15.7.2009 | 08:27
Eru til önnur ráð en skattpíning?
Það hefði verið gaman að sjá útreikninga frá Seðlabanka Íslands um það hvað auka þyrfti kvóta um mörg tonn til að standa straum af þeim skuldum sem við virðumst þurfa að borga á næstu árum vegna manna sem létu græðgina stjórna gjörðum sínum.
Íslenska ríkið getur haft tekjur af því að afnema núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem er partur af þeirri spillingu sem viðgengist hefur hér á landi undanfarin ár.
Það á að innkalla aflaheimildir og ríkið á síðan að leigja þær út og með því skapa tekjur í ríkiskassann. Þetta gæti komið í veg fyrir skattpíningu almennings í landinu.
Fiskveiðistjórnunarkerfið er undirrót bankahrunsins og grunnur þess.
Það kerfi þarf að taka til gagngerar endurskoðunar því fyrr er ekki hægt að fara að byggja upp nýtt Íslands.
Kveðja,
Grétar Mar
Ríkið ræður við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.