2.8.2009 | 10:09
Hvað má fólkið í landinu vita?
Allt upp á borðið og engin leyndarmál var það sem okkur var lofað og við það verður að standa.
Það er fólkið í landinu sem kemur til með að borga þessi lán sem Kaupþing gamla veitt og eru nú að mestu gjaldfallin vegna þess að engin haldbær veð voru fyrir hendi vegna þeirra.
Það er fárandlegt að þjóðin megi ekki vita hvað hún á að borga. Hér á landi býr heiðarleg alþýða sem hefur aldrei gert annað en að reyna að fremst megni að sjá sér og sínum farborða með heiðarlegri vinnu.
Alþýða þessa lands fór ekki á eyðslufyllerí, hún skuldar ekki meira en eignir hennar standa undir. Hún fékk ekki lán án veða, hún drakk ekki kampavín.
Hún á rétt á því að vita fyrir hverja og hversu mikið hún kemur til með að þurfa að borga vegna óráðsíu fárra manna sem höfðu ekki til að bera samfélagslega ábyrgð.
Friðhelgi einkalífs á ekki við hér því þessi lán eru ekki lengur einkamál þeirra sem tóku þau heldur eru þau orðin vandamál þeirra sem þetta land byggja og koma til með að þurfa að borga með einum eða örðum hætti.
Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.
Lögbanni mögulega hnekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alþingi ætti að bregðast strax við og breyta lögum um bankaleynd í þá veru, að fjármálafyrirtæki sem komast í þrot missi réttin til bankaleyndar.
Tek heilshugar undir færslu þína alla, einkum síðustu málsgreinina.
Kv.
BG.
Bjarni Líndal Gestsson, 3.8.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.