9.10.2009 | 12:13
Samþykkt SUS
Mér hefur verið bent á hluta af samþykkt SUS um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og langar mig að deila því með ykkur. Ætla mætti að þetta hefði verið samið eins og lögin um stjórn fiskveiða á skrifstofu LÍÚ.
Brot úr stefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna, en stefnan var yfirfarin nú nýverið á þingi Sus á ísafirði.
Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið stuðlar, ólíkt flestum öðrum, að aukinni verðmætasköpun í greininni á meðan það kemur í veg fyrir ofveiði og verndar nytjastofna. Lykillinn að þessu tvennu eru framseljanlegar aflaheimildir. Með því að aflaheimildir geti skipt um hendur á opnum markaði eru mestar líkur á að þær rati í hendur þeirra sem skapa úr þeim mestu verðmætin, sér og þjóðinni til heilla. Nauðsynlegt er að standa vörð um þennan undirstöðuatvinnuveg okkar Íslendinga, sérstaklega nú á tímum. Því frábiður SUS sér allar hugmyndir um gjörbyltingu fiskveiðistjórnunarkerfisins með því að taka aflaheimildir úr höndum þeirra sem hafa keypt þær á opnum markaði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.