Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.2.2009 | 20:18
Hvalur er hluti nytjastofna á miðunum.
Við eigum að sjálfsögðu að nýta hvali eins og aðra nytjastofna á miðunum kring um landið.
Tekjur af veiðunum eru taldar geta numið 4 5 milljörðum og skapað um 300 störf.
Hrefnur og langreyði á að veiða en einnig þarf að veiða hnúfubak sem hefur fjölgað sér mjög mikið á miðunum undanfarin ár og oft svo til vandræða horfir.
Hvalveiðar eru einn hlekkur í lífkeðju hafsins og Hafrannsóknarstofnun leggur blessun sína yfir þessar veiðar.
Sjálfsagt mál er að leyfa uppboð á hvölum til veiða, þannig að aðgengi manna að veiðum sé fyrir hendi og samkeppnislögmál i heiðri höfð, eins og vera skyldi um veiðiheimildir allar í kerfinu.
Meirihlutavilja, þjóðarinnar á að virða í þessu efni og sannarlega skyldi það sama gilda um fiskveiðistjórnunarkerfið í heild, þar sem meirihluti vill breyta kvótakerfinu.
Hvalaskoðun og veiðar þurfa ekki að vera á sama punktinum og það er ekki stórt að mála að koma þvi til leiðar að þetta tvennt þurfi ekki að rekast á.
Grétar Mar Jónsson þingflokksformaður Frjálslynda flokksins,
Þingmaður Suðurkjördæmis.
12.2.2009 | 13:49
Frjálslyndi flokkurinn vill hefjast handa um breytingar.
Við í Frjálslynda flokknum viljum bregðast við þeirri hroðalegu stöðu sem þjóðin er í með því að gjörbreyta fiskveiðikerfinu.
Margir mætir sérfræðingar telja að upphaf hörmunga okkar sé gjafakvótakerfinu að kenna.Við í Frjálslynda flokknum viljum innkalla allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum og leigja út á sanngjarnan hátt og tryggja nýliðun í sjávarútvegi.
Við viljum frjálsar handfæraveiðar og smærri báta yfir sumartímann.
Við viljum að allur fiskur verði seldur á innlendum fiskmörkuðum.
Við viljum aðskilja veiðar og vinnslu það þarf að tryggja að allur afli komi að landi, þar á meðal hryggir og hausar af frystitogurum.
Það þarf að auka veiðiheimildir af þorski, síld og flestum öðrum bolfiskstegundum.
Við getum auðveldlega aukið gjaldeyristekjur þjóðarinnar um 80 milljarða með því að veiða meira og nýta betur það sem veitt er úr hafinu. Leiguverð á aflaheimildum er ekki í neinum takti við fiskverð upp úr sjó eða afurðaverð á unnum fiski.
Að hluta til er því um að kenna að nú má geyma 33% af kvóta á milli ára. Því þarf að breyta strax. Fjöldi báta og skipa þarf nú að stoppa vegna hárrar leigu, sérstaklega á þorski, sem hefur skelfilegar afleiðingar fyrir fólk í sjávarútvegi og sjávarbyggðum.
Auðvitað þurfum við að veiða hval og við þurfum að virða mannréttindi íslenskra sjómanna. Kvótakerfið er ónýtt og óréttlátt og brýtur í bága við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og íslensku þjóðinni til skammar hvernig við stöndum að því.
Skjótvirkasta aðgerðin til að vinna bug á því atvinnuleysi sem ógnar íslensku samfélagi er að auka sjávaraflann. Með því drögum við stórlega úr atvinnuleysi, eflum tekjumöguleika fólks og aukum bjartsýni. Það er engin áhætta tekin með því að auka veiðarnar enda þarf þjóðin núna á öllum möguleikum að halda til að efla útflutning sinn og gjaldeyristekjur. Við þurfum að virkja fallvötn og orku í iðrum jarðar, við þurfum að nýta alla okkar möguleika til að skapa atvinnu og gjaldeyristekjur
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
( grein birt í Mbl. 11 febrúar. )
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 15:54
Framsóknarflokkurinn og kvótakerfið.
Mál er að linni.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
grein birt í Fréttablaðinu 24 janaúar.
24.12.2008 | 14:33
Óska landsmönnum öllum Gleðilegra Jóla.
Góðir Sunnlendingar og landsmenn allir, til sjávar og sveita,
Gleðileg jól, farsælt komandi ár.
með þökk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins Suðurkjördæmi.
17.12.2008 | 23:43
Nýjir tímar kalla á nýjar aðferðir og endurskoðun.
Það er ljóst að hin svokallaða einkavæðing í íslensku efnahagslífi hefur mistekist hrapallega, og reisa þarf eitt samfélag upp úr rústum þeirra mistaka.
Þar munum við þurfa að endurskoða þær aðferðir sem við hingað til hafa verið notaðar
í öllu okkar kerfisfyrirkomulagi.
Við eigum að vera óhrædd við að fara nýjar leiðir hvort sem um er að ræða þróun lýðræðis til betrumbóta fyrir land og þjóð, eða breytingar á atvinnuvegum sem ekki hafa skilað nægilegum árangri og verður að líta á sem mistök sem læra þarf af.
Landbúnaður og sjávarútvegur.Gömlu atvinnuvegakerfin sem eru við lýði hér á landi nú og háð eru kvöðum og höftum kerfisstýringar í formi kvóta, hafa þann alvarlega galla að aðkoma manna í atvinnugreinar þessar hefur verið gerð nær ómöguleg og nýlíðun því nær engin.
Kvótakerfi sjávarútvegs er sér kapítuli út af fyrir sig í þessu sambandi, þar sem frjálsa framsalið skekkti allar hugsanlega mögulegar markaðsforsendur, og setti efnahagskerfið á annan endann.
Þar upphófst Matadorleikur sem þjóðin situr nú uppi með að þurfa að taka ábyrgð á ..
Ofurgróði af kvótasölu er meira og minna kapítuli af útrásarævintýrum þeim er þjóðin situr nú uppi með en gagnrýni á kvótakerfið hefur verið sett fram af Frjálslynda flokknum í áratug, þar sem við höfum bent á þá þjóðhagslegu verðmætasóun sem þar hefur verið á ferð, frá árangursleysi við uppbyggingu fiskistofna , brottkasts á Íslandsmiðum og fáránlegrar veðsetningar óveidds fiskjar úr sjó í fjármálafyrirtækjum.
Offjárfestingar með ofurskuldsetningu hefur einkennt skipulag bæði í landbúnaði og sjávarútvegi þar sem menn hafa einblýnt á stærðarhagkvæmni eingöngu án þess að sjá það einfalda atriði að fleiri menn að störfum í smærri einingum gætu skilað þjóðarbúinu arði til langtíma litið.
Arði sem kemur til sögu við skilagreiðslur í formi skatta í þjóðarbúið af atvinnu manna.Það er því ekki spurning hvort heldur hvenær stjórnvöld munu þurfa að hefjast handa við endurskoðun og ég tel að það þurfi nýjan mannskap um borð í þjóðarskútuna til þess.Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
(grein birt í Morgunblaðinu )
23.11.2008 | 15:50
Hvað skulda íslensk útgerðarfyrirtæki ?
Það er mjög mikilvægt að fá að vita hver staðan er í sjávarútvegi hér á landi, til þess að gera sér grein fyrir ástandi mála.
Hvorki sjávarútvegsráðherra eða framkvæmdastjóri LÍÚ virðast þess umkomnir að veita svör við þessari spurningu, en ég hefi margsinnis spurt ráðherra á þinginu en sá hinn sami komið sér hjá svörum.
Ég spyr hverjar voru skuldir í íslenskum sjávarútvegi 1984, þegar kvótakerfinu var komið á, og hverjar eru þær hinar sömu skuldir nú ?
Að öllum líkindum erum við að horfa á upp á veðsetningar sem teknar hafa verið gildar í bönkum í hinu arfavitlausa kerfi, sem nú eru verðlausar.
Hver er framlegðin, tekjurnar og skuldir fyrirtækjanna ?
Því hinu sama þurfa stjórnvöld að svara.
Tilraunir sjávarútvegsráðherra til þess að stagbæta lögin um stjórn fiskveiða sem fram kom á þinginu nýlega um hærra hlutfall afla sem útgerðir megi færa milli fiskveiðiára, er einungis í þágu stórútgerðarmanna. Breytingar gera ráð fyrir því að hlutfallið hækki úr 20% í 30%.
Leiguverð verður hærra en ella sem aftur gerir kvótalitlum útgerðum enn erfiðara fyrir.
Ég er alfarið á móti því að fara þessa leið, að auka prósentu í færanlegu aflamarki milli ára.
Ef eitthvað er hefði átt að lækka prósentu í stað þess að hækka og eins og áður sagði er enn verið að verja sægreifana sem sitja að sínu eftir allt það brask sem kom til sögu 1991 við frjálsa framsalið.
Einu sinni enn er því verið að auka ójöfnuð hygla þeim stærstu á kostnað hinna smæstu leiguliðana í kerfinu í stað þess að tekið sé til við að leiðrétta Mannréttindabrot sem stjórnvöld eiga enn eftir að hefjast handa um að leiðrétta.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins Suðurkjördæmi.
4.11.2008 | 12:23
Frjálslyndi flokkurinn vill kalla inn aflaheimildir.
Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga þess efnis að kalla inn aflaheimildir í sjávarútvegi , ásamt því að stofna sérstakan auðlindasjóð sem hefði það hlutverk með höndum að leysa til sín heimildir og endurleigja aftur.
Það er ljóst að hrun fjármálamarkaðar hefur sett sjávarútvegsfyrirtæki sem önnur fyrirtæki í slæma stöðu, og markmið auðlindasjóðs yrði meðal annars það að skuldajafna við innleysingu, ásmat hugsanlegum afskriftum jafnframt.
Auðlindasjóður myndi bjóða út aflaheimildir á opnum markaði, þar sem öllum er frjáls þáttaka eftir þar til gerðum reglum.
Ákveðinn hluti aflaheimilda yrði hins vegar bundinn svæðum á landinu sem sérstaklega skortir á atvinnulega séð. Nýta ber endurleigðar aflaheimildir að fullu af útgerðunum, en fiskmarkaðir myndu með samstarfi við auðlindasjóð hafa með enduleigu að gera.
Leiga á aflaheimildum verði skilgreind sem afnotaréttur ákveðinn tíma. Flestum er það ljóst að núverandi fyrirkomulag í sjávarútvegi hefur gengið sér til húðar og komist í þrot við hrun bankakerfisins.
Innköllun aflaheimilda nú og endurleiga á opnum markaði mun koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný um allt land, og hleypa nýju lífi í íslenskan sjávaútveg. Núverandi þátttakendur í útgerð sem áður höfðu aflaheimildir, sem og þeir sem voru á leigumarkaði, munu þar geta haldið starfsemi sinni áfram um leið og nýjum aðilum mun gefast tækifæri til að spreyta sig.
Jafnframt mun nýtt skipulag tryggja ríki og sveitarfélögum tekjur af sjávarútvegi enn frekar en áður.
Þessu til viðbótar mun þessi breyting einnig jafna aðkomu manna að atvinnu í sjávarútvegi en Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemdir við kvótakerfið fyrr á árinu og stjórnvöld enn ekki hafið endurskoðun hvað það varðar, þrátt fyrir gefin loforð þess efnis.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
( grein birt í Morgublaðinu 2. nóv. )
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 22:18
Rannsóknarnefnd um brot á lögum um stjórn fiskveiða.
Sumir hafa ekki viljað gera mikið úr sögusögnum um þess háttar brot á kvótareglum. Hafrannsóknastofnunin hefur til að mynda látið hafa eftir sér að lítið sé um brottkast á fiski og ekki fallist á staðhæfingar sumra sjómanna um annað. Flytjendur telja að mat Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand fiskstofna geti ekki talist áreiðanlegt nema leitt verði í ljós hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér. Nefndinni er einungis ætlað að safna upplýsingum um stöðu mála, og skal hún skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og skila þinginu niðurstöðum.
Von okkar er sú að stuðningur við þetta mál geti orðið víðtækur því brýna nauðsyn ber til að hefjast handa við þetta verkefni nú þegar.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
(greinin birtist í Suðurglugganum)
11.10.2008 | 13:46
Nýtum auðlindir út úr þrengingum.
Við Íslendingar siglum inn í ein mestu efnahagsvandræði sem fólk þekkir í sögu landsins. Fleiri þúsund Íslendingar eru nú þegar gjaldþrota eða á barmi gjaldþrots. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar er með þeim hætti að fólkið getur ekki meir. Vaxtaokrið, verðtrygging lána, gengisfall krónunnar sem bitnar á fólki með skuldir í erlendum gjaldmiðli.
Hvað á að gera til bjargar fólkinu í landinu ? Fólki sem reynir að lifa af launum sem nema um 120 þúsund krónum á mánuði sem jafnóðum brenna upp á báli óðaverðbólgu og verðtryggingar.
Ríkisstjórn landsins hefur margsinnis fengið viðvaranir um efnahagsástandið í landinu en lítið verið að gert fyrr en allt er komið í óefni, hvers eðlis sem er.Stjórnvöld hafa brugðist fólkinu í landinu, og fyrirtækjum varðandi það eygja sýn á hina bágu stöðu sem almenningi í landinu hefur verið boðið að meðtaka mánuðum saman hér á landi. Það er ekki hægt að kalla það festu og öryggi af hálfu stjórnvalda sitja hjá og horfa upp á kjör almennings verða að engu, án aðgerða í allt sumar.
Á sama tíma og hægt er að verja fjármagni til verkefna í sambandi við framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, er ekki hægt að kosta embætti lögreglu á Suðurnesjum að virðist, en loforð þess efnis hafði þó verið gefið sem ekki gekk eftir. Sama er að segja um rekstur Landhelgisgæslunnar, þar sem niðurskurður bitnar á starfssemi. Samstaðan í þeirri ríkisstjórn sem nú situr er góð ef ekkert er gert en um leið og eitthvað á að gera þá versnar í því. Ef á að virkja eða reisa stóriðju er hver höndin upp á móti annarri.
Það hefur komið fram bæði varðandi álver í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Þetta er mjög slæmt því samstöðu er sannarlega þörf .
Við þurfum að nýta allar okkar auðlindir nú sem aldrei fyrr, orkuna og fiskimiðin.
Við í Frjálslynda flokknum höfum lagt til 220 þús. tonna jafnstöðuafla í þorski til þriggja ára sem auka mundi tekjur þjóðarbúsins til muna eða um 60 milljarða árlega. Það skiptir verulegu máli að skoða allar leiðir til tekjuöflunar í þjóðfélaginu núna.Við í Frjálslynda flokknum viljum sjá að mannréttindi séu virt í reynd hér á landi, og það er stjórnvalda að standa þannig að málum að okkur sé sæmandi og aðkoma sjómanna að atvinnu sinni við sjávarútveg er eðlilegt réttlætismál. Við viljum einnig auka fjármagn til Íbúðalánastjóðs, til þess að sjóðurinn geti skuldbreytt og aðstoðað fólk í neyð.Við í Frjálslynda flokknum viljum nýta orkuna í iðrum jarðar og fallvötn til raforkuframleiðslu og auðlind sjávar ,sem mun skapa atvinnu- og útflutningstekjur. Við viljum styðja hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu bæði stóra og smáa. Þannig munum við komast út úr þeim þrengingum sem nú sækja okkur heim.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
(grein birt í Morgunblaðinu 10.10.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 17:19
Löggæslumálin á Suðurnesjum.
Set hér inn grein sem birtist eftir mig í dagblaði á vordögum, um stöðu mála þá, en nú er uppi á tengingum að virðist enn ein atlagan að þessum málafokki til handa okkur Suðurnesjamönnum.
12, apríl. 2008.
Geðþóttaákvarðanir um breytingar á löggæslu á Suðurnesjum eru óviðunandi.
Hugmyndir dómsmálaráðherra þess efnis að stokka upp og slita í sundur samstarf aðila við löggæslu og landamæraeftirlit í Leifsstöð sem og að færa yfirstjórn mála undir fleiri en eitt ráðuneyti er hrein og bein eyðilegging á öllu því starfi sem unnið hefur verið að á svæðinu. Starfi sem skilað hefur árangri og tekið hefur verið eftir í því sambandi.
Það er og verður gjörsamlega óviðunandi að bjóða mönnum er starfa að málum sem löggæslu upp á slík handahófskennd vinnubrögð breytinga af hálfu ráðherra málaflokksins. Staðreynd málsins er sú að lögregluembætti voru sameinuð fyrir 16 mánuðum undir eina yfirstjórn, með hagræðingu að markmiði og loforðum um aukna löggæslu á svæðinu með þeim breytingum þá. Þau hin sömu loforð um aukningu sem eðli máls samkvæmt þýðir fjármagn til starfsseminnar, hefur hins vegar ekki gengið eftir.
Rök ráðherra fyrir sameiningu á sínum tíma voru eins og áður sagði hagræðing en nú eru sömu rök notuð til þess að verja hugmyndir um uppstokkun og tilfærslu sem er stórfurðulegt.
Ávísun á fjáraustur og óskilvirkni.
Það gefur augaleið að þessi rakalausa hringferð ráðherra í máli þessu er með ólíkindum og ljóst að hvers konar viðbótarbreytingar munu kosta aukna fjármuni, til viðbótar þeim sem nú þegar hefur verið lofað en ekki er búið að efna. Það er einfaldlega ekki hægt að henda frá sér samvinnu aðila í sérhæfðum málum við löggæslu sem landamæravarsla eðlilega er á Keflavíkurflugvelli með því móti sem hér er verið að gera. Hvergi nokkurs staðar er mikilvægara að viðhalda samvinnu aðila allra er koma að málum og nýta þá reynslu samvinnu sem skapast hefur í samstarfi aðila með eina yfirstjórn mála á svæðinu.
Ég skora á ráðherra dómsmála að hverfa nú þegar frá þessum hugmyndum um breytingar og eyða óvissu þeirri sem starfsmenn löggæslu og öryggisvarða og tollvarða á Suðurnesjum, hafa mátt þola í þessu sambandi.
Þegar kemur að öryggi borgaranna þá skyldu menn skoða og gaumgæfa það atriði að þar gildir ekki að " spara aurinn en kasta krónunni " frekar en annars staðar.
Grétar Mar Jónsson.
alþingismaður Suðurkjördæmis.