15.5.2009 | 10:11
Ókeypis skólamáltíðir
Eitt af stefnumálum Frjálslynda flokksins sem ekki náði eyrum kjósenda fyrir síðustu kosningar var að tryggt yrði að öll börn ættu þess kost að fá skólamaltíðir.
Það má ekki gerast að efnahagur foreldra verði þess valdandi að börnin okkar fái ekki mat.
Það að börnin fari að sofa með tannpínu er heldur ekki forsvaranlegt hvort heldur að hún stafi af sykur áti eða örðum þáttum.
Ögmundur vill nú setja á sykurskatt. Spurning er hvort það sé ekki meira í ætt við forræðishyggju sem hefur sýnt sig að breyta ekki neinu nema ef vera skildi að hækka vísitöluna.
Það þarf þess í stað að tryggja að börn hafi frían aðgang að tannlæknum sem fylgjast með tannheilsu þeirra og grípa inn í áður en í óefni er komið. Hér skiptir líka máli að efnahagur foreldra bitni ekki á tannheilsu barnanna okkar.
Í börnum landsins er framtíð þess falin og þau eiga rétt á því að við verndum þau á þann máta að þau geti tekist á við framtíðina án þess að núverandi efnahagsástand bitni á þeim.
Kveðja,
Grétar Mar
Verst setta barnaverndin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Grétar Mar, það er rétt að enga þýðingu hefur að setja á sykurskatt, hækka sælgætið og sykurinn, förum við þá ekki bara út í aðrar aðgerðir í þeim málum.
Allavega hætti þjóðin ekki að drekka á sínum tíma er vínbannið var, þeir bara brugguðu.
Besta forvörnin í tannverndarmálum er auðvitað að vekja foreldrana til umhugsunar um slæmsku sykursins á alla þætti heilsunnar ekki bara á tannskemmdir barna.
Auðvitað eiga að vera fríar máltíðir fyrir börn á grunnskólaaldri, síðan vill ég taka upp skólaboli/peysur, alveg löngu tímabært.
Það er margt sem hægt er að berjast fyrir, en lætur kannski ekki vel gerast í
því ástandi sem fólk kallar kreppu.
Þið eigið að halda áfram að berjast, og undirbúa næstu kosningar, þær verða
innan tíðar.
Bestu kveðjur til þín og ef þú hittir Steinunni þá berðu henni kveðju mína.
Milla nú búandi á Húsavík.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2009 kl. 10:27
Takk fyrir þetta Milla.
Gaman að heyra frá þér.
Ég skila kveðju til Steinunnar.
Grétar Mar Jónsson, 15.5.2009 kl. 10:34
Takk fyrir vinarbeiðnina.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2009 kl. 10:40
Mín er ánægja,
Kveðja, Grétar Mar
Grétar Mar Jónsson, 15.5.2009 kl. 12:15
Já, tannlækningar og matur í skólum á að vera frítt. Ef Ögmundur getur sett á sykurskattinn, væri hægt að nota hann í að greiða niður tannlækningar og vonandi mat fyrir börnin okkar í skólanum.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 15.5.2009 kl. 12:25
Sæl Kristín.
Málið er að ef skattur á sykur er hækkaður veldur það hækkun á verðbólgu sem þýðir hærri afborganir af lánum. Ég held að það skipti meira máli að börn læri það í gegnum uppeldi og nám að sykur veldur tannskemdum.
Grétar Mar Jónsson, 15.5.2009 kl. 12:29
Tek undir þetta með fría tannlæknaþjónustu og máltíðir í skólum fyrir börn. Ef Ögmundur ætlar að koma á norrænu velferðakerfi á Íslandi, á hann að stuðla að því, en ekki skvetta olíu á verðbólgubálið. Takk fyrir vinarbeiðnina.
Bjarni Líndal Gestsson, 15.5.2009 kl. 20:53
Það er alveg satt Grétar, enda er ég ekki hlynt því að skattur sé hækkaður á matvöru. Það sem ég meina er að ég vona bara að þeir noti þá skattpeninga sem þeir ætla að fá úr skattlangingu á sykri, þangað sem þeir nýttust sem best.
Auðvitað eru það við, foreldrar sem eigum að stýra sykurneyslu barnanna okkar og kenna þeim góða neysluvenjur.
Það er ekki forsjárhyggja stjórnvalda sem á að halda í heilsu barnanna okkar eða okkar.
Við eigum að geta sýnt þann manndóm, að við getum alið ungana okkar upp á ábyrgan og uppbyggilegan hátt.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 15.5.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.