24.11.2009 | 23:11
Þorsteinn bullar á INN
Þorsteinn Pálsson hélt því fram í þætti hjá Ingva Hrafni á INN að íslenskur sjávarútvegur væri ekki ríkisstyrktur en væri í samkeppni við ríkistyrktan sjávarútvegi í öðrum löndum.
Hann ætti að vita betur. Með gjafakvótakerfinu gátu íslenskir útgerðarmenn veðsett, leigt og selt nýtingarréttinn (kvótann). Þegar verðið var hæst á gjafakvótanum var úthlutaður kvóti 1000 milljarðar eða meira og er mesti ríkistyrkur sem þekkist á byggðu bóli.
Með óbeinum hætti var þetta og er ekkert annað en ríkistyrkur því menn fengu peninga frá ríkinu í formi kvóta á meðan aðrar þjóðir eru með beinan stuðning sem ekki er í neinni líkingu við þetta brjálæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleyma lægra olíuverði, en hjá öðrum þegnum landsins.
Venjulegir jeppamenn eru að borga niður olíuna hjá sægreifunum.
Ekki borga þessir höfðingjar skatta sem nokkru nemur !
Allt sem þeir kaupa er virðisaukaskatts frítt !
Að ógleymdu, ekki skila þeir nema um 50 % af afurðavirði til landsins aftur,
nýtingarhafar þjóðarauðlindarinnar.
Þeir blóðmjólka þjóðina án þess að gripið er í taumana !
Þetta er aðallinn á Íslandi í dag. Verri en allir útrásarvíkingarnir.
Loforð: Það breytist ekkert á Nýja Íslandi, nema að afnema eignarrétt Kvótanautanna !
Birgir Sæmundsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 23:34
Hvað eru þær annað en ríkisstyrkir allar þessar "sértæku" aðgerðir til "bjargar" fyrir sjávarplássin? Þessu fólki þurfti ekki að bjarga hefði lífsbjörgin ekki verið tekin frá því og gefin vinum og vandamönnum ráðherranna.
Árni Gunnarsson, 25.11.2009 kl. 01:07
Já einmitt, kvótakerfið hefur fært handhöfum kvótans lántöku- og veðsetningarheimildir langt umfram burði greinarinnar, sem nýttar voru í brask og sukk.
Það er því ljóst að gífurlegar afskriftir verða óhjákvæmilegar í sjávarútveginum, á hvers herðum lenda þær?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2009 kl. 03:18
Ríkisstyrkur? Ertu að halda því fram að ríkið hafi átt fiskinn og gefið ákveðnum einstaklingum hann?
Páll Jónsson, 25.11.2009 kl. 13:09
Er þér ekki kunnugt um það Páll að kvótinn sem ríkið úthlutaði ókeypis hefur verið seldur og keyptur? Ekki heyrt af sölunni á Guggunni frá Ísafirði svo eitthvað sé nefnt. Er þér ekki kunnugt hvernig græna höllin við endann á Laugaveginum var fjármögnuð? Er það ný frétt að fjöldi einstaklinga seldu fyrir milljarða það sem þeir þurftu ekki að greiða krónu fyrir?
Árni Gunnarsson, 25.11.2009 kl. 17:32
Ah, það má gera athugasemdir við það að hvernig kvótanum var úthlutað en það er allt annað mál. Það var talin þörf á að koma betri stjórn á nýtingu fiskistofna.
Varðandi aðrar veiðar er annarri aðferðafræði beitt, t.d. hreindýraveiðar, en í sjávarútvegi var sú leið farin að veita þeim hlutdeild í kvóta sem verið höfðu við veiðar á ákveðnu tímabili áður. Ríkið taldi sig væntanlega ekkert vera að gefa þar sem það hafði ekkert átt.
Þessi leið sem var valin virðist helst skila sér í því að allir enda á hausnum, en ég á erfitt með að sjá þessa gjafapælingu engu að síður....
Páll Jónsson, 25.11.2009 kl. 18:16
Gjafir eru þannig að þú færð eitthvað sem þú borgar ekki fyrir Páll en getur fénýtt þær. Í þessu tilfelli getur þú fénýtt kvótann með því að selja hann eða leigja. Páll, Leiga á 1 tonni af þorski er 275.000. Þannig ef þú átt nokkur tonn þarft þú ekkert að gera annað en sitja við tölvuna þína og leigja þeim sem ekkert fá eða eiga.
Gjafakvóta getur þú einnig veðsett fyrir hverju sem er, s.s. þyrlum og flugvélum. Og síðan getur þú selt kílóið á 2000 kr. af þorski í dag. Þegar best lét 2007 kostaði eitt kíló af þorski 4200 kr.. Ég kalla þetta ríkisstyrk.
Birgir, Árni og Axel takk fyrir ykkar innlegg.
Grétar Mar Jónsson, 25.11.2009 kl. 19:29
Sæll og þakka þér fyrir vináttuna okkur finnst gaman að gantast og svo blöndum við alvöru saman við uppskriftum af mat og kökum og öllu mögulegu við vildum líka fræðast af þér og svo höfum við heyrt að þú sért skemmtilegur maður og það kunnum við að meta.Kærar kveðjur og takk.Flugurnar.
Flugurnar (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 00:16
Birgir hvað hefur þú fyrir þér í þessum fullyrðingum og Grétar þú þakkar fyrir svona fullyrðinga bull.
Magnús (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.