Enn og aftur um hamfarir

Nú er komið í ljós af menn vissu að hætta væri á bankahruni. Þrátt fyrir það fóru Geir og Ingibjörg um heiminn til að telja fólki trú um að allt væri í himnalagi. Það virðist ekki hafa hvarlað að þeim ráðamönnum sem vissu í hvað stefndi að leita leiða til að minnka skaðann.

Ef ráðherrar eru að segja satt um að hafa ekkert séð, vitað né skilið það er það nú komið á hreint að ráðuneytisstjórar þeirra vissu um hættuna.  

Ekkert var gert nema búa til drög að neyðarlögum sem að mínu áliti hafa gert meira ógagn en gagn. Þau hafa valdið því að enn standa menn í miðjum skóskafli og reyna að moka sig í gegnum hann.

Það er mín skoðun og hefur verið allan tímann að nær hefði verið að láta bankanna fara í gjaldþrot og taka síðan við þeim úr hendi skiptastjóra. Þá hefði skiptastjóri getað selt bankanna til nýrra aðila, hér á landi, með innlendu skuldum og eignum. Kröfur erlendra aðila hefðu þá farið í gegnum skiptastjóra og þeir ekki átt kröfu á ríkið. Neyðarlögin leiddu til þess að nú situr almenningur uppi með það að borga sukk útrásarvíkinganna vegna þess að engin sagði keisaranum að hann væri berrassaður.

Spurningin nú er hvort ekki sé ástæða til að kalla þá ráðamenn og starfsmenn ríkisins sem vissu af því að yfirstandandi væru hamfarir fyrir Landsdóm til að fá úr því skorðið hver þáttur þeirra í þessu máli var. Ef einhvern tíman á að myndast þjóðarsátt um að vinna sig í gegnum skaflinn þá er það að mínu áliti nauðsynlegt.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Áætlun ef bankar færu í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það lélegt að þessir útrásarvíkingar skuli komast upp með það að skuldsetja heila þjóð, og á meðan fá þeir um frjálst höfuð strokið og eru ekki einu sinni sóttir til saka!!!. Og svo ekki nóg með það heldur réttlættu þeir þessi fáránlegu háu kaup miðað við aðra útaf ábyrgðinni sem þeir báru, hvaða ábyrgð segi ég bara??. Því að þegar allt fór norður og niður þá fór ábyrgðin með og þeir flúðu land umvörpum og það sem kom í ljós að þetta voru bara skýjaborgir hjá þeim, og þetta fræga viðtal við björgúlf yngri þar sem hann var spurður hvort að hann gæti hjálpað og hann sagði já og hvort að hann gæti það núna þá svaraði hann nei!!. Á hvaða plánetu býr maðurinn eiginlega og hinir líka ef útí það er farið.

steini (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband