Öryggi á hafi.

Það er ekki nógu gott ef aðalvarðstjóri á Vaktstöð siglinga telur að standveiðar hafi áhrif á öryggi sjómanna vegna strandveiða.

Það þarf að sjálfsögðu að tryggja að öryggi sjómanna sé tryggt því það skiptir okkur öll máli að menn geti aflað tekna fyrir sjálfan sig og þjóðarbúið án þess að hafa áhyggju af eigin öryggi.

Aðstandendur sjómanna þurfa að geta treyst því að öryggiskerfi virki á þann hátt að ekki sé verið að leggja líf ástvina þeirra í hættu.

Það er trú mín að standveiðar geti, í sumar, slegið á það mikla atvinnuleysi sem við erum nú að kljást við. Veiðarnar koma líka til með að auka tekjur þjóðarinnar.

Það ætti því að tryggja það að engin vafi sé um að Vaktstöð siglinga geti sinnt hlutverki sínu með þeim hætti að mannlífum sé ekki stefnt í hættu.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Öryggi á hafi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband