Skattur á neysluvöru.

Það hringdi í mig ungur maður um daginn og var hann mjög reiður. Hann sagðist vera mjög óhress með hagstjórn nýju ríkissjónarinnar. Eina sem þeim dytti í huga að gera væri að hækka neysluvörur, svo sem tóbak, vín og bensín. Hann sagði jafnfram að þetta væri gamaldags hagstjórnartæki sem ekki myndi skila neinu nema að skerða kjör hins almenna borgara.

Það sama má segja um sykurskattinn. Hann veldur hækkun á vísitölu sem þýðir hærri afborganir af lánum.

Það er alveg á hreinu að þessi aðgerð er ekki til þess fallin að standa vörð um hagsmuni fjölskyldnanna í landinu. 

 


mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

það er ekkert flóknara.

nú hækka skuldbindingar á verðtryggðum lánum fólks sem og skuldbindingum ríkissins ... þannig að það verður að mínusa frá 35-50% af þessum "tekjum" sem ríkið er að fá á ári.

skjaldborg um heimilin ... góður þessi!

ThoR-E, 19.6.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Frekar er ég hissa á þessari færslu þinni Grétar minn. Það er í sjálfu sér ansi margt sem hækkar vísitöluna, það vantar ekki. En fyrri stjórnvöld hafa búið til risavaxið vandamál og stóreflis gat á fjárlögum.

Okkur ber að fylla upp í gatið, eða hvað? Skattar og niðurskurður koma til greina (ekki frekari lántökur auðvitað). Hvaða skattahækkanir og niðurskurð vilt þú frekar sjá en það sem boðað er? Ekki vera feiminn við að nefna póstana!

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.6.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Að sjálfsögðu þarf að að fylla upp í gatið Friðrik. Þú hefur nú lagt til ýmsar leiðir á blogginu þínu og get ég tekið undir alla þá liði.

Sem dæmi nefni ég:
Aðskilnaður ríkis og kirkju við það sparast 4-5 milljarðar á ári
Fresta framkvæmdum við Tónlistahús sem gefa 5-6 milljarða á ári
Skera niður í utanríkisþjónustunni um 4-5 milljarða á ári.
Auka veiðar í öllum tegundum og þar af um 100 þúsund tonn í þorski sem myndi gefa 70-80 milljarða.
Auka framleiðslu á grænmeti fyrir innanlandsmarkað og huga að útflutningi.
Efla ferðamannaiðnað þar sem landið er orðin ódýrari kostur fyrir erlenda ferðamenn. Þetta þarf að gera með sérstöku átaki.
Hátekjuskattur á þá sem hafa meira en 500 þúsund á mánuði.

Þetta eru aðeins nokkrir póstar og alls ekki tæmandi.

Ég geri hér ráð fyrir að núverandi jafnaðarmanna stjórn láti verða að því að lækka laun þeirra ríkisstarfsmanna sem hafa hærri tekjur en forsætisráðherra og stuðli þar með að launajafnrétti allra þegna landsins.

Síðast en ekki síst á að innkalla allar veiðiheimildir frá sægreifunum og leigja þær út frá ríkinu og þær tekjur færu þar með beint í ríkissjóð.

Grétar Mar Jónsson, 19.6.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband