26.1.2011 | 20:08
Hverjir keyptu veiðiheimildir?
Að gefnu tilefni birti ég hér aftur gamla bloggfærslu.
Í umræðunni um fiskveiðistjórnunarkerfið og fyrningu er talað um að ekki megi taka það af útgerðarmönnum sem þeir hafi keypt.
Þetta er rangt, því það eru engar stórútgerðir sem hafa þurft að kaupa allar sínar veiðiheimildir eftir 1991 þegar það myndaðist verð á veiðiheimildum.
Flestar stórútgerðir í landinu eru enn með sömu kennitölu og þær höfðu við upphaf kvótakerfisins og því byggja þau á nýtingarrétti sem þau borguðu ekki neitt fyrir.
Sum breyttu úr h.f. í e.h.f. og sameinuðust öðrum fyrirtækjum og eru því nú allt upp í níu kennitölur komnar inn í sum fyrirtækin.
Það er því rangt eins og LÍÚ hefur haldið fram að útgerðarfyrirtæki sem starfa í dag hafi keypt aflaheimildir, í 90% tilfella.
Ef farið er hringinn í kringum landið sést að það er enn sömu fyrirtæki og sama fólkið sem er enn í útgerð sem byggir á þeim gjafakvóta sem þau fengu í upphafi.
Hér verða flest þessara fyrirtækja talin upp.
Í Vestmannaeyjum eru það; Vinnslustöðin, Ísfélagið, Glófaxaútgerðin, Bergur-Hugin útgerðin, Dala-Rafns útgerðin, útgerðin á Frá, Bergi, Hugin, Þórunni Sveinsdóttur og Bylgjunni, ásamt fleiri útgerðum í Eyjum.
Á Hornafirði sameinuðust Skinney og Þinganes og tóku yfir Kaupfélags útgerðina.
Það eru nánast engar veiðiheimilir á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Reyðarfirði Það eru sömu aðilar í útgerð á Fáskrúðsfirði og voru og á Eskifirði þar sem Eskja e.h.f. er og er hún rekin af afkomendum Alla ríka.
Það eru sömu eigendur að Síldarvinnslunni á Norðfirði en þar eiga reyndar Samherjar orðið 30-40% hlut.
Á Þórshöfn er Ísfélagið komið inn í útgerðina með heimamönnum og Grandi er komin inn í útgerð með heimamönnum á Vopnafirði.
Á Siglufirði er Þormóður Rammi og hefur hann sameinast útgerð sem var á Ólafsfirði. Samherji og Brim eru á Akureyri.
Á Sauðarkrók eru sami aðili í útgerð og verið hefur og er það Kaupfélagið.
Á Grenivík er Gjögur.
Gunnvör á Ísafirði hefur sameinast nokkrum öðrum útgerðum þar.
Oddi er á Patreksfirði.
Á Snæfellsnesi er og hafa verið meðal annars útgerð Kristjáns Guðmundsonar, Hraðfrystihús Hellisands, Steinunnar útgerðin í Ólafsvík, Rakel Ólsen í Stykkishólmi, Guðmundur Runólfsson í Grundarfirði.
Í Reykjavík eru Grandi og Ögurvík.
Stálfrúin í Hafnarfirði.
Nesfiskur í Garði.
Happasæls, Arnars útgerðin og Saltver í Keflavík.
Þorbjörninn og Vísir í Grindavík.
Í Þorlákshöfn er útgerðir Einars Sigurðssonar og Hannesar Sigurðssonar.
Öll þessi fyrirtæki hafa verið til frá því fyrir daga kvótakerfisins og hafa byggt starfsemi sína upp á gjafakvóta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góða samantekt.
Fyrir einu eða tveimur árum birtist greinaflokkur í Morgunblaðinu þar sem fjallaði um útgerð víða á landinu. Þar á meðal var fjallað á hjartnæman hátt um Þorbjörn hf í Grindavík þar sem fjölskyldan hefði stundað útgerð í meira en 100 ár.
Sjö línum neðar í sömu grein kom fram að Þorbjörn hf hefði keypt allan sinn kvóta og að það væri mikil ósanngirni að fara að fyrna hann.
Ekki fæ ég séð hvernig þetta getur gengið upp.
Þórólfur Matthíasson hagfræðingur hefur leitað eftir því við LÍÚ að þeir gæfu upp gögnin sem liggja að baki þessari fullyrðingu. Svarið var þvert nei. Þessi fullyrðing að 90% kvótans hafi skipt um hendur eftir að gjafakvótakerfið var sett á verður því að teljast ósönnuð þangað til annað kemur í ljós.
Er þetta ekki dæmi um notkun aðferðafræði sem tíðkaðist í ríki einu í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, sem gekk út á að endurtaka lygina nógu oft og þá verði hún að sannleika.
Finnur Hrafn Jónsson, 27.1.2011 kl. 00:49
Takk fyrir þetta Grétar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2011 kl. 08:49
Það er afar vesæladarlegt að tefla fram haugalygi sem aðalröksemd í þýðingarmiklu hagsmunamáli svo margra sem hér er raunin.
Það er sama hvar komið er að áróðri LÍÚ manna, þar stendur hvergi steinn yfir steini þegar rykið er dustað af stóryrðunum.
Árni Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 13:27
Fróðlegt, Grétar Mar. Gott að hafa þessar upplýsingar tiltækar.
Menn ættu að Facebókartengja þetta og dreifa.
Bezta kveðja á sjóinn!
Jón Valur Jensson, 27.1.2011 kl. 14:42
Flest öll þessi fyrirtæki sem þú telur upp eru búin að kaupa aðrar útgerðir inn í sinn rekstur og eða skipt um eigendur. Ísfélagið keypti HÞ. Vísir yfir tók Djúpavík, Húsavík,Breiðdalsvík og fleiri og svo framvegis. Þetta veistu mætavel og ættir að sjá sóma þinn í að fara með rétt mál.
Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 17:25
Hallgrímur. Það er alveg nógu mikill sannleikur í þessari grein og þetta sínir hve mikið er logið. Fólk vill arð af sjávarútveginum og frjálsar línu og handfæraveiðar fyrir heimalandandi báta. Þökk Grétar. Það bætist alltaf á lista minn ef við fáum persónukjör í gegn.
Valdimar Samúelsson, 27.1.2011 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.