemmri tíma. Þetta gátum við ekki samþykkt, en buðum það að, að minnsta kosti, út á stuðning okkar að Íslenska þjóðin fengi aftur að stunda frjálsar handfæraveiðar bara þetta sumarið, en því var algjörlega hafnað".
Fyrir þá sem vilja lesa alla greinina er slóðin; http://www.sudurlandid.is/?p=101&id=28233
Kveðja,
Grétar Mar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 11:55
Kostningaskrifstofa á Selfossi
Við í Frjálslynda flokknum opnum kosningaskrifstofu í Sigtúni á Selfossi í dag kl. 17.
Frambjóðendur flokksins verða á staðnum og boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Kveðja,
Grétar Mar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2009 kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 11:41
Segir styrk FL Group makalausan
Guðjón Arnar segir í viðtali á heimasíðu Bæjarins Besta í dag að styrkir FL Group séu makalausir.
Slóðin á fréttina er; http://bb.is/pages/1.
Kveðja,
Grétar Mar
13.4.2009 | 10:49
Enn um spillingu
Sigurður Þórðarson spyr á blogginu sínu í dag fyrir hvaða greiða byggingarfyrirtækið Eykt hafi borgað 5 miljónir til Framsóknarflokksins. Slóðin er; http://siggith.blog.is/blog/ginseng/
Það má spyrja sig í sambandi við óheyrilega háa styrki til fjórflokkana hver hafi í raun stjórnað landinu. Voru það fulltrúar fólksins á Alþingi eða þau fyrirtæki sem borguðu í kosningasjóði fjórflokkana sem hafa í raun ráðið hér á landi.
Ég hef rætt við fjölda fólks undanfarna daga og nú spyr fólk hverjir hafi borgað í prófkjörsjóði frambjóðanda? Það er spurning sem líka þarf að fá svör við og það nú fyrir kosningar.
Krafa fólksins á Austurvelli í vetur var nýtt Íslands sem tæki til þess að hagur alls almennings yrði hafður að leiðarljósi við stjórn landsins en ekki sérhagsmunir einstaka fyrirtækja eða samtaka. Í krafti þess er nauðsynlegt að fá það upp á borðið hvort og þá hvaða fyrirtæki hafa borgað í prófkjörssjóði núverandi frambjóðenda til Alþingis og þetta verður að upplýsa fyrir kostningar.
Kveðja,
Grétar Mar
12.4.2009 | 14:52
Páskar
Það hefur verið ýmislegt að gerast nú yfir páskanna. Á miðvikudagskvöld var forsýning á Sveitarpiltsins draumi í Listasafni Íslands og átti ég skemmtilega kvöldstund með ferðafélögum frá því í ferðinni ásamt öðrum þeim sem komu að myndinni.
Á skírdag hitti ég bæjarmálafélag Grindavíkur þar sem farið var yfir stöðuna bæði hvað varðar það að meirihluti bæjarstjórnar er sprunginn og síðan var ákveðið að opna kosningaskrifstofu í Grindavík og verður það gert nú í vikunni. Það sama á við um Selfoss þar sem skrifstofa verður opnuð á þriðjudaginn. Okkar góði maður í öðru sæti hann Georg Eiður Arnason mun vera á skrifstofunni næstu daganna. Honum til halds og traust verður hin eini og sanni Sægreifi ásamt fleira góðu stuðnigsfólki okkar á Selfossi. Kostningaskrifstofan er staðsett í hinu sögufæga húsi Sigtúni.
Kveðja,
Grétar Mar
12.4.2009 | 14:38
Frjálsar handfæraveiðar
Ég hitti mann í gær sem sagði mér að nú væri hann orðin atvinnulaus og sá ekki fram á að fá vinnu á ný við sama starf sem tengdist byggingariðnaði. Þessi maður var á árum áður á sjó en ákvað að skipta um starfsvettvang. Hann sagði síðan við mig að þótt hann gæti hugsað sér að kaupa trillu og fara að sækja sjó til að sjá sér og sínum farborða gæti hann það ekki í núverandi kerfi.
Við í Frjálslinda flokknum leggjum áherslu á það í stefnu okkar að nauðsynlegt sé að opna fiskveiðar fyrir nýliðun strax með því að leyfa frjálsar handfæraveiðar á eigin bátum allt að 30 tonn að stærð með tveimur mönnum mest í áhöfn og 4 rúllum.
Þetta er ein af þeim leiðum sem við teljum að eigi að fara til að stemma stigum við atvinnuleysi og um leið að gefa mönnum tækifæri á að koma inn í greinina.
11.4.2009 | 10:38
Fáni Frjálslynda flokksins á Heimakletti.
Hann Georg fór upp á Heimaklett í gær og tók með sér fánan okkar.
Inn á blogginu hans Georgs eru mjög skemmtilegar myndir sem teknar voru í þessari ferð og er slóðin; http://georg.blog.is/blog/georg/
Kveðja,
Grétar Mar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2009 kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 09:58
Framlög til Frjálslynda flokksins
Guðjón Arnar sagði á Visir.is í gær að flokkurinn hafi í allt fengið um fimm milljónir í heildarstyrk frá lögaðilum árið 2006. Hæsti styrkurinn var ein milljón sem kom frá Samvinnutryggingum en það fyrirtæki strykti alla flokka jafnt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2009 kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 11:29
Spilling í boði fjórflokkanna
Frá því að bankakerfið hrundi í október síðastliðin hafa formenn fjórflokkanna á Alþingi hver un annan þveran reynt að sverja af sér ábyrgð vegna þess. Engin vill kannast við að hafa gert neitt það sem leiddi til þessa ástands. En ef málið er skoðað kemur annað í ljós.
Margir hafa haldið því fram að upphafa þeirra kreppu sem við erum nú stödd í og sér ekki fyrir endann á sé tilkomin vegna þess kvótakerfis sem sett var á í tengslum við fiskveiðar. Með því var þeirri sameiginlegu auðlind þjóðarinnar sem er fiskurinn í sjónum áhentur fáum einstaklingum og var þetta gert með vilja Alþingis.
Markmið lagasetningarinnar var að vernda fiskistofnana í hafinu. Forsvarsmenn LÍÚ sögðu að þetta væri leið til að skapa hagkvæmni í greininni. Hagkvæmnin átti að koma til af því að betur væri hægt að skipuleggja veiðarnar og það átti að leiða til betri og skilvirkari reksturs.
Ekkert markmið laganna hefur náð fram að ganga. Lögin hafa ekki leitt til þess að viðhalda stofnunum, veiðar hafa dregis saman ár frá ári og það hefur komið í ljós að sjávarútvegurinn hefur aldrei verið jafn skuldsettur og hann er í dag.
Það er gott og vel að Alþingi sjái til þess að ekki sé gengið á auðlindir með þeim hætti að komandi kynslóðir geti ekki einnig nýtt þær og notað.
Það er bara þannig í dag að það hefur sýnt sig að lögin um fiskveiðistjórnum sem talið er að hafi verið samið á skrifstofu LÍÚ sem síðan Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sáu um að keyra í gegnum Alþingi hefur fengið dóm um að brjóta gegn mannréttindum. Þau brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar um að fólk eigi að getað stundað vinnu sem það sjálft velur að stunda.
Jafnvel Vinstri Grænir hafa lagt blessun sína yfir þetta kerfi því það gerði núverandi formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon þegar hann greiddi atkvæði með frjálsa framsalinu árið 1990. Og það er fyrst nú sem Samfylkingin hefur með ákveðnum hætti sett inn í sína stefnuskrá sína að þeir eru tilbúnir að breyta núverandi fisveiðistjórnunarkerfi en hingað til hafa þeir stutt núverandi kerfi með þögninni.
Eini flokkurinn á Alþingi sem hefur barist gegn núverandi fiskveiðistjórnakerfi er Frjálslindi flokkurinn og við munum berjast áfram. Þetta munum við gera vitandi það að það mun koma lítið af framlögum inn í kosningasjóðinn okkar frá fyrirtækjum sem telja að þeim verði áfram tryggð forréttindi ef fjórflokkurinn kemur til með að hafa sama vægi á Alþingi í framtíðinni og þeir hafa nú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 19:37
Spilling
Það sér ekki fyrir endann á þeirri spillingu sem viðgengist hefur hér á landi með velvilja stóru stjórnmálaflokkana undanfarin áratug að minnsta kosti.
Nú hefur komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið í allt 55 miljónir í styrki frá tveimur fyrirtækjum sem nú eru í rannsókn vegna óeðlilegra viðskiptahátta.
Gæti verið að Landsbankinn og Fl Group hafi verið að borga fyrir greiða eða var markmiðið að tryggja sér áframhaldandi velvilja hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins sem var þá í þeirri stöðu að geta haft áhrif á gang mála eða hverjum var selt hvað af eignum ríkisins.
Þetta var kannski löglegt en það er alveg á hreinu að þetta er siðlaust.
Er þetta kannski toppurinn á ísjakanum eða á eftir að koma í ljós að aðrir flokkar hafi fengið fyrirgreiðslu af þessari stærðargráðu.
Hafa kannski fleiri fyrirtæki en þessi tvö greitt svipaðar upphæðir til Sjálfstæðisflokksins eða annarra stjórnmálaflokkanna undanfarin ár.
Hefur kannski Framsóknarflokkurinn fengið álíka styrki frá Kaupþingi eða sægreifum Íslands sem fengu auðlindir hafsins gefins sem þeir hafa síðan notað til að skapa það ófremdarástand sem ríkir hér á landi nú um stundir.
Kveðja,
Grétar Mar