Hryðjuverkalögin

Þrátt fyrir að ekki sé hægt að breyta því sem gerðist í fortíðinni er samt hægt að íhuga hvað betur hefði mátt fara. Það er nausynlegt að gera til að læra af mistökunum.

Það er mín skoðun og hefur verið frá því að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög að við hefðum átt þá og þegar að slíta stjórnmálasambandi við þá. Ég lagði þetta til á Alþingi, strax eftir hrun. Ég vildi að við kölluðum okkar sendiherra heim og sendum sendiherra Breta úr landi. Ég taldi að við hefðum átt að nota sömu aðferð gegn Bretum í tenglum við hryðjuverkalögin eins og við gerðum í landhelgisstríðunum.

Það er skoðun mín af við hefðum átt að berjast fyrir rétti okkar án þess að hræðast það að við yrðum útskúfuð úr alþjóðasamfélaginu. Þegnar þessa lands eru mikilvægari en kokteilboð alþjóðasamfélagsins.

Hryðjuverkalögin bitnuðu ekki aðeins á Landsbankanum heldur höfðu þau einnig áhrif á efnahagslífið allt. Það nægir mér ekki að Bretar segi að hryðjuverkalögunum hafi verið beitt gegn bönkunum, þau bitnuð á þjóðinni allri.

Mörgum spurningum er enn ósvarað um það ferli sem olli því að hryðjuverkalögin voru sett á þjóðina. Það er nauðsynlegt að við fáum að vita hvað varð þess valdandi.

Var það ekki í verkahring Seðlabankans að fylgjast með gjaldeyrisviðskiptum? Af hverju var ekki gripið inn í það ferli þegar bankarnir og stjórnendur þeirra hófu að flytja peninga frá útibúum sínum í Bretlandi hingað til lands?  Ef það var ástæða þess að hryðjuverkalögin voru sett að það voru óeðlilegir flutningar á peningum frá Bretlandi til Íslands.

Það er mögum spurningum ósvarað um þetta mál sem verður af fara að fást svör við. Aðeins þannig getum við farið að horfa til framtíðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góðan pistil Grétar.

Þú kemur réttilega inn á sem oft vill gleymast, að ef um eitthvað óeðlilegt var að ræða af hálfu íslensku bankanna, þá bar okkur skylda að fylgjast með.  Og ef við stóðum okkur ekki, þá áttu bretarnir að krefjast úrbóta, en ekki skjóta fyrst og spyrja svo.

En var um eitthvað óeðlilegt að ræða?

Sigrún Davíðsdóttir sýndir fram á í einum af pistli sínum að hryðjuverkalögin hefðu verið í undirbúningi í nokkra daga í breska stjórnkerfinu.  Ef tilefni þess var eitthvað óeðlilegt í starfsemi bankanna, þá hefði verið miklu nær fyrir breska fjármálaeftirlitið að bregðast við með yfirtöku þeirra, til þess hefur það fullt vald.

En það var ekki gert.  Er skýringin sú að það komu peningar frá Íslandi til Bretlands eins og bankamenn okkar fullyrða?  Það er ótrúlegt að skilanefndirnar skuli ekki hafa hreinsað borðið hvað þetta varðar, þær hljóta að kunna á Exel.

Miðað við upplýsingar Sigrúnar þá er miklu líklegra að hryðjuverkalögin hafi verið útbúin í þeim eina tilgangi að setja strax þumalskrúfur á íslensk stjórnvöld svo þau gengu að fyrirhuguðum kröfum bretanna vegna ICEsave reikninganna.  Í því samhengi má ekki gleymast að upphaflegur áróður bretanna  var upp á allan pakkann.

Hinsvegar skiptir það engu máli hvað bretarnir voru að hugsa, þeir réðust á landið og það eitt skiptir máli.  Öll sanngirni í umræðunni hverfur um leið og það eina sem skiptir máli er að verjast.  Á því prófi féllu íslensk stjórnvöld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk fyrir þetta Ómar og jú það sem skipti mestu máli var að reyna að verjast og ekki gefast upp áður en reynt var að berjast og sjá til hvers það gæti leitt.

Grétar Mar Jónsson, 9.10.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband