IceSave

það er frábært að Eva Joly hafi kjark og þor til að skrifa grein sem byggir á staðreyndum um að ekki sé forsvaranlegt að leggja þennan skuldaklafa sem Icesave hefur í för með sér, á þjóðina.

Eva Joly bendir á að ef fram fer sem horfir þá mun ungt fólk flytja úr landi og aldursamsetningin breytast sem leiðir til að færri verða til þess að skapa tekjur fyrir þjóðarbúið.

Forsendur þær sem unnið er eftir núna þegar reiknað er út hvað þjóðin getur borgað er byggð á fölskum forsendum. Ungt fólk er þegar farið að flytja úr landi og ætlar sér ekki að taka á sig auknar byrgðar vegna óráðsíu undan gengina ára.

Þessi grein Evu Joly er það sem við þurfum á að halda og ber að fagna því að okkar málstað sé haldið fram. Þær þjóðir sem ætla að kúga okkur til samninga þurfa að heyra hvaða afleiðingar þessi skuldbinding kemur til með að hafa fyrir þjóðina.

Það hefur lítið farið fyrir því að fulltrúar þjóðarinnar hafi reynt að koma málstað hennar á framfæri.

Heilbrigðisráðherra spurði reyndar á bloggi sínu: "

Getur verið að á það hafi skort af okkar hálfu, að upplýsa almenning í Bretlandi og Hollandi um yfirgang þeirra eigin stjórnvalda og á hve óskammfeilinn hátt þau ganga erinda fjármálakerfis heimsins? Ég hef grun um að eftir markvisst átak til að koma málstað okkar á framfæri gæti fjölgað í vinahópi Íslands, það er að segja þeim sem raunverulega eru okkur vinveitt. Beinum sjónum okkar að almenningi. Hann mun sýna málstað almennings á Íslandi meiri skilning en samansúrrað valdakerfið mun nokkru sinni gera". (http://ogmundur.is/stjornmal/nr/4681/)

Þetta er kannski staðreynd málsins. Það hefur hingað til ekki verið gert mikið af því standa í baráttu fyrir því að koma í veg fyrir að IceSave bindi þjóðina í skuldaklafa.

Eva Joly gerir það og það bera að þakka.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Eva Joly hefur allavega hækkað í áliti hjá mér í dag með grein sinni. Það sem ég hneykslast mest yfir þó er að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru núna farin að klóra sér í hausnum hvort að þeir hefðu kannski ekki átt að henda nokkrum greinum í alþjóðapressuna til að koma málstað Íslendinga á framfari út á við. Sýnir bara að þau hafa ekki haft hugan að málunum að mínu mati.

Ég hef þar að auki tekið eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar er farin að hnekkja á nær allar skýrslur, greinar og umfjöllun sem tengist m.a. IceSave. Síðast þegar ég sá eins aðferð voru það blessuðu Bankastjórnarnir sem komu fram í fjölmiðlum þegar erlendar stofnanir sögðu eitthvað vont um bankana, nú eru það bara Jóhanna og Steingrímur sem tóku þeirra hlutverk. Það á að taka mark á öllum svona málum. Óskiljanlegt að einn maður sem talaði hæst fyrir kosningar um svik, að láta ekki beygja sig og hvað annað sé nú bara búinn að gefast upp.

Hvað svo varðar lögbannið fyrst Sigurbjörg nefnir það mál þá vill ég byrja á því að segja að það er þeim ekki til framdráttar að gera þetta og er ekki sáttur með það sjálfur. Aftur á móti er þetta þó lagalega rétt og lög um fjármálafyrirtæki eru sett til að einmitt tryggja trúnað. En á móti koma almannahagsmunir, tjáningafrelsið og upplýsingagjöfin sem svo sannarlega á við í þessu tilviki. Nú vona ég þó að aðrir miðlar nýti tækifærið og kafa djúpt í skýrsluna og birti fréttir um þau mál fyrst að bara RÚV varð fyrir lögbanninu. Þetta á ekki að þurfa að stoppa. Kaupþing hefur allavega gert stór mistök með lögbanninu.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 1.8.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Bjarni Þór Hafsteinsson

Grétar , þessi tilvitnum hjá þér í Ögmund er algjört lykilatriði í okkar erfiðu stöðu: Upplýsa þarf almenning í útlöndum (Bretlandi og Hollandi sérstaklega) um hvernig málum er komið fyrir hér.

Að bankaútrásin sé fjárglæfrastarfsemi örfárra aðila.

Að Landsbankinn hafi ekki verið þjóðbanki Íslendinga heldur banki fjárglæframanna með íslenzku ríkisfangi" (sbr National bank of Iceland!)

Meirihluti almennings erlendis veit örugglega ekki betur en öll Íslenska þjóðin og ríkið hafi staðið  saman að hlutum eins og Icesave. Þetta þarf að leiðrétta rækilega.

Ef tekst að ná einhverri samúð með Íslensku þjóðinni meðal almennigs erlendis ( og réttum upplýsingum komið á framfæri) verður stórum áfanga náð í að berjast gegn því efnahagslega umsátri sem nú ríkir um Ísland.

Hvernig er best að koma á framfæri réttum upplýsingum og kynna málstað Íslands? 

Bjarni Þór Hafsteinsson, 2.8.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Eva Joly er svo sannarlega að gera það sem íslensk stjórnvöld hefðu átt að gera fyrir löngu síðan sem er að koma sjónarmiðum fólksins í landinu á framfæri. Stjórnvöld hafa aðeins verið upptekin af því að vera ekki hent út af kokteilboða lista Alþjóðasamfélagsins. Það sem er merkilegt við blogg Ögmundar er það að hann situr í ríkisstjórn og ætti því að vera auðvelt fyrir hann að leggja til að blaðafulltrúar ríkistjórnarinnar sinntu því að koma málstað okkar á framfæri við almenning í Hollandi og Bretlandi.
Já Silla ég er sammála þér um það að nú verður allt brjálað og ekki síst vegna þess að því var lofað að allt yrði upp á borðinu en enn er verið að reyna að koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um þá spillingu sem hefur verið í gangi.

Grétar Mar Jónsson, 2.8.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband