19.5.2009 | 09:46
Frábært!
Það er gott þegar vel gengur og það birtast fréttir af því að enn eru til fyrirtæki sem eru að skila arði til þjóðfélagsins.
Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á það í stefnuskrá sinni að tryggja þurfi rekstragrundvöll þeirra fyrirtækja sem stunda sjávartengda ferðamennsku um allt land. Í henni felast tækifæri til að auka þjóðartekjur til muna.
Við eigum að nota þá þekkingu sem er til staðar í tengslum við nýtingu auðlinda hafsins til að auka atvinnutækifæri í ferðamannaiðnaði. Þar liggja tækifæri í mannauð með þekkingu og reynslu sem í fellst auðlind sem hægt er að nota til að auka tekjur og atvinnu.
Kveðja,
Grétar Mar
Sjóstöngin skilar milljarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 19:59
Hvernig er hægt að skulda 45 milljarða?
Hannes Smárason skuldar jafn mikið og það kostar ríkið að borga atvinnuleysisbætur í tvö ár miðað við núverandi ástand á vinnumarkaðinum eða um 45 milljarða. Dæmi Hannesar er ekki einsdæmi,heldur eitt af mörgum.
Spurningin er sú hvernig það hafi gerst að einn einstaklingur getur skuldað upphæð sem nemur miljörðum. Kannski segir þessi tala allt það sem segja þarf um það brjálaða ástand sem hér hefur ríkt. Sumir virðast hafa getað gegnið sjálfala um í bönkum landsins og fengið lán út á veð en gátu aldrei borgað vexti og afborganir af lánunum.
Matador er spil þar sem maður getur leikið sér að því að kaupa og selja plasthús, plastbíla með plat peningum. Það þarf að sjá til þess að í framtíðinni verði tryggt að menn getir ekki spilað í fjárhættuspilum með hús fjölskyldanna í landinu, bílana þeirra og líf. Þeim verði gert að spila Matador, þar sem allt er í plati.
Það á ekki að bjóða þjóðinni upp á það að borga sukkið eins og útlit er fyrir að við þurfum að gera. Við höfum ekki val, við verðum skikkuð til þess með skattahækkunum eða þjónustugjöldum sem kemur til með að leiða til verri lífskjara með einum eða öðrum hætti.
Það á að byrja á sykurskattinum sem kemur til með að hækka afborgarnir verðtryggðra lána venjulegs fólks sem bara á að borga og borga. Útrásarvíkingarnir með riddarakrossana sleppa eða fá lúxusvist á Kvíabryggju.
Kveðja,
Grétar Mar
15.5.2009 | 10:11
Ókeypis skólamáltíðir
Eitt af stefnumálum Frjálslynda flokksins sem ekki náði eyrum kjósenda fyrir síðustu kosningar var að tryggt yrði að öll börn ættu þess kost að fá skólamaltíðir.
Það má ekki gerast að efnahagur foreldra verði þess valdandi að börnin okkar fái ekki mat.
Það að börnin fari að sofa með tannpínu er heldur ekki forsvaranlegt hvort heldur að hún stafi af sykur áti eða örðum þáttum.
Ögmundur vill nú setja á sykurskatt. Spurning er hvort það sé ekki meira í ætt við forræðishyggju sem hefur sýnt sig að breyta ekki neinu nema ef vera skildi að hækka vísitöluna.
Það þarf þess í stað að tryggja að börn hafi frían aðgang að tannlæknum sem fylgjast með tannheilsu þeirra og grípa inn í áður en í óefni er komið. Hér skiptir líka máli að efnahagur foreldra bitni ekki á tannheilsu barnanna okkar.
Í börnum landsins er framtíð þess falin og þau eiga rétt á því að við verndum þau á þann máta að þau geti tekist á við framtíðina án þess að núverandi efnahagsástand bitni á þeim.
Kveðja,
Grétar Mar
Verst setta barnaverndin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 10:20
Grein eftir Þórólf Matthíasson
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Þórólf Matthíasson sem heitir; Fyrningarleiðin eykur ávinning Íslendinga af sjávarútveginum.
Þetta er mjög góð grein sem allir sem vilja að fyrningarleiðin verði farin ættu að lesa. Þórólfur færir mjög góð rök fyrir henni í grein sinni.
14.5.2009 | 09:31
Enn og aftur um hamfarir
Nú er komið í ljós af menn vissu að hætta væri á bankahruni. Þrátt fyrir það fóru Geir og Ingibjörg um heiminn til að telja fólki trú um að allt væri í himnalagi. Það virðist ekki hafa hvarlað að þeim ráðamönnum sem vissu í hvað stefndi að leita leiða til að minnka skaðann.
Ef ráðherrar eru að segja satt um að hafa ekkert séð, vitað né skilið það er það nú komið á hreint að ráðuneytisstjórar þeirra vissu um hættuna.
Ekkert var gert nema búa til drög að neyðarlögum sem að mínu áliti hafa gert meira ógagn en gagn. Þau hafa valdið því að enn standa menn í miðjum skóskafli og reyna að moka sig í gegnum hann.
Það er mín skoðun og hefur verið allan tímann að nær hefði verið að láta bankanna fara í gjaldþrot og taka síðan við þeim úr hendi skiptastjóra. Þá hefði skiptastjóri getað selt bankanna til nýrra aðila, hér á landi, með innlendu skuldum og eignum. Kröfur erlendra aðila hefðu þá farið í gegnum skiptastjóra og þeir ekki átt kröfu á ríkið. Neyðarlögin leiddu til þess að nú situr almenningur uppi með það að borga sukk útrásarvíkinganna vegna þess að engin sagði keisaranum að hann væri berrassaður.
Spurningin nú er hvort ekki sé ástæða til að kalla þá ráðamenn og starfsmenn ríkisins sem vissu af því að yfirstandandi væru hamfarir fyrir Landsdóm til að fá úr því skorðið hver þáttur þeirra í þessu máli var. Ef einhvern tíman á að myndast þjóðarsátt um að vinna sig í gegnum skaflinn þá er það að mínu áliti nauðsynlegt.
Kveðja,
Grétar Mar
Áætlun ef bankar færu í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 15:26
Grátkórar sægreifanna
Set hér inn hluta af færslu sem birtist á bloggi mínu í gær.
Sægreifarnir hafa sett saman grátkór með stuðningi bæjarstjórnafulltrúa, sem eru þeim vilhallir.
Það má nú alveg setja spurningamerki við það fyrir hverja þessir ágætu bæjarstjórnarmenn telja sig vera fulltrúar fyrir. Þeir láta hafa sig út í það að mótmæla því að allir þegnar landsins sitja við sama borð, þegar kemur að því að fá arð af sameiginlegri auðlind, fiskinum í sjónum.
Hverjir kusu þá til að vera fulltrúar sínir í bæjarstjórnum, á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og Grindavík. Voru það sægreifar eða almenningur?
Þegar bæjarstjórar sveitarfélaga sem hafa farið hvað verst út úr núverandi fiskveiðistjórnarkerfi láta hafa sig út í það að verja það, þá er nú fokið í flest skjól.
Hversu margir sægreifar hafa selt kvóta sinn í Ísafjarðarbæ og farið með arðinn suður þar sem þeir hafa leikið sér í fjárhættuspilum, sem eru ein ástæða þess að efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst.
Það væri rétt að Halldór bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ færi yfir þær tölur áður en hann heldur áfram að vera með í grátkór sægreifanna.
Það var ekki settur saman grátkór þegar lögin voru sett. Lög sem hafa skaðað sjávarbyggðirnar með þeim hætti að aldrei kemur til með að gróa um heilt.
Forsenda nýja Íslands er að meinsemdum verði eytt og tryggt að allir þegnar landsins sitji við sama borð. Það á ekki að leyfa að einhverjum sé gert að hirða molana sem detta af borðum greifanna. Í dag eru það leiguliðar kvótaeigenda.
Kveðja,
Grétar Mar
Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 12:38
Vísir.is í dag
Vandræðaástand í sjávarþorpum
Þetta er merkileg frétt vegna þess að þar segir að vandræðaástand hafi skapast í sjávarþorpum vegna óvissa um fyrningarleiðina.
Það mætti ætla að vísir.is væri komin í grátkórinn með bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.
Ég held að ef sá fréttamaður sem skrifaði þessa ágætu frétt hefði skoðað málið aðeins betur hefði hann komist að því að það leigir engin heilvita maður þorskkvóta í dag, af þeim sem eiga hann.
Ástæðan er sú að kíló af þorskkvóta er leigður á 180. kr.. Verð til þeirra sem veiða síðan kílóið og selja, er 160. kr. á kílóið. Þetta er ekki vegna fyrningarleiðarinnar heldur þess arfavitlausa fiskveiðistjórnunarkerfis sem enn er við líði.
12.5.2009 | 10:23
DV.is í dag
12.5.2009 | 10:16
Jóhanna og fiskurinn
Það verður nú bara að viðurkennast að Jóhanna koma, sá og sigraði í Kastljósi í gærkvöldi. Hún vakti upp von, um að tekið yrði á helstu meinsemdum landsins, af festu og öryggi. Það verður ekki um neitt miðjumoð að ræða. Hlutir verða ræddir og þeim breytt og þar með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Sægreifarnir hafa sett saman grátkór með stuðningi bæjarstjórna, sem eru þeim eru vilhallar.
Það má nú alveg setja spurningamerki við það fyrir hverja þessir ágætu bæjarstjórnarmenn telja sig vera fulltrúar fyrir. Þeir láta hafa sig út í það að mótmæla því að allir þegnar landsins sitja við sama borð, þegar kemur að því að fá arð af sameiginlegri auðlind, fiskinum í sjónum.
Hvejir kusu þá til að vera fulltrúar sínir í bæjarstjórnum á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og Gríndavík. Voru það sægreifar eða almenningur?
Þegar bæjarstjórar sveitarfélaga sem hafa farið hvað verst út úr núverandi fiskveiðistjórnarkerfi láta hafa sig út í það að verja það, þá er nú fokið í flest skjól. Það var ekki settur saman grátkór þegar lögin voru sett. Lög sem hafa skaðað sjávarbyggðirnar með þeim hætti að aldrei kemur til með að gróa um heilt.
Forsenda nýja Íslands er að meinsemdum verði eytt og tryggt að allir þegnar landsins sitji við sama borð. Það á ekki að leyfa að einhverjum sé gert að hirða molana sem detta af borðum greifanna.
Kveðja,
Grétar Mar
11.5.2009 | 13:56
eyjan.is
Áhugaverð grein eftir Jón Pál Jakobsson sjómann á eyjan.is sem byrtist í gær.
Slóðin er; Feigðarleið eða rétta leiðin?
11.5.2009 | 13:06
DV.is
Kíkið á þetta; Sægreifar mega fara til Tortola
11.5.2009 | 08:41
Nýr stjórnarsáttmálinn
Það er margt jákvætt í nýjum stjórnarsáttmála sem snýr að breytingum á lögum um fiskveiðar.
Það er samt eitt sem hafa þarf í huga því í sáttmálanum segir; "Skipaður verði starfshópur er vinni á að endurskoðuninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræðinga".
Það voru hagsmunaaðilar sem bjuggu til núverandi lög og mjög einkennilegt nú þegar byggja á upp nýtt Ísland, sem á að byggja á jöfnum rétt þegna landsins, að þá eru það enn og aftur hagsmunaaðilar sem eiga að endurskoða lög sem varða þá sjálfa og þeir tilbúninr að verja með öllum ráðum.
Hagsmunaaðilar í þessu sambandi er þjóðin öll. Hún á þessa auðlind sem verið er að fjalla. Hún á að eiga fulltrúa þegar kemur að endurskoðun á þessum lögum.
Núverandi fiskveiðakerfi er ein ástæða þess að efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst.
Kerfið hefur leitt til þess að búin hefur verið til stétt leiguliða sem aðeins geta sótt björg í bú ef kvótagreifar gefa þeim leyfi til þess.
Kerfið hefur lagt margar sjávarbyggðir í rúst vegna þess að hagsmunaaðilar töldu að hagræða þyrfti í greininni.
Kerfið átti að leiða til þess að vernda auðlindana og koma í veg fyrir ofveiði en hefur þess í stað leitt til brottkasts og spillingar.
Látum það ekki gerast enn og aftur að sérhagsmunaaðilar búi til lög eða endurskoði lög sem varða þá sjálfa án þess að hugað sé að hagsmunum allra þegna landsins.
Kveðja,
Grétar Mar
10.5.2009 | 18:21
Ný ríkisstjórn
Ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi á komandi árum.
Það er mér sérstakt fagnaðarefni að ákveðið hefur verið að fara fyrningarleiðina í kvótakerfinu.
Ég hefði kosið að byrjað yrði strax í haust að innkalla kvótann og þá meira en um 5%. Þetta er samt vísir af því að leggja af kerfi sem brýtur mannréttindi á þegnum landsins.
Þetta er áfangasigur og er full ástæða að fagna því.
Kveðja,
Grétar Mar
9.5.2009 | 09:42
Þeir fengu fiskinn í arf
Texti: Bubbi Morthens
Í kódaklúbb eru strákarnir
kóngar hafsins, greifarnir
þingmenn sína þekkja
sem þjóðina aldrei blekkja
sem lögin setja, lagavissir
og lofa: Enginn þeirra missir
það sem örlögin höfðu orpið
allan kvódann og þorpið
í hendur sægreifans.
Þessi texti er pistill dagsins og segir allt í hnotskurn sem segja þarf um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Eigið góðan dag,
Grétar Mar
8.5.2009 | 14:11
Mótmælin í dag
Myndin er fengin að láni af DV.is
Kveðja,
Grétar Mar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)