23.4.2009 | 16:24
Lundinn
Georg Eiður skrifar á Suðurlandid. is í dag;
Lundinn settist upp í Heimaklett í kvöld
Georg Eiður Arnarson er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
23.4.2009 | 10:48
Mútur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009 | 10:45
Vinstri Grænir og sjálfbær nýting auðlinda
Forsenda blómlegs atvinnulífs, góðs velferðakerfis og góðrar menntunar fyrir alla, óháð efnahag, er að það komi peningar í kassa ríkis og sveitarfélaga.
Peningar þessir verða til fyrir tilstuðlan þess að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til atvinnusköpunar. Vinstri Grænir viðast ekki alveg átta sig á þessari staðreynd og kemur það berlega í ljós þegar núverandi Umhverfisráðherra leggst gegn leit og nýtingu á olíu, ef hún finnst á Drekasvæðinu.
Umhverfisráðherra talar um sjálfbæra nýtingu en virðist ekki alveg vera með það á hreinu hvað það þýðir í raun eða er viljandi að nota þá stefnu gegn sinni eigin þjóð.
Sjálfbær nýting náttúruauðlinda þýðir að þjóðir mega og eiga að nota þær auðlindir sem þær eiga með þeim hætti að nýtingin skerði ekki möguleika komandi kynslóða til að geta lifað af auðlindunum.
Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að olía sé þannig auðlind að hún endurnýjist ekki þegar á hana er gegnið. En á hitt ber að líta að forsenda þess að hér á landi sé mannlíf með blóma og komandi kynslóðir hafi tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi, er að við notum þær auðlindir sem við eigum með það að markmiði að skapa skilyrði til þess.
Það er nú eiginlega komin tími til þess nú korteri fyrir kosningar að Vinstri Grænir segi kjósendum hvaða stefnu þeir hafa í atvinnumálum og í nýtingu náttúruauðlinda og hætti að slá um sig með frösum sem þeir eru ekki búnir að hugsa til enda. Það er ekki nóg að veifa bæklingum á kostningafundum um atvinnumál og græna framtíð, því það hefur nú sýnt sig að allt er fallt þegar menn fá tilboð um ráðherrastóla.
23.4.2009 | 10:03
Gleðilegt sumar
Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars.
Sumarkveðjur,
Grétar Mar
22.4.2009 | 15:06
Vísir.is
22.4.2009 | 09:59
Lýðræðið og framtíðin
Í október 2008 hrundi bankakerfið á Íslandi og eftir þann atburð hafa verið uppi háværar kröfur frá almenningi um að nýtt lýðveldi verði stofnað.
Það lýðræðis fyrirkomulag sem hefur verið við lýði virðist ekki hafa verið til þess fallið að tryggja hag almennings í landinu. Kerfið hefur stuðlað að því að sérhagsmunarhópar hafa geta komið ári sinni þannig fyrir borð að þeirra hagsmunir hafa verið hafðir að leiðarljósi.
Þingið á að fara völd fólksins á milli kosninga og tryggja að hagur alls almennings sé hafður að leiðarljósi. Völd virðast hafa skipt stjórnmálamenn eða flokka þeirra meira máli en að ná fram þeim stefnumálum sem fólkið í flokkunum hefur tekið þátt í að semja, til dæmis á flokksþingum þeirra.
Sem dæmi þá seldi Samfylkingin samþykkt síns eigin flokksþings um aðild að Evrópusambandinu fyrir ráðherrastóla eftir síðustu kosningar.
Sama er upp á tengingunum nú þegar Vinstri Grænir eru komnir í stjórn. Öll fallegu loforðin eru horfin og þeir hafa meira að segja selt umhverfistefnu flokksins sem hefur verið þeirra helsta stefnumál. Eftir að Steingrímur J. Sigfússon komst í ráðherrastól er hann hættur að láta eins og byltingaforingi. Hann er orðin ljúfur og góður pólitíkus, brosandi út að eyrum, til í að selja allt.
Það virðist því vera svo að það sé ekki markmið stjórnmálaflokka að standa vörð um eigin stefnumál sem samþykkt eru á flokksþingum þeirra, heldur hitt að komast til valda.
Það vita allir eftir atburði síðustu mánuðum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa haft það eitt að markmiði með setu sinni á Alþingi að selja flokksgæðingum eignir ríkisins fyrir lítinn pening til að tryggja sér og sínum völd. Þessir flokkar hafa einnig staðið dyggan vörð um hið spillta fiskveiðistjórnunarkerfi sem talið er vera grunnur þess að bankakerfið hrundi.
Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei selt sín stefnumál hvorki fyrir völd né peninga.
Við munum áfram berjast fyrir því að mannréttindi séu ekki brotin hér á landi.
Við höfum atvinnustefnu sem byggir á því að nýta þá þekkingu sem er til staðar í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og á þeirri þekkingu viljum við tryggja tækifæri til nýsköpunar.
Við bjóðum ekki upp á neinar töfralausnir heldur raunhæfa kosti í atvinnumálum landsmanna.
Setjum X við F
21.4.2009 | 22:00
Hvaða fulltrúar þjóðarinnar fengu mútur?
Milljónastyrkir Baugs og FL Group til stjórnmálamanna
21.4.2009 | 21:02
Leið út úr efnahagsþrengingunum
Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun flokksins barist fyrir því að leggja af núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmið að tryggja jafnan rétt þegna landsins til að nota og nýta þessa auðlind. Við teljum að þessi mikilvæga auðlind sé sameign þjóðarinnar en ekki séreign sægreifa. Við teljum að með því að breyta núverandi kerfi megi skapa tekjur í ríkissjóð sem verði nýttur öllum þegnum landsins til góðs.
Við viljum stefna út úr kvótakerfinu með meðal annars eftirfarandi aðgerð sem hafist verði handa við að framkvæma strax að loknum kosningum:
Frjálslyndi flokkurinn vill að allar aflaheimilir við Ísland verði innkallaðar. Stofnaður verði sérstakur auðlindasjóður sem hafi það hlutverk að leigja gegn eðlilegu afgjaldi allar aflaheimildir árlega. Leiga aflaheimilda til fiskveiða verði bundin við íslenska ríkisborgara, á jafnréttisgrundvelli, og miðað verði að því að eðlileg nýliðun í útgerð sé tryggð. Óheimilt verði að framleigja leigðar veiðiheimildir. Tekjur af leigu aflaheimilda renni í auðlindasjóðinn eftir nánari reglum sem Alþingi ákveður.
21.4.2009 | 19:50
Grein eftir Kalla Matt á BB.is
21.4.2009 | 19:40
Furðulegustu kosningaloforðin
Jón Trausti Reynisson skrifar í leiðara á DV.is 21. apríl 2009 um furðulegustu kosningaloforðin. Um stefnu Sjálfstæðisflokksins segir hann;
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjölga störfum um 20 þúsund til að berjast gegn atvinnuleysi. Stóra vandamálið er að einungis eru rúmlega 14 þúsund Íslendingar án atvinnu. Slíkt góðæri er því yfirvofandi að það vantar hátt í sex þúsund manns til að vinna öll störfin sem flokkurinn mun framleiða.
21.4.2009 | 19:29
Spilling og mútur
Enn er að koma undan teppinu hverjir hafa í raun stjórnað landinu undanfarin ár. Í frétt á Vísir.is í dag kemur fram að fyrirtæki eins og Baugur og FL Group hafa greitt um 2 milljónir til einstakra frambjóðenda sem þeir hafa notað í prófkjörsbaráttu sinni.
Prófkjör eiga að vera lýðræðislegt form og flokksmenn eiga að geta haft áhirf á það hverjir eru í forsvari fyrir þá á Alþingi. Nú virðist það vera svo að stórfyrirtæki hafi ekki bara keypt velvild flokkanna heldur hafa þeir líka keypt sér velvild einstakra frambjóðenda þeirra.
Það hlýtur að vera krafa kjósenda að fá að vita hverjir voru keyptir.
Nýtt Ísland sem byggir á lýðveldi og jöfnum rétt allra þegna kallar á að öll fjármál stjórnmálaflokkanna séu upp á borðinu og það á einnig að gilda um framlög tengd prófkjörum einstaklinga innan flokkanna.
Fjármál Frjálslynda flokksins hafa alltaf verið upp á borði og okkur hefur hvorki verið mútað né við keyptir til að tryggja sérhagsmuni einstaka fyrirtækja né einstaklinga.
21.4.2009 | 07:51
Frjálslyndir og atvinnumál
Þessi grein birtist á frétta og upplýsingavef Hornafjarðar, Ríki Vatnajöluls í gær 20. apríl 2009.
21.4.2009 | 07:40
Kosningabaráttan
Kíkið á eftirfarandi umfjöllun á Suðurlandid.is í dag. |
|
21.4.2009 | 07:32
Samfylkingin og kosningaloforðin
Er hægt að treyst Samfylkingunni nú korteri fyrir kosningar?
Samfylkingin seldi stefnu flokksins um Evrópusambands aðild eftir síðustu Alþingis kosningar fyrir nokkra ráðherrastóla. Þeim þótti það í lagi þá, þrátt fyrir að þeir segi nú að það hafi verið mistök. Nú segjast þeir ekki vera tilbúnir að selja þá stefnu og eru tilbúnir að sögn Björgvins fyrrverandi Bankamálaráðherra að vera utan ríkisstjórnar í stað þess að selja þá stefnu flokksins aftur fyrir ráðherrastóla.
Samfylkingin seldi ekki bara Evrópusambands stefnu flokksins til að fara í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum. Þeir voru líka tilbúnir að slá af stefnu sinni í velferðarmálum og gáfu Sjálfstæðismönnum frítt spil í því að einkavæða heilbrigðiskerfið. Kerfi sem á að tryggja öllum þegnum landsins sama rétt til þjónustu. Nú segjast þeir ætla að standa vörð um velferðarkerfið og hag fjölskyldnanna í landinu. Það er vert að kjósendur spyrja sig að því fyrir hvað marga ráðherrastóla Samfylkingin er tilbúin að slá af þeirri kröfu, ef þeim stæði til boða að vera í ríkisstjórn eftir þessar kosningar.
Fulltrúum Samfylkingarinnar á Alþingi virtist vera umhugað um að gera breytingar á Stjórnarskránni með þeim hætti að hún tæki af allan vafa um að auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar. Hún er samt ekki tilbúin að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi strax, heldur á það að gerast á 10 árum sem þýðir að þeir er tilbúnir að brjóta mannréttindi á þegnum landsins í 10 ár í viðbóta.
Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei selt og mun ekki selja stefnu sína hvort heldur það er stefna okkar í auðlindamálum þjóðarinar né önnur þau stefnumál sem við vitum að eru til þess fallin að standa vörð um velferð og mannréttindi fólksins í landinu.
20.4.2009 | 18:25
Skoðun Georgs á lokun skurðdeildarinnar í Vestmannaeyjum
Þettar er hluti af grein eftir Georg sem birtist á Suðurlandid.is 19. apríl 2009.
Nýlega var ákvörðunin um lokun skurðdeildarinnar í Vestmannaeyjum í sex vikur í sumar, staðfest og það án þess að nokkur þingmaður maldaði í móinn. Fyrir mitt leyti þá tel ég þessa ákvörðun ekki vera verjandi og skiptir það þá í raun og veru engu máli, hvort við erum að tala um sex vikur, sex daga eða sex klukkutíma, en um leið kemur sú spurning, hvar á þá að skera niður í staðinn? Ekki get ég nú sagt að ég sé sérfróður um það hvar annar staðar væri hægt að skera niður í heilsugæslunni, en ætla þó að orða þetta þannig: ég hefði miklu frekar viljað loka öllum okkar sendiráðum erlendis, frekar en skurðdeildinni í Eyjum í sex klukkutíma.
Georg Eiður Arnarson skipar 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi